Frétt

| 26.09.2001 | 15:51Nóg að hafa veiðiheimildir í tíu ár til að greiða þær upp og hafa arð af kaupunum

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.
„Mögulegt er að beita blandaðri leið, t.d. skattleggja bein viðskipti, setja þak á endurgjaldslausa úthlutun og innheimta veiðigjald, en einfaldasta lausnin og sú sem best mætir framkominni gagnrýni er innköllun veiðiheimilda samkvæmt fyrningarleið og ráðstöfun þeirra á markaði. Eðlilegt er að veittur sé góður aðlögunartími þannig að fyrirtæki geti staðið við skuldbindingar sínar og búið sig undir breytingarnar. Fyrning veiðiheimilda um 3-5% á ári þýðir að breytingin tekur 20-33 ár“, segir Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, einn þeirra sem áttu sæti í nefnd til endurskoðunar á stjórn fiskveiða.
Í séráliti sínu heldur Kristinn áfram:

„Samkvæmt því hefur hvert fyrirtæki núverandi veiðiheimildir að fullu í 10-17 ár. Kaupverð varanlegra veiðiheimilda er um 7-8 sinnum leiguverð. Það dugar því að hafa veiðiheimildirnar undir höndum í 10 ár til þess að greiða upp kaupverðið og hafa arð af kaupunum. Hafa verður í huga að núverandi úthlutun hefur staðið í 17 ár sem er til viðbótar innköllunartímanum.“

Greinargerð Kristins H. Gunnarssonar
vegna lokaniðurstöðu nefndar
um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða


Ákvörðun Alþingis árið 1999 um endurskoðun laganna var ekki að tilefnislausu, miklar deilur hafa staðið um fiskveiðistjórnunina í mörg ár og fyrir síðustu Alþingiskosningar vildu framsóknarmenn ná sátt um þetta grundvallarmál íslensks samfélags sem væri í samræmi við réttlætiskennd þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar.

Fyrir liggur sú stefna flokksins að áfram verði byggt á tvískiptu kerfi, aflamarkskerfinu og smábátakerfi, þar sem smábátakerfið verði blandað aflamarks- og sóknarmarkskerfi svo sem verið hefur. Endurskoðun laganna beinist því ekki að því að skipta um stjórnkerfi heldur fremur að gera lagfæringar á því auk almennrar úttektar á árangri stjórnunarinnar.

Ágreiningsatriðin og stefna Framsóknarflokksins

Helstu ágreiningsefnin lúta að heimildum handhafa veiðiheimilda til þess að fénýta veiðiheimildirnar án þess að fyrir þær hafi verið greitt, samþjöppun veiðiheimilda, byggðaröskun og brottkast afla.

Áherslur Framsóknarflokksins á undanförnum árum hafa tekið mið af ofangreindum atriðum. Kosningastefnuskrá flokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar bar yfirskriftina breytinga er þörf og í ályktun síðasta flokksþings, fyrr á þessu ári, er tekið fram að markmið nýrrar löggjafar um stjórn fiskveiða eigi m.a. að tryggja atvinnugrundvöll sjávarbyggða, uppbyggingu fiskstofna og jafnræði aðila í greininni og koma þannig í veg fyrir að stétt leiguliða myndist í henni.

Árangur stjórnunarinnar

Eðlilegt er að reynt sé að leggja mat á hvernig til hefur tekist með stjórnun fiskveiðanna. Markmiðið hefur verið að vernda fiskstofnana og byggja þá upp og með framsalinu sem tekið var upp fyrir tíu árum var stefnt að aukinni hagkvæmni. Hins vegar voru markmiðin almennt orðuð og fremur óljóst hvaða árangri þarf að ná til þess að uppfylla markmiðin.

Uppbygging helstu botnfiskstofna hefur valdið vonbrigðum. Veiðar á þorski hafa aðeins eitt ár af síðustu tíu, árið 1991, náð 250 þúsund tonnum en í átta ár af tíu árunum þar á undan. Helming síðasta áratugs hefur veiðin verið minni en 200 þúsund tonn á ári en aldrei næstu tíu ár þar á undan. Þó hefur ráðgjöf fiskifræðinga verið allvel fylgt allan tímann, og nákvæmlega síðustu ár. Þrátt fyrir það er óljóst hvað fiski-fræðingar telja að megi veiða t.d. næsta áratug.

Hagræðing sem orðið hefur í útgerð frá því að framsal var leyft hefur ekki komið fram í minnkun fiskiskipaflotans. Fjármagnsstofn í fiskveiðum hefur aðeins minnkað um 1,18% á ári árin 1991-1998, skipum hefur lítið fækkað og þau eru stærri og öflugari en áður.

Fyrstu árin leiddi framsalið til þess að skuldir sjávarútvegsins lækkuðu og voru árið 1995 komnar niður fyrir 120 milljarða kr. og voru þá um 25 milljörðum kr. lægri en árið 1989 þegar þær urðu mestar. Eftir 1995 vaxa skuldirnar hratt og eru áætlaðar nú um 182 milljarðar króna og hafa aukist um liðlega 50% á rúmum 5 árum.

Það sem líklegast sýnir best jákvæðan árangur er hátt verð á veiðiheimildum. Það sýnir mat útgerðarmanna á því að unnt er að stunda arðbæra útgerð þótt greitt sé fyrir veiðiheimildir. Trú útgerðarmanna sjálfra á framtíð greinarinnar við þessi skilyrði er líklega besti mælikvarðinn á stöðu greinarinnar til lengri tíma.

Þróun núverandi kerfis

Framsalinu fylgir að handhöfum veiðiheimilda er heimilt að selja eða leigja heimild-irnar. Í þeim tilvikum þar sem ekki var

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli