Frétt

| 24.09.2001 | 16:11Felst lausnin í notkun pressugáma og minni brennslu yfir sumartímann?

Að langmestu leyti mun það vera vatnsgufa sem kemur frá Funa en einhver efni eru þar að auki.
Að langmestu leyti mun það vera vatnsgufa sem kemur frá Funa en einhver efni eru þar að auki.
„Ég hef undir höndum niðurstöður úr mælingum sem Hollustuvernd lætur gera við og við. Það eru alltaf einhver efni í þessu og þó að þau séu ekki nema lítið brot af því sem leyfilegt er, þá fylgir þessu alltaf einhver mengun“, sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, þegar ummæli Hermanns Þórðarsonar efnaverkfræðings varðandi reykjarmóðuna frá sorpbrennslunni Funa voru borin undir hann (sbr. frétt hér á vefnum sl. föstudag: Brennisteinssúr reykur en ekki „bara vatnsgufa“...).
Halldór bendir á, að þótt Funi sé fullkomnasta brennslan á landinu, þá hún ekki þriggja hreinsiþrepa stöð eins og tíðkast víða erlendis, heldur einungis með með vatnshreinsibúnaði, sem reyndar er mjög góð hreinsun á reyk. Askan er síðan flutt í burtu og urðuð utan við Klofning í Önundarfirði. „En þetta er ekki þriggja þrepa hreinsun og við ákveðnar veðurfarsaðstæður verður mistrið frá stöðinni mjög sýnilegt, einmitt vegna þess að það eru efni í reyknum. En þetta er að langmestu leyti vatnsgufa og við stöndumst allar mengunarkröfur sem gerðar eru og raunar margfalt betur en á mörgum öðrum stöðum á landinu.“

Að sögn Halldórs hefur ekki komið til tals í alvöru að bæta við hreinsiþrepum í stöðinni, þar sem kostnaðurinn við það væri geysimikill en mengunin við núverandi aðstæður langt innan marka. Hann segir að hins vegar sé ömurlegt að sjá reykjarmistrið frá stöðinni á góðviðrisdögum og kveðst hafa bent á annan möguleika sem e.t.v. væri rétt að huga betur að. Sá möguleiki felst í notkun pressugáma.

Pressað í slíka gáma verður sorpið einungis einn sjötti til einn áttundi af upphaflegu rúmmáli og síðan er hægt að geyma það um langa hríð áður en því er brennt. Þannig væri hægt að losna við að hafa stöðina í gangi yfir hásumarið og þegar staðviðri eru mest. Í staðinn væri mest brennt yfir veturinn, einmitt þegar meiri þörf er fyrir orkuna sem fæst frá stöðinni og notuð er til húshitunar á Ísafirði. Pressugámavæðing væri hins vegar kostnaðarsöm, að sögn Halldórs.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli