Frétt

Stakkur 21. tbl. 2005 | 25.05.2005 | 09:26Ferðalög og afþreying

Það sem af er maí hefur verið kalt á Íslandi og ekki viðrað af sumri. Vonandi breytist það og Íslandingar fái gott sumar. Ferðalög eru skemmtilegri í skikkanlegu veðri. Miklar umræður hafa átt sér stað um vegi og vegagerð. Þótt mikið vanti á hefur margt áunnist. En góðar samgöngur eru grundvöllur góðrar ferðaþjónustu, sem kann að verða einn gróskumesti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi Vestfirðinga á næstu árum. Þess verður að gæta í umræðunni að tala ekki svo illa um vegi á Vestfjörðum að þeir sem hyggja á ferðalög um fjórðunginn verði þeim ekki afhuga vegna afleitra vega. Umræðan getur snúist upp í andhverfu þess sem henni er ætlað að koma til leiðar. Illt umtal um ,,vonda” vegi hefur þau áhrif að beina fólki frá þeim.

Við viljum ferðamenn inn á Vestfirði, bæði innlenda og erlenda. Margir koma af eigin hvötum, en flesta þarf að laða að með jákvæðum hætti. Þess þarf að gæta jafnframt, að segja það eitt um Vestfirði og Vestfirðinga sem satt er og rétt. Ef vegir eru ekki fullkomnir á að upplýsa það, en ekki hamast við að sannfæra alla, Vestfirðinga jafnt og aðra Íslendinga um, að vegirnir hér séu afleitir. Ekki eru Sunnlendingar ánægðir með þjóðveg númer eitt um Svínahraun og Hellisheiði. En þar eru þó hinir vestfirsku KNH verktakar að leggja nýjan veg. Reykvíkingar kvarta stöðugt. Sé farið hringinn um Ísland má alls staðar finna óánægju með vegi og vegagerð. Berjumst fyrir betri vegum, en látum aðra um neikvæðan áróður. Einbeitum okkur frekar að því að segja frá hinu jákvæða í eðlilegu samhengi og vekjum þannig áhuga annarra um Vestfirði, náttúru og mannlíf.

Afþreying er ferðamönnum nauðsynleg. Margt gott má finna hér vestra í þeim efnum. Söfn eru víða góð, ekki síst á Ísafirði. Galdrasafnið á Ströndum er afar merkt framtak, fær ferðamenn til að staldra við, skoða og kynna sér menningu fyrri alda. Safnið í Ósvör, flugminjasafnið að Hnjóti og Sjóminjasafnið á Ísafirði eru sama marki brennd, að vera áhugaverð á grundvelli sérstöðu. Til athugunar hlýtur að vera að vestfirsk söfn taki upp náið samstarf, selji sameiginlega aðgang og flytji safnmuni og sérstakar sýningar milli staða. Meira þarf til. Kajakaferðir og ferðir til fyrri byggða eins og Hornstranda eru mikilvægt innlegg. Sama gildir um skipulagðar gönguferðir um slóðir Gísla Súrssonar og á Kaldbak hæsta fjall Vestfjarða. Þessa er getið hér, því það er vel gert. Huga þarf að þeim sem hafa gaman af spennu. Tónlistarsumar í Súðavík hefur tekist vel. Tækifærin eru óþrjótandi og ýmsir möguleikar að gera margt spennandi, þótt ekki séu flúðasiglingar í sjónmáli. Brýnast er að taka saman höndum og skipuleggja ferð um Vestfirði sem eitt samfellt ævintýri sögu, náttúru og spennandi viðfangsefna. Tölum frekar um tækifærin en vonda vegi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli