Frétt

Svanlaug Guðnadóttir | 17.05.2005 | 14:06Ísafjarðarbær – ný sýn til framtíðar

Svanlaug Guðnadóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Laugardaginn 21. maí næstkomandi verður haldið á Ísafirði íbúaþing í íþróttahúsinu á Torfnesi frá kl. 10-18. Þar gefst öllum íbúum Ísafjarðarbæjar tækifæri á að koma skoðunum sínum í skipulags- og samfélagsmálum á framfæri án þess að þurfa að standa upp og halda ræðu. Flestir kannast við heitar umræður um samfélags- og skipulagsmál yfir kaffibolla en sjaldan komast skilaboðin á framfæri við rétta aðila. Dæmi um málefni sem varða mörg okkar eru til dæmis lóðarúthlutanir, göngustígar og útivistarsvæði auk þess sem íbúar vilja hafa áhrif á útlit og umfang bygginga.

Einnig má nefna málefni aldraðra, hvert viljum við stefna í þeim málaflokki, er þörf á að byggja hjúkrunarheimili og úthluta lóðum fyrir þá sem vilja minnka við? Kynslóðin sem er að vaxa úr grasi hvernig hlúum við að henni? Hvað má betur fara og eftir hverju eigum við að forgangsraða? Hvað er hægt að gera til að auka fjölbreytni í atvinnumálum? Lumar þú kannski á hugmyndum sem þú vilt koma á framfæri í þeim efnum?

Nýbúum hefur fjölgað mikið í okkar samfélagi á undanförnum árum, hvernig gengur þeim að fóta sig og hvað finnst þeim að betur meigi fara? Það er mikilvægt að þeirra rödd heyrist á þessu þingi sem og annarra íbúa Ísafjarðarbæjar. Með því að halda Íbúaþing í Ísafjarðarbæ er verið að leitast við að heyra og sjá hvaða framtíðarsýn við getum öll skapað sameiginlega. Niðurstöður og ábendingar mun nýtast mjög vel fyrir gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið allt.

Íbúaþing sem ætlað er að stuðla að aukinni þátttöku íbúanna í stefnumörkun og ákvarðanatöku hafa nýlega verið haldin hér á landi í nokkrum sveitarfélögum og hefur tekist mjög vel til s.s. á Akureyri, Akranesi, Fjarðarbyggð, Snæfellsbæ og í Garðabæ. Ég vil hvetja alla til að mæta og taka þátt með því að hafa skoðanir, þannig stuðlum við að auknu íbúalýðræði og betra samfélagi. Taktu þátt í að að mynda nýja sýn til framtíðar fyrir Ísafjarðarbæ næstkomandi laugardag.

Svanlaug Guðnadótir, bæjarfulltrúi.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli