Frétt

| 26.09.2001 | 08:26Á flugi yfir Íslandi

Landmælingar Íslands hafa tekið flugið, í orðsins fyllstu merkingu, með útgáfu á geisladiski þar sem hægt er að skoða Ísland úr lofti í þrívídd. Flugdiskurinn markar tímamót þar sem þetta er fyrsti geisladiskur sinnar tegundar þar sem hægt er að skoða landið úr lofti með þessum hætti. Á geisladiski Landmælinga er þrívíddarlíkan af Íslandi í raunlitum, sem hægt er að fljúga yfir í tölvunni og skoða frá öllum sjónarhornum. Er þetta nákvæmasta stafræna þrívíddarmynd sem gefin hefur verið út á almennum markaði hér á landi. Geisladiskinn má nota á allflestum PC-heimilistölvum.
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, segir flugdiskinn munu nýtast á margvíslegan hátt í samfélaginu. "Hann hentar einkar vel við kennslu í skólakerfinu, við fjarkönnunarrannsóknir og í kynningarstarfi í ferðaþjónustu. Þá vitum við að flugáhugamenn um allt land munu taka flugdiskinum fagnandi. Loks er diskurinn sannkölluð gullnáma fyrir þá sem vilja skoða landið sitt og heimahagana úr lofti," segir Magnús. Á geisladiskinum ræður notandi flughæð, hraða og flugstefnu. Hann getur því skoðað landið frá ólíkum sjónarhornum, úr mismunandi hæð og á mismiklum hraða. Hann getur hafið flugferðina þar sem honum sýnist og er ekki bundinn við fyrirfram ákveðnar flugleiðir. Notandinn stjórnar ferðinni alfarið í rauntíma með músarhreyfingum.

Þrívíddarmyndin er sett saman úr tvenns konar gögnum. Annars vegar er um að ræða landhæðarlíkan og hins vegar gervitunglagögn sem felld eru ofan á það. Landhæðargögnin eru svonefnd DTED-gögn (Digital Terrain Elevation Data), sem eru rastagögn með 90 m möskvastærð. Hæðarnákvæmni þeirra er 20 metrar. Gervitunglagögnin eru Landsat-TM myndir, sem teknar voru á árunum 1986-1994 og voru þær notaðar til að útbúa heildarmynd af öllu landinu. Gervitunglamyndirnar hafa 30 m greinihæfni, sem þýðir með öðrum orðum að hver myndpunktur sem sést á tölvuskjánum samsvarar svæði á jörðu niðri, sem er 30x30 m að stærð. Til gamans má geta þess að þar með þarf 114 milljón slíka myndpunkta til að sýna flatarmál landsins. Heildarmyndin er unnin í raunlitum þannig að gróið land er grænt, vatn bláleitt, jöklar hvítir o.s.frv. Rannsóknaráð Íslands styrkti gerð heildarmyndarinnar á sínum tíma.

Í tilefni af útgáfu flugdisksins ákváðu Landmælingar með stuðningi umhverfisráðuneytisins að færa Námsgagnastofnun 300 flugdiska án endurgjalds til dreifingar í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, afhenti diskana fyrir hönd Landmælinga Íslands og tók Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, við þeim á blaðamannafundi sem haldinn var fimmtudaginn 20. september s.l. Á þeim fundi fór Magnús Guðmundsson forstjóri yfir forsögu verkefnisins og Dr. Kolbeinn Árnason sérfræðingur í fjarkönnunarmálum hjá LMÍ kynnti hugbúnaðinn og efni flugdisksins.

Diskurinn var gerður í samvinnu Landmælinga Íslands og fyrirtækisins GAF (Gesellschaft für Angewandte Fernerkundung) í München í Þýskalandi. Notaður er þrívíddarhugbúnaðurinn TerraExplorer frá Skyline. Geisladiskurinn gengur á öllum hefðbundnum PC vélum. Nauðsynlegur búnaður er Windows 95, 98 eða 2000 stýrikerfi og Pentium MMX eða sambærilegur örgjörvi. Mælt er með að vinnsluminni sé minnst 32 MB.

Þrívíddarhugbúnaðurinn TerraExplorer fylgir með á geisladiskinum. Ekki er unnt að skoða flugdiskinn á Macintosh-tölvum eða vélum með NT stýrikerfi.
Aðeins er hægt að eignast flugdiskinn með því að panta hann á vef Landmælinga Íslands, www.lmi.is, og fá hann sendan heim í pósti.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli