Frétt

visir.is | 25.05.2005 | 08:26Guðmundur elstur íslenskra karla

Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. Guðmundur Daðason er aldurshöfðingi íslenskra karla. Hann er orðinn 104 ára og hálfu ári betur. Hann hefur fótavist en bæði sjón og heyrn eru farin að daprast. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann tefldi á skákmóti Hróksins við dreng sem var 98 árum yngri. Á herbergi hans á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ vekja athygi ljósmyndir af honum með foringjum Framsóknarflokksins, meðal annars með forsætisráðherra. Guðmundur segir að hann sé sagður elsti framsóknarmaður í heimi.

Það eru karlar eins og Guðmundur sem hífa upp meðalaldur íslenskra karlmanna. Á topp tíu listanum yfir þau lönd Evrópu þar sem karlmenn lifa lengst er Ísland nú langefst með 79 ára meðalævilengd karla. Næst koma Sviss og Svíþjóð með 77,9 ár en þar á eftir Ítalía, Spánn, Noregur, Grikkland, Holland, Austurríki og Bretland.

Íslenskar konur voru um tíma þær sem urðu elstar kvenna en eru nú í fimmta til sjötta sæti á Evrópulistanum ásamt sænskum konum með meðalævilengd upp á 82,4 ár. Spánn er í efsta sæti með 83,6 ár en síðan koma Sviss, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð en fyrir neðan Ísland eru svo Finnland, Austurríki, Noregur og Þýskaland.

Athygli vekur að á síðustu þremur áratugum hefur dregið talsvert saman með kynjunum í meðalævilengd á Íslandi. Á árunum upp úr 1960 gátu íslenskir karlar vænst þess að verða liðlega sjötugir en konur liðlega 76 ára. Þá munaði sex árum á kynjunum. Meðalævi beggja kynja hefur haldið áfram að lengjast en hraðar hjá körlunum á seinni árum þannig að núna munar tæpum fjórum árum. Hagstofan segir að svipaða þróun megi greina í öðrum Evrópulöndum en munur á ævilengd kynjanna sé þó víðast hvar meiri en hér.

Guðmundur Daðason á reyndar ekki langt að rekja langlífi sitt. Móðir hans, María Andrésdóttir, varð rúmlega 106 ára gömul. Guðmundur segir að hún hafi verið elsti Íslendingur sem vitað hafi verið um á þeim tíma. Systir hans, Ingibjörg Daðadóttir, varð 104 ára. Guðmundur skýrir langlífið í ættinni á þann hátt að þau hafi lifað hófsamlegu lífi.

Hann telur einnig að eyjalífið við Breiðafjörð hafi haft sitt að segja, en hann er Breiðfirðingur, var lengst af bóndi að Ósi á Skógarströnd og því fylgdu æfingar alla daga. Guðmundur segist hafa fengið sér sundsprett á hverjum degi og þá hafi hann róið í land reglulega. Þar að auki hafi slátturinn og raksturinn tekið á og heybindingar og heysátur. Aðspurður hvaða breyting á hans löngu ævi hann telji að hafi haft mest áhrif á samfélagið segir Guðmundur að það hafi verið síminn.

Guðmundur, sem verður 105 ára í nóvember, á fimm börn, 21 barnabarn og 32 barnabarnabörn og það 33 er á leiðinni. Eiginkonu sína, Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, missti hann fyrir fimmtán árum.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli