Frétt

Sigurður Sveinsson | 10.05.2005 | 11:18Stöldrum nú aðeins við Ísfirðingar

Sigurður Sveinsson.
Sigurður Sveinsson.
Að undanförnu hafa birst fréttir og fréttaskýringar í BB og bb.is af byggingu fyrirhugaðra snjóflóðavarna ofan Holtahverfis í Skutulsfirði. Birtar hafa verið vel unnar tölvugerðar myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum, sem blaðið hefur látið vinna, því af einhverjum ástæðum hafa hönnuðir mannvirkjanna og Ísafjarðarbær ekki viljað birta þær myndir, sem gerðar hafa verið af þessum mannvirkjum. Snjóflóðavarnir þessar hafa að undanförnu verið hannaðar í kjölfar hættumats, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur af einhverjum ástæðum séð ástæðu til þess að samþykkja athugasemdalaust fyrir nokkrum árum.

Það fór mjög um mig sem innfæddan Ísfirðing að sjá hvaða hugmyndir hafa verið undirbúnar til þess að verja Holtahverfið fyrir þeirri vá sem ýmsir sérfræðingar telja að stafi af hugsanlegum snjóflóðum úr Kubba. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að ég tel þessar varnir ekki í neinu samræmi við þá hættu sem af fjallinu stafar. Vegna þessara skoðana minna birtist við mig viðtal þar sem ég lýsti þessum skoðunum mínum. Þar rengdi ég heimildir um stærsta flóðið sem talið er hafa fallið úr Kubbanum. Við þau orð mín stend ég.

Í kjölfar viðtals við mig birtist grein eftir Hörpu Grímsdóttur forstöðumann Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Af grein hennar má skilja að það skipti ekki máli hvort fólk telji að umrætt flóð hafi fallið eða ekki. Mér þykja það einkennileg vísindi að ekki skipti máli hvort forsendur fyrir hönnun snjóflóðavarna eru réttar eða rangar. Sennilega hef ég ekki gengið nægilega lengi í skóla til þess að skilja það. Ég hef einnig talsverðar efasemdir um að flóð það, sem talað er um að fallið hafi á 7. áratug síðustu aldar, hafi í raun verið af þeirri stærð að kalla megi snjóflóð. Með fullri virðingu fyrir okkur sem búskap höfum stundað á Góustöðum þá verð ég að segja að ekki hefur á þeim tíma þurft miklar náttúruhamfarir til þess að brjóta tvo girðingarstaura hjá okkur. Það er ákveðinn ruglandi að nefna Góustaði í þessu sambandi því fólk heldur að þegar sá bær er nefndur hafi flóðin náð heim að bænum. Það er fjarri sanni. Tún Góustaða náðu upp í rætur Kubbans.

Þegar forsendur snjóflóðasérfræðinga eru skoðaðar kemur því í ljós að einu forsendurnar sem þeir hafa óhrekjanlegar er það flóð sem féll 1984. Það olli tjóni á húsi í Kjarrholti og einnig á bifreið sem stóð á Holtabraut. Það er fjarri mér að gera lítið úr því flóði. Það ber að taka af fyllstu alvöru. Við hljótum hinsvegar að gera þá kröfu til vísindamanna að þeir meðhöndli heimildir af varúð og varist að draga einhliða ályktanir af þeim sér í lagi ef til staðar eru efasemdir um að þær standist ekki eins og á við um þau flóð sem sagt er að fallið hafa og nefnd eru að hafi verið stærri en þau sem óyggjandi sannanir eru um að fallið hafa.

Hins vegar tel ég víst að flóðið sem féll 1984 hafi ekki átt upptök sín í Bröttuhlíð heldur í Hafrafellshálsi og við þá skoðun stend ég. Er því ástæða til þess að efast um enn eina af forsendum þeim sem notaðar eru fyrir hönnun þeirra mannvirkjanna í Kubbanum.

Í umfjöllun þeirra sérfræðinga, sem fjallað hafa um fyrirhugaðar framkvæmdir, hefur komið fram að töluverður hluti af forsendum sé huglægt mat sérfræðinga. Það er rétt að fólk átti sig á þýðingu þeirrar staðreyndar. Það eru því ekki nema að takmörkuðu leyti vísindalegar staðreyndir að baki hönnun þeirra gríðarlegu mannvirkja, sem talað er um að reisa í Kubbanum. Það hefur einnig komið fram að þvergarður sá sem reisa á ofan Stórholts kemur ekki í veg fyrir rýmingu húsa á því svæði. Þessa staðreynd verða menn einnig að hafa í huga. Því er von að einhver spyrji. Til hvers var þá af stað farið?

Snjóflóð hafa kallað miklar hörmungar yfir okkar nánasta umhverfi í gegnum tíðina. Mér þykir mjög leitt þegar látið er í það skína að þeir sem af einhverjum ástæðum efast um forsendur og snjóflóðavarna séu þar með þeirrar skoðunar að í lagi sé að skilja fólk eftir í lífshættu. Ekkert er fjarri mér og það er ekki ástæða þess að ég 84 ára gamall maðurinn hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu. Því miður urðu skipulagsyfirvöldum á mikil mistök í uppbyggingu ýmissa byggðarlaga á seinni hluta síðustu aldar. Þar fóru offari og ekki var hlustað á varnaðarorð þeirra er best þekktu til. Ég sjálfur man til dæmis eftir fólki á mínum aldri sem varaði við byggingu Teigahverfisins í Hnífsdal. Fyrir þau mistök höfum við mátt gjalda dýru verði. Nú þegar menn hafa ákveðið að verja byggð þar sem því verður við komið verðum við einnig að gæta að okkur og fara ekki offari. Okkur Íslendingum hættir svo gjarnan til að fara öfganna á milli. Við megum ekki gleyma því að það voru líka verkfræðingar, tæknifræðingar og ýmsir aðrir sérfræðingar sem ekki vildu hlusta á innfædda þegar byggð voru upp hverfi á snjóflóðahættusvæðum á síðustu öld.

Þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru ofan Holtahverfis munu hafa gríðarlega áhrif á ásýnd Skutulsfjarðar og einnig aðstæður þeirra sem næst þeim búa um fyrirsjáanlega framtíð. Slíkt er auðvitað ásættanlegt ef hægt er með þokkalega gildum rökum að réttlæta framkvæmdirnar. Svo er ekki í þessu tilfelli, því miður. Það særir mig afskaplega mikið þegar rætt er um framkvæmdir sem þessar á þeim nótum að þarna séu menn að draga til bæjarins mikið fjármagn og bærinn þurfi lítið að láta af hendi rakna. Ég vona að svo aumlega horfi ekki fyrir okkur að menn horfi á þetta mál útfrá peningalegum hagsmunum. Ég vona líka að allir bæjarfulltrúar horfi á náttúruna með augum heimamannsins þrátt fyrir að aðeins hluti þeirra sé hér upp alinn.

Ég tel fullkomlega óþarft að reisa þau miklu stoðvirki sem rætt er um í Bröttuhlíð. Ég tel hinsvegar ástæðu til þess að skoða öfgalaust hvort þörf er á gerð þvergarðs 10-12 metra að hæð ofan byggðar í Holtahverfi. Sá garður verður að verja byggð í Kjarrholti og Stórholti. Öllum hlýtur að vera ljóst að efni í þann garð verður að keyra að til þess að lágmarka umhverfisspjöll. Efni í þann garð megum við aldrei taka úr hlíðum Kubbans heldur verður að útvega það annars staðar frá. Við gerð hans verður einnig að huga að þeirri skógrækt sem á svæðinu er. Það er síðan grundvallaratriði í mínum huga að í verklok verði sú hlið garðsins er að hverfinu snýr tyrfð og þannig komið í veg fyrir aurburð á götur í hverfinu og moldrok eins og íbúar í Seljalandshverfi eru nú að upplifa og munu að óbreyttu þurfa að búa við næstu árin.

Íbúar í Holtahverfi hafa búið undir Kubbanum í þrjátíu ár án þess að telja sig þar í teljanlegri hættu. Íbúar á þessum slóðum áður fyrr töldu Kubbann ekki hættusvæði í líkingu við það sem nú er lýst í skýrslum sérfræðinga og fram kom í grein Hörpu Grímsdóttur. Ég trúi því og treysti að áður en hin endanlega ákvörðun verður tekin verði farið vandlega yfir forsendur, útreikninga og huglægt mat sérfræðinga. Ég geri einnig kröfu til þess að huglægt mat þeirra manna sem búið hafa og fylgst með náttúruöflum á þessu svæði mann fram af manni verði einnig metið einhvers. Tökum þann tíma sem við þurfum til þeirra hluta. Þær framkvæmdir sem þarna eru fyrirhugaðar verða ekki aftur teknar. Teigahverfið er hægt að jafna við jörðu en Kubbinn verður ekki samur verði mönnum á mistök.

Sigurður Sveinsson frá Góustöðum.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli