Frétt

bb.is | 17.05.2005 | 16:00Segir fækkun starfsmanna augljóslega rýra þjónustu Grunnskólans

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Skarphéðinn Jónsson skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði segir augljóst að þjónusta skólans muni versna í kjölfar fækkunar stöðugilda sem boðuð er í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og koma mun að óbreyttu til framkvæmda í sumar. Á föstudag birtist grein eftir Herdísi M. Hübner grunnskólakennara á bb.is þar sem hún ræðir um fyrirhugað útboð á mötuneyti Grunnskólans sem komið hefur fram í fréttum bb.is. Þá ræðir Herdís fyrirhugaða fækkun stöðugilda hjá Grunnskóla Ísafjarðar sem ákveðið var í fjárhagsáætlun ársins 2005. Samkvæmt áætluninni er stjórnendum grunnskólans gert að fækka um 2,5 stöðugildi. Í grein sinni segir Herdís að fyrirhugaðar uppsagnir komi fyrst og fremst niður á þjónustu við þá nemendur sem þurfa á þjónustu stuðningsfulltrúa að halda og einnig á þjónustu skólaliða sem sinna gæslu, þrifum og ýmsu öðru.

Þá segir Herdís í grein sinni: „Grunnskólinn á Ísafirði er ódýrasti grunnskóli landsins í rekstri, og samt er okkur gert að spara meira. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að spara í einum skóla án þess að það komi niður á gæðum skólastarfsins. Það getur ekki annað en bitnað á ímynd Ísafjarðarbæjar, gæði grunnskóla vega þungt í mati fólks á því hvaða sveitarfélög eru vænleg til búsetu og hver ekki. Þeir sem ætla að skora í þeirri keppni, hafa það ekki í forgangi að fjársvelta grunnskólann sinn.“

Skarphéðinn Jónsson skólastjóri Grunnskóla Ísafjarðar segir að ákvörðun um hvernig staðið verði að fækkun stöðugilda í skólanum hafi ekki verið tekin en reynt verði að láta það koma fram í starfsmannaveltunni þ.e. í ljós eigi eftir að koma hvaða starfsmenn hugsi sér til hreyfings í sumar. Hann segir það hins vegar rétt mat hjá Herdísi að fækkun stöðugilda muni fyrst og fremst verða í röðum skólaliða sem eins og áður sagði sinna gæslu og þrifum og í röðum stuðningsfulltrúa sem sinna þeim börnum sem stuðnings þurfa með í námi. Hann segir að endanleg ákvörðun muni liggja fyrir á næstu vikum. Í dag eru um 20 stöðugildi við þau störf sem áður eru nefnd, þ.e.a.s. skólaliða og stuðningsfulltrúa.

Aðspurður hvort þjónusta skólans muni ekki versna við þessa fækkun stöðugilda segir Skarphéðinn það augljóst. „Það hefur komið fram að Grunnskólinn á Ísafirði er í hópi hagkvæmustu skóla á landinu. Því er svigrúmið til hagræðingar ekki mikið og því mun þessi fækkun stöðugilda því miður leiða til verri þjónustu við okkar nemendur, hjá því verður ekki komist“, segir Skarphéðinn.

Aðspurður hvort ekki sé hægt að fækka stöðugildum í annarri starfsemi skólans segir Skarphéðinn svo ekki vera. „Starfsemi skóla er að mestum hluta lögbundin og því er einungis hægt að mæta fækkun stöðugildar í hópi skólaliða og stuðningsfulltrúa.“

Eins og áður hefur komið fram í fréttum bb.is mun störfum einnig fækka nokkuð verði af útboði á mötuneyti skólans. Í grein sinni telur Herdís því að störfum í skólanum muni því samtals fækka um 7-10 manns í sumar.

Þess má geta að í dag birtust á heimasíðu Ísafjarðarbæjar drög að nýrri grunnskólastefnu bæjarins. Um hana segir m.a. í inngangi: „Í stefnunni hefur verið leitast við að setja fram sameiginleg sjónarmið fulltrúa þeirra sem starfa í grunnskólum sveitarfélagsins, foreldra, auk þess sem rýnihópar hafa lesið stefnuna og komið fram með skoðanir sínar. Við undirbúninginn var byggt á þeirri sýn að virk stefnumótun verði til í samvinnu ólíkra hópa. Á þann hátt er líklegast að afurðin verði samfélagseign og lifandi tæki til að kortleggja stöðuna og vinna að áframhaldandi þróun.“

Þá segir einnig: „Leitast skal við að skapa skólunum eins góðar aðstæður og völ er á hverju sinni. Lögð er áhersla á fjölbreytt, fjölmenningarlegt, framsækið og metnaðarfullt skólastarf.“

Um þjónustu segir m.a.: „Nemendur sem hafa sértækar þarfir vegna námsörðugleika, tilfinninga- og/eða geðraskana o.fl. fá þá aðstoð og tilhliðrun sem sérþarfir þeirra krefjast.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli