Frétt

| 26.09.2001 | 15:38Skipbrot vegna þess að ekki reyndust innistæður fyrir loforðum um sættir

Jóhann Ársælsson alþingismaður.
Jóhann Ársælsson alþingismaður.
„Það eru mikil vonbrigði að sjá starf þessarar nefndar bíða skipbrot vegna þess að ekki reyndust innistæður fyrir þeim loforðum um sættir sem forystumenn stjórnarflokkanna gáfu í aðdraganda síðustu kosninga. Þegar upp er staðið frá þessu starfi er ljóst að meirihlutinn hefur leitað sátta sem forystumenn LÍÚ vildu una við en ekki þjóðin“, segir Jóhann Ársælsson alþingismaður, einn þeirra sem áttu sæti í nefnd til endurskoðunar á fiskveiðilöggjöfinni. Jóhann var einn þriggja nefndarmanna sem skiluðu séráliti. Hann segir að enginn friður verði um niðurstöðu meirihlutans.
„Formaður nefndarinnar ásamt skrifstofustjóra iðnaðarráðuneytisins og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skila meirihlutaáliti með þeirri niðurstöðu að framlengja ríkjandi ástand og vonarpeningur í lítilsháttar auðlindargjaldi er notað sem skálkaskjól til að koma á breytingum sem stórútgerðin hefur pantað hjá ríkisstjórninni. Um þessa niðurstöðu verður enginn friður“, segir Jóhann Ársælsson.

Greinargerð Jóhanns Ársælssonar
vegna lokaniðurstöðu nefndar
um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða


Skipbrot nefndarstarfsins

Þverklofin sáttanefnd færir ekki þjóðinni friðsamlega lausn á miklu deilumáli. Eftir hin miklu loforð til kjósenda um sættir í þessu stórmáli eru þær fyrirætlanir stjórnvalda að festa einokunina í sessi og gefa handhöfum kvótans enn meira frelsi til að fara með auðlind þjóðarinnar sem sína eign orðnar ljósar. Þær eru ótrúlegar, jafnvel frá þeim sem nú fara með völdin, og munu enn auka þær hatrömmu deilur sem staðið hafa um þetta mál.

Það eru mikil vonbrigði að sjá starf þessarar nefndar bíða skipbrot vegna þess að ekki reyndust innistæður fyrir þeim loforðum um sættir sem forystumenn stjórnarflokkanna gáfu í aðdraganda síðustu kosninga. Þegar upp er staðið frá þessu starfi er ljóst að meirihlutinn hefur leitað sátta sem forystumenn LÍÚ vildu una við en ekki þjóðin.

Formaður nefndarinnar ásamt skrifstofustjóra iðnaðarráðuneytisins og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skila meirihlutaáliti með þeirri niðurstöðu að framlengja ríkjandi ástand og vonarpeningur í lítilsháttar auðlindargjaldi er notað sem skálkaskjól til að koma á breytingum sem stórútgerðin hefur pantað hjá ríkisstjórninni. Um þessa niðurstöðu verður enginn friður. Aðrir nefndarmenn leituðu sátta á grundvelli fyrningarleiðar en þær náðust ekki vegna þess að stjórnvöld vilja ekki kvika frá því einkaeinokunarfyrirkomulagi sem gildir um úthlutun veiðiréttar.

Verkefni nefndarinnar

Aðalátökin um stjórn fiskveiða hafa frá upphafi snúist um aðgang að auðlindinni og þann einkarétt sem núgildandi fyrirkomulag veitir útgerðarmönnum til að selja öðrum aðgang að fiskimiðunum. Átökin eru milli þeirra sem vilja að handhafar kvótans hafi jafngildi eignarréttar á fiskinum í sjónum, en þeirri stefnu hefur mikill meirihluti þjóðarinnar hafnað ítrekað í skoðanakönnunum, og hinna sem vilja endurheimta sam-eign þjóðarinnar og koma á jafnrétti til að nýta þessa þjóðarauðlind í framtíðinni. Aðalverkefni nefndarinnar þurfti því að vera að leita leiða til að koma til móts við vilja þjóðarinnar án þess að valda alvarlegri röskun í sjávarútvegi. Af þessu leiðir að ekki er kostur á sáttum nema með fyrningu eða innköllun veiðiheimilda. Einhver útfærsla fyrningarleiðar á grunni tillagna auðlindanefndar er vænlegust til árangurs. Sú umræða sem varð í kjölfar skýrslu auðlindanefndarinnar leiddi strax í ljós að svonefnd veiðigjaldsleið gæti ekki orðið leið til sátta enda hróflar hún ekki á nokkurn hátt við séraðstöðu handhafa kvótans.

Aflahlutdeildarsamningar

Nefndin ræddi ítarlega um aðferð við fyrningu sem fælist í gerð aflahlutdeildarsamninga sem yrðu skilgreindir í magni, umfangi og tíma og skilyrtir ákveðnum reglum. Breið samstaða virtist í nefndinni um að þetta væri vænleg leið til að leysa mörg vandamál sem fylgja þeim óljósu réttindum sem útgerðarmenn sem nýtendur auðlindarinnar og þjóðin sem eigandi hafa í núgildandi fyrirkomulagi. En einnig gefur slík breyting færi á að taka skref til að koma á jafnrétti til aðgangs að þessari auðlind í framtíðinni. Til að framkvæma þetta væri heppilegast að innkalla árlega hluta veiðiheimilda og breyta þeim í hlutdeildarsamninga en jafnframt gefa öllum jafnan rétt til að keppa um þessi réttindi á markaði. Þegar á átti að herða kom í ljós að meirihlutinn vildi afhenda handhöfum kvótans þessa samninga og viðhalda þeim einokunarrétti til framtíðar sem þeir hafa nú. Þegar því var hafnað hljóp meirihlutinn frá umræðunni um hlut

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli