Frétt

bb.is | 09.05.2005 | 13:30Komið getur til rýmingu húsa í Holtahverfi þrátt fyrir varnarmannvirki

Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum framkvæmdum í Kubbanum.
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum framkvæmdum í Kubbanum.
Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands sem unnið hefur að snjóflóðahættumati fyrir Ísafjörð segir að þrátt fyrir að þvergarður sá sem hannaður hefur verið ofan byggðar í Holtahverfi muni rísa þá megi áfram gera ráð fyrir að til rýmingar geti komið í hverfinu. Hann segir að garðar þeir sem reistir hafa verið á Íslandi hafi síst verið of stórir. Aldrei hefur þurft að grípa til rýmingu húsa í Holtahverfi frá því að hverfið var byggt. Eins og kunnugt er hefur verið lögð fram tillaga að matsáætlun fyrir snjóflóðavarnir ofan Holtahverfis í Skutulsfirði. Gert er ráð fyrir gerð þvergarðs ofan fjölbýlishúsanna í Stórholti og einnig er gert ráð fyrir uppsetningu stoðvirkja í Bröttuhlíð sem eiga að verja Kjarrholt. Framkvæmdirnar munu hafa gríðarleg áhrif á útlit Kubbans og valda miklu raski á framkvæmdatímanum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um 500 milljónir króna, þar af þarf Ísafjarðarbær að greiða 50 milljónir.

Óhætt er að segja að umfang framkvæmdanna hafi komið flestum íbúum á Ísafirði á óvart og hafa ýmsir efast um réttmæti þeirra svo og þær forsendur sem unnið var eftir við hönnun þeirra. Sigurður Sveinsson á Góustöðum hefur meðal annars lýst efasemdum um snjóflóð sem getið er um í forsendum fyrir hönnun mannvirkjanna.

Einn þeirra sem unnu við gerð hættumats í Holtahverfi er Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann starfar meðal annars við snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Aðspurður segir Tómas að aldrei hafi verið gripið til rýmingar húsa í Holtahverfi frá því að hverfið var reist á áttunda áratug síðustu aldar en hins vegar hafi starfsmenn snjóflóðavaktarinnar nokkrum sinnum haft áhyggjur af svæðinu.

„Staðreyndin er nú sú að það kemur mjög sjaldan upp snjóflóðahætta á þessu svæði því hún skapast eingöngu í mikilli snjókomu í suðlægum áttum. Hins vegar standa hús þarna mjög nærri fjallinu og ef þarna hreyfir hinn minnsta snjófleka þá er hann kominn um leið niður að þeim húsum sem næst fjallinu standa. Þetta er því einn af þeim stöðum sem snjóflóðavaktin hugsar hvað fyrst til þegar snjóflóðahætta skapast. Í mikilli ofankomu geta hlutir verið fljótir að breytast. Flóðin sem sagnir eru um úr Kubbanum eru býsna löng þrátt fyrir að þau sem fallið hafa frá því að byggð reis þarna séu hálfgerðar spýjur. Hins vegar verða menn að hafa í huga að þar sem spýjur falla geta líka fallið meðalstór flóð og jafnvel stór flóð. Það þarf ekki mikið útaf að bregða til þess að það sem við köllum spýju breytist í flóð sem getur valdið algjöru uppnámi“, segir Tómas.

Eins og fram hefur komið eru flóðin sem heimildir eru fyrir á þessu svæði frekar lítil ef miðað er við snjóflóð á öðrum stöðum. Aðspurður hvort mannvirkin sem nú hafa verið hönnuð séu ekki mun stærri en þörf er á segir Tómas svo ekki vera. „Mannvirkin eru hönnuð í ljósi þeirra flóða sem sagnir eru um að hafi fallið þarna. Það er svo afstætt hvernig menn meta stærð mannvirkja. Í samanburði við hús eru mannvirki sem þessi tröllvaxin. Í samanburði við fjöllin sem flóðin renna úr eru þetta frekar smávaxin mannvirki. Það sést best þegar staðið er við mannvirkin á Flateyri annars vegar og hins vegar þegar uppá fjallið er komið. Mannvirkin á Flateyri eru ekki stór ofan af fjöllum séð. Það er besta sjónarhornið til þess að meta stærð mannvirkja af þessari gerð. Frá því að garðurinn var gerður á Flateyri hafa fallið á hann flóð sem benda til þess að hann sé síst of stór. Sömu sögu er að segja af garðinum fyrir ofan sorpbrennslustöðina Funa í Engidal“, segir Tómas.

Miklar veðurfarsupplýsingar eru til staðar langt aftur í tímann á Íslandi. Aðspurður hversu oft slíkar aðstæður hafa skapast að snjóflóðahætta hafi myndast í Holtahverfi segir Tómas það vara mun sjaldnar en til dæmis í Seljalandshlíðinni svo einhver samanburður sé nefndur. „Allra verstu aðstæður eru sennilega í Seljalandshlíðinni þar sem engin hús eru fyrir utan Seljalandsbæinn. Þar hafa oft fallið flóð í sjó fram. Síðan eru svæði þar sem eru hættulegar brekkur og snjóflóðahætta skapast þrátt fyrir að ekki sé til staðar hefðbundið gil. Þessar aðstæður eru til dæmis fyrir ofan Seljalandshverfið en þar falla flóð mjög sjaldan. Í Holtahverfinu er hins vegar ekki verið að gera ráð fyrir jafnþykkum brotfleka og fyrir ofan Seljalandshverfið. Það hafa fallið flóð á hús í Holtahverfinu og það tók einnig með sér bíl nokkra tugi metra. Okkur finnst því að þau flóð sem féllu á árunum í kringum 1980 séu ekki einstakur viðburður heldur geti slík flóð fallið aftur og þá hugsanlega mun stærri. Þannig eru okkar forsendur og þess vegna eru varnirnar hannaðar“, segir Tómas.

Eins og áður sagði eru þessar snjóflóðavarnir gríðarleg mannvirki sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á umhverfi. Það hefur líka komið fram að mjög sjaldgæft er að ofan Holtahverfis skapist snjóflóðahætta. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir rýmingum húsa sem valkosti í lögum um snjóflóðavarnir. Tómas segist ekki líta á það sem mistök að slíkur valkostur sé ekki fyrir hendi.

„Snjóflóð eru svo ofboðslega kraftmikil náttúrufyrirbrigði að rýmingar eru að mínu mati ekki ásættanlegur kostur. En þvergarðar eru ekki jafn örugg mannvirki og leiðigarðar. Við Kubbann var ekki hægt að koma við leiðigarði. Þar sem þvergarðar eru reistir geta því áfram skapast aðstæður til rýmingar húsa undir görðunum og þannig verður það í Holtahverfinu en trúlega ekki nema í allra verstu aðstæðum. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til með rýmingar í vetur t.d. í Hnífsdal þá getum við ekki treyst á slíkt því við verðum alltaf að gera ráð fyrir óvæntum atburðum“.

Tómas segir þá staðreynd, að hugsanlega geti komið til rýmingar húsa undir þvergörðum, hafa verið kynnta fyrir íbúum á svæðum þar sem varnir hafa verið reistar. „Fram til þessa hafa 11 flóð fallið á varnargarða á landinu. Smám saman skapast ákveðin reynsla af þeim sem hjálpar til í okkar störfum. Við höfum hins vegar ekki ennþá gripið til rýmingar húsa undir þeim görðum sem reistir hafa verið. Við gerum þó ráð fyrir því að til þess geti komið. Það er ekki útreiknanlegt eftir veðri, vindum og snjóalögum hversu stórt flóð getur fallið og hvernig það fellur. Því byggir hönnun svona mannvirkja á öðru mati en t.d. við hönnum brúarmannvirkja. Hér verða menn því að meta þessa hluti á huglægan hátt þannig að rökræða um þessi mál verður erfið. Það er erfitt að rökræða hvort garður á að vera 17 eða 18 metrar. Það verður á endanum huglægt mat hönnuða. Sagan hefur sannað að þessi garðar hafa ekki verið of stórir hingað til“, segir Tómas Jóhannesson.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli