Frétt

| 26.09.2001 | 11:59Funi – Engin mengun?

Enn eru hryðjuverkin í New York ofarlega í huga fólks, þótt liðinn sé hálfur mánuður frá þeim hræðilegu atburðum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sýnast ætla að taka á málum af festu og ábyrgð. Afleiðingarnar snerta okkur Íslendinga eins og skýrt kom fram í fréttum helgarinnar. Borgaralegt flug í heiminum er í uppnámi. Ríkisstjórnin hefur þegar komið til móts við íslenska flugrekendur og sett fram ábyrgðir, svo flug stöðvist ekki.

En nú skal vikið að staðbundnari stjórnvöldum og haldið á heimavöll. Málið sem tekið verður til umfjöllunar bliknar og blánar í samanburði við þau sem gerð voru að umræðuefni hér að framan og ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Íslands hafa þegar tekið á. Á fögrum degi er sýn yfir Skutulsfjörð mikið yndi fyrir auga og huga. Svo var að minnsta kosti lengi, þótt stundum hafi verið kvartað undan mengun frá Mjölverksmiðjunni í Hnífsdal þegar þannig stóð á logninu, að reykinn frá henni lagði inn Skutulsfjörðinn. Ýmsir kvörtuðu undan sorpbrennslustöðinni á Skarfaskeri við Hnífsdal, sem var lokað eftir byggingu hinnar nýju og fullkomnu stöðvar í Engidal. Sú stöð var byggð samkvæmt nýjustu tækni og reyndist Ísafjarðarkaupstað einkar dýr, því áætlanir um kostnað stóðust ekki.

Almenningi var gefinn kostur á að velja stað undir stöðina. Þrír kostir buðust en bæjarstjórn hafnaði öllum og stöðin var reist í Engidal við Kirkjuból. Frá þessari fullkomnu stöð átti engin mengun að berast. Svo fór þó ekki. Bláan reyk hefur lagt frá Funa, en það var nafnið sem sorpbrennslustöðin hlaut, alla tíð. Honum fylgir að vísu ekki sama ilman og frá Mjölverksmiðjunni í Hnífsdal þegar reykinn lagði inn yfir eyrina. Til voru þeir sem fundu að staðarvali Funa vegna snjóflóðahættu, sem reyndist fyrir hendi. Öðrum þótti á sinni tíð óskemmtileg tilhugsun að Funi kynni að dekkja þá björtu ímynd sem matvælaframleiðsla á Ísafirði hafði haft og jókst enn með tilkomu hreina vatnsins úr Vestfjarðagöngum.

Íbúum í Skutulsfirði svo og gestum og gangandi hefur verið sagt alla tíð að þrátt fyrir blámann, sem lagðist yfir fjörðinn, væri engin mengun. Þá var að vísu ekki minnst á sjónmengun, sem spillt hefur gleði margra á fögrum logndögum. „Ég þori hreinlega ekki að segja að þetta sé skaðlaust“, segir Hermann Þórðarson, efnaverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun, spurður af BB um reykjarmistrið frá Sorpbrennslunni Funa. Hann var ásamt öðrum við árlegar mælingar og sýnatökur í Funa á vegum Hollustuverndar ríkisins á föstudag í fyrri viku. Álit hans er að líklega sé meðal annars um brennisteinssúrt gas að ræða. Það valdi bláa litnum á reyknum. Þetta eru nýjar upplýsingar fyrir almenning og ekki sérlega upplífgandi þó vonir standi til þess að hættan sé engin eða hverfandi. Dæmið sýnir hins vegar skýrt mikla ábyrgð kjörinna stjórnvalda, einkum þegar ákvarðanir skulu standa lengi.

Þýðingarlaust er að fást um orðinn hlut, en af verður að draga lærdóm. Á það minnir blái reykurinn, sjónmengunin, á góðviðrisdögum um ókomna framtíð.


bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli