Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 18.05.2005 | 09:31Er ekki allt í lagi í þessum stofnunum? - Jú

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Hafa menn nokkuð orðið varir við að allt sé í hers höndum í Vegagerðinni? Eða að Flugmálastjórn sé hvorki fugl né fiskur? Finnst mönnum kannski slakur gangur í ferðamálunum í landinu? Hafa máske borist fregnir af því að illa gangi við rannsókn sjóslysa í landinu? Auðvitað er svarið nei. Rekstur allra þessara stofnana gengur vel. Vegagerðin er vel rekin stofnun, Flugmálastjórn sinnir sömuleiðis sínu hlutverki vel, á sviði ferðamála hefur uppbyggingin aldrei verið meiri og vinnulag Rannsóknarnefndar sjóslysa hefur verið með miklum ágætum.

En hvers vegna var þá spurt? Jú, svarið er þetta. Þannig er mál með vexti að ein algengasta viðbáran gegn flutningi opinberra verkefna og staðsetningu þeirra á landsbyggðinni hefur verið sú einatt að slíkt setti starfsemi viðkomandi stofnana upp í loft. Þær stofnanir sem hér voru nefndar til sögunnar eiga einmitt það sameiginlegt að verkefni á þeirra vegum hafa verið flutt út á land í miklum mæli. Ekki hefur það bakað þessum stofnunum tjón; öðru nær. Þær eru að minnsta kosti jafn góðar og áður. Goðsögnin um hin neikvæðu áhrif verkefnatilflutningsins út á land er einmitt það; ómerkileg goðsögn.

Samgönguráðherra hefur gefið tóninn

Það er með öðrum orðum hægt að flytja verkefni hins opinbera út á land. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur sannað það með verkum sínum. Hann hefur markað lofsvert fordæmi og sýnt að með góðum, fumlausum vinnubrögðum og skýrri stefnumótun í þessa átt er unnt að ná miklum árangri í því að fjölga opinberum verkefnum á landsbyggðinni. Sjálfsagt er að vinna vel að undirbúningi. Eðlilegt er og sanngjarnt gagnvart starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu að aðdragandi sé viðunandi og að fólk fái umþóttunartíma. Það er betra að vinna hægar en skila árangri í stað þess að fara af stað með lúðrablæstri og mistakast. Með góðum undirbúningi og vönduðum vinnubrögðum er það vel gerlegt að færa verkefni á landsbyggðina, eins og dæmin úr stofnunum Samgönguráðuneytisins sanna. Sú kyrrð og ró sem bersýnilega ætlar að verða í kring um flutning starfa Fiskistofu út á land, er einnig dæmi um þetta.

95 störf út á land

Í svari samgönguráðherra við spurningu Örlygs Hnefils Jónssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi á 128 löggjafarþingi eru dregnar fram staðreyndir um þetta mál. Í samantekt um málið segir orðrétt: „Af framansögðu má sjá að markvisst hefur verið unnið að flutningi starfa út á land á vegum stofnana samgönguráðuneytis og hlutafélaga á þess vegum. Meginniðurstaðan er sú að á undanförnum árum, þó sér í lagi frá árinu 1999 fram til dagsins í dag, hefur verið stofnað til 95 nýrra starfa úti á landi á vegum stofnana samgönguráðuneytis og hlutafélaga á þess vegum."

Þetta eru merkilegar upplýsingar. Í svarinu er síðan tíundað ítarlega hvernig þessi verkefnatilflutningur átti sér stað út á land. Dæmi um slíkan flutning starfa má finna í Borgarnesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Búðardal, Blönduós og Egilsstaði, svo dæmi séu nefnd.

Nánari upplýsingar má svo finna á vef Alþingis

Það er í raun merkilegt hversu litla athygli þessar ákvarðanir Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra hafa vakið. Ganga þær þó þvert á umræðuna í landinu og eru til áþreifanlegs sannindamerkis um að leiðin að byggðalegri viðreisn með flutningi ríkisstarfa, er fær og gerleg. Og það sem meira er, þær hafa gengið vel fyrir sig og eru því ágætis dæmi til að benda á. Nákvæmlega það eigum við að gera í baráttunni fyrir því að fleiri fylgi á eftir.

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli