Frétt

| 26.09.2001 | 08:19U-beygja í framsali

Viðbúið er að áfram verði bullandi ófriður um kvótakerfið ef stjórnvöld fara eftir niðurstöðum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Nefndin skilaði tillögum sínum í gær en hún klofnaði í fernt í afstöðu sinni. Visir.is greindi frá.
Það hljóta að vera vonbrigði fyrir stjórnvöld sem stefnt hafa að sátt um kvótakerfið og sérstaklega í ljósi þess að auðlindanefndin skilaði sameiginlegu áliti í fyrra. Athygli vekur að Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður Framsóknar er ekki samstíga öðrum stjórnarsinnum í nefndinni og skilaði séráliti.

Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki tekið afstöðu til tillagna hans eða meirihlutans í nefndinni. Í tillögum meirihutans er ennfremur tekin U-beyja gagnvart fyrri verkum stjórnvalda þar sem lagt er til takmarkanir á framsali verði afnumdar og veiðiskyldan minnkuð. Þetta hefur verið mikill þyrnir í augum sjómanna vegna kvótabrasksins og ófá lög hafa verið sett til að stemma við því til lausnar verkföllum sjómanna.

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að á blaðamannafundi í gær að það hefði ekki komið sér á óvart að ekki hefði náðst sameiginlega niðurstaða í nefndinni. Hann segir að í framhaldinu verði farið í það að vinna eitt eða fleiri frumvörp úr starfi nefndarinnar sem síðan verða lögð fyrir þingflokka og ríkisstjórn. Stefnt er að því að lögfesta þau á yfirstandandi þingi.

Í tillögum meirihlutans, þ.e. þeirra Friðriks Más Baldvinssonar sem var formaður nefndarinnar, þingmannanna Vilhjálms Egilssonar og Tómasar Inga Olrich og Kristjáns Skarphéðinssonar skrifstofustjóra í iðnaðar- viðskiptaráðuneytinu er m.a. lagt til að tekið verði upp tvískipt veiðigjald. Annars vegar fastur hluti sem tekur mið af kostnaði ríksins vegna kvótakerfisins og hins vegar sem breytilegur hluti sem tengist afkomu greinarinnar. Á móti gjaldtökunni falla niður ýmis gjöld sem útvegurinn ber, eða um 900 milljónir króna. Miðað við núverandi framlegð sjávarútvegsins er talið að veiðigjaldið geti numið alls um 2 milljörðum króna að loknu aðlögunartíma. Þá er lagt til að 350-500 milljónir króna verði árlega varið til að byggja upp atvinnulíf í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi í þeim byggðum sem treyst hafa á sjávarútveg. Vilhjálmur Egilsson segir að þetta sé tímamótaákvörðun.

Til að styrkja byggðirnar er lagt til að heimilt verði að framselja aflahlutdeild frá fiskiskipi til fiskvinnslustöðva. Einnig er lagt til að fjórðungur veiðigjalds umfram einn milljarð króna, eða 250 milljónir renni til sveitarfélaga. Þá er lagt til að hámarkshlutdeild einstakra aðila í þorski verði hækkuð úr 8 í 12% en lágmarkshlutdeild í öðrum bolfisktegundum verði 50% en hefur t.d. verið 20% í ýsu. Samanlögð aflahlutdeild aðila verði að hámarki 12% óháð því hvort fyrirtæki séu í dreifðri eignaraðild. Þá er lagt til að veiðiskylda verði færð til fyrra horfs, þ.e. að veiða verði 25% úthlutaðs kvóta á tveimur árum í stað 50%.

Lagt er til að krókaflamarksbátum verði úthlutað auknum heimildum í aukategundum en lögin frá 1. september sl. standi að mestu óbreytt. Gerð er tillaga um að þeir sem fjárfest hafa nýlega í krókabátum verði veitt fjárhagsleg fyrirgreiðsla og að krókaaflamarksbátar megi vera allt að 15 tonn að stærð.

Í tillögu Jóhanns Ársælssonar þingmanns Samfylkingar er m.a. lag til að kvótaúthlutun án endurgjalds verði afnumin í áföngum og að allur kvóti verði kominn á markað eftir áratug. Kristinn H. Gunnarsson vill m.a. innkalla kvótaréttt útgerða og selja síðan á markaði, eða fara svokallaða fyrningarleið. Árni Steinar Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna vill einnig fara fyrningarleiðina en með annarri útfærslu og m.a. með áherslu á sjálfbæra nýtingu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli