Frétt

| 26.09.2001 | 11:54Thor´s Hammer á Nuggets 2

Árið 1972 kom út safnplatan Nuggets, sem geymdi lítt þekkt lög frá gullöld sýrurokksins svokallaða ('65-'68). Lögin voru valin af Lenny nokkrum Kaye, tónlistarblaðamanni og síðar gítarleikara í hljómsveit Patti Smith, og varð platan fljótlega goðsagnakennd og átti stóran þátt í að móta hljóðheim pönkbyltingarinnar sem brast á um fimm árum frá útgáfunni. Mbl.is greindi frá.
Platan varð fljótlega ófáanleg og árið 1998 ákvað bandaríska endurútgáfufyrirtækið Rhino, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar, að gefa út fjögurra diska kassa, sem inniheldur upprunalegu plötuna auk fjölda annarra laga í svipuðum stíl.

Fyrir stuttu kom svo út kassinn Nuggets II, hvar leitað er fanga víða um heim að sjaldgæfu, skrýtnu og oft og tíðum snilldarlegu sýrurokki. Og á meðal sveita sem prýða kassann er hinn alíslenska Thor's Hammer, nafn sem Hljómar tóku sér er tónlistarleg útþráin lét á sér kræla upp úr '65.

"Ég er bara mjög stoltur af því að fá að vera í svona boxi, með svona heimsfrægum listamönnum," segir Rúnar Júlíusson, fyrrum bassaleikari og söngvari Thor's Hammer. Á boxinu eru enda lög með t.d. Small Faces, The Move, Status Quo, Van Morrison og Davy Jones (David Bowie), auk allra litlu spámannanna.

Í burðarliðnum er nú geisladiskur, lagður eingöngu undir Thor's Hammer, sem endurútgáfufyrirtækið Ace Records stendur að (sjá Mbl. 17. júlí, '01). Ástæðu þess að lag Thor's Hammer "My Life" var valið á Nuggets II má líklega rekja til þess að einn af umsjónarmönnunum er Alec nokkur Palao, sá sami og hefur yfirumsjón með Thor's Hammer diskinum.

"Hann [Alec] er að leggja gífurlega mikla vinnu í þessa Thor's Hammer útgáfu," segir Rúnar. "Ég var að lesa skrifin eftir hann sem fylgja diskinum og hann virðist kafa mjög djúpt í þetta. Hann er búinn að taka viðtal við okkur alla og er líka búinn að tala við menn sem voru hér í herþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sem sáu okkur á tónleikum á sínum tíma. Einnig er búið að vinna eitthvað í hljóðinu, nútímavæða það þá væntanlega."

Rúnar segist hafa verið að senda Alec ljósmyndir og slíkt. "Svo bara kom þessi pakki í póstinum fyrir nokkrum vikum," segir Rúnar að lokum, sýnilega ánægður með þennan árangur.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli