Frétt

Jón Fanndal Þórðarson | 06.05.2005 | 09:29Við erum meðhöndluð sem fífl

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.
Við erum meðhöndluð eins og fífl sem ekki kunna að hræðast og gera sér ekki grein fyrir hættum. Það hefur verið búið á Ísafirði í 150 ár og engin gert sér grein fyrir þeirri hættu sem er að búa hér. Við héldum í fávisku okkar að fjöllin veittu okkur vernd og skáldin ortu fögur ljóð um dásemdir þess að hvíla í faðmi fjalla blárra. Við töldum okkur eins örugg í faðmi fjallanna eins og barn í faðmi móður. Svo komu „sérfræðingarnir að sunnan" og sögðu obb-obb-obb, hér megið þið ekki vera óvarin, fjöllin munu drepa ykkur fyrr eða síðar. Við höfðum verið svo vitlaus að við skynjuðum ekki hættuna sem stafaði af fjöllunum. Við vorum eins og börn, saklaus og grandalaus.

Athugasemdir við hættumat

Okkur er boðið að gera athugasemdir við hættumat en það er fyrirfram víst að ekkert verður farið eftir því sem við höfum til málanna að leggja. Ég undirritaður gerði athugasemd við fyrra hættumat í 12 liðum, ég fékk kurteislegt svar frá mínum fyrrum vinnustað, Veðurstofu Íslands, þar sem hver þessara 12 liða var tekinn fyrir og niðurstaðan var sú að ég hefði rangt fyrir mér í öllum liðunum 12.

Mér fannst ég vera eins og svertingi sem stæði frammi fyrir hvítum kviðdómi í Bandaríkjunum á fyrri helmingi síðustu aldar. Svertinginn átti engan séns. Enn er okkur boðið að gera athugasemdir við væntanlegan glæp í hlíðum Kubbanns. Það þýðir ekki að gera athugasemdir það verður ekki á okkur hlustað nú frekar en áður.

Siggi Sveins og Harpa Gríms

Hann Sigurður Sveinsson frá Góustöðum segir að forsendur hættumats í Holtahverfi séu rangar. Hann Siggi Sveins er öðru hvoru megin við áttrætt og hefur haft Kubbinn fyrir augunum allt sitt líf. Skyldi karlinn vera orðinn elliær eða eigum við að taka mark á honum. Ekki gera „sérfræðingarnir" það. Hann Siggi hefur bara hyggjuvitið og reynsluna sem ekki er hátt skrifað nú til dags enda sagði einn þekktur, fyrrum háskólarektor, sem ég hirði ekki um að nafngreina, þegar hann var settur inn í embætti rektors, að menn treystu allt of mikið á hyggjuvitið, menn ættu að treysta á bókvitið. Þessi ummæli rektors vöktu það mikla athygli á sínum tíma að um þetta var skrifað í blöð. En hvað er hyggjuvit, skyldi rektorinn hafa vitað það?

Hún Harpa Grímsdóttir, þessi gull falllega unga kona, forstöðumaður Snjóflóðasetursins telur sig hafa meir vit á þessum málum en Siggi Sveins, enda styðst hún við bókvitið en ekki hyggjuvitið eins og Siggi. Bókstafurinn blífur sagði Jón Hreggviðsson, hér er það bókvitið sem blífur. Nú ætla ég að vitna beint í Hörpu: „Áhætta af völdum snjóflóða á vissum svæðum í Holtahverfi er óviðunandi og við þvi þarf að bregðast þó slæmt sé að raska jafn fögru umhverfi og við búum í á Ísafirði."

Þakka þér fyrir að viðurkenna það að við búum í fögru umhverfi en við viljum áfram búa í fögru umhverfi. Annars var það gott að þú komst til að benda okkur á hvað hættulegt það er að búa í Holtahverfinu! Þeir Holthverfingar hafa alltaf sofið vært og ekki gert sér grein fyrir hættunni fyrr en þú komst og bentir þeim á það og svo er það hann Siggi Sveins sem segir að ekkert sé að óttast.

Milljarðurinn

Ef skemmdarverkin á Kubbnum ná fram að ganga eins og bæjarstjórinn óskar eindregið eftir, sbr. viðtal hans í sjónvarpi fyrir skömmu, þá verða þegar komnar í þessi spjöll yfir milljarður og bæjarsjóður búinn að punga út yfir eitt hundrað miljónum úr galtómum bæjarsjóði. Þá verður ekki hægt að taka skammtímalán til að borga upp langtímalán eins og virðist hafa verið gert. (Flest vitiborið fólk tekur langtímalán til að borga upp skammtímalán en ekki öfugt.) Nú þarf að nota skammtímalánin til að fjármagna skemmdarverkin og þá verður ekki hægt að grynnka á langtímalánunum með skammtímalánunum!

Skyldi vera hægt að fá framlag úr Ofanflóðasjóði eða einhverjum öðrum sjóði til atvinnuuppbyggingar á svæðinu, þó ekki væri nema einn til tveir milljarðar? Hvernig væri að bæjarstjórnin kannaði það? Það er verðugt verkefni.

Hvar er okkur óhætt að vera?

Já, hvar er okkur óhætt að vera? Svarið okkur nú „sérfræðingar"! Skv. ykkar hættumati er hvergi óhætt að vera allt frá Grænagarði út í Krók, ef ekki af völdum snjóflóða þá af völdum skriðufalla og grjóthruns, jafnvel Gleiðihjallinn gæti sprungið fram í einu lagi og er ekki Óshlíðin að hruni komin? Hvað gleikkar sprungan í henni um marga sentimetra á öld? Ekki er okkur óhætt á Eyrinni því ef snjóflóð kæmi úr Kirkjubólshlíðinni í Sundin mundi það valda flóðbylgju sem sópa myndi húsunum á Eyrinni upp í hlíð eða út á sjó. Ekki er okkur óhætt í Hnífsdal, nánast öll byggð þar er afskrifuð.

Ekki þýddi að flytja á Eyrarbakka, Stokkseyri eða Þorlákshöfn. Þar er verið að undirbúa brottflutning allra íbúana vegna hugsanlegrar flóðbylgju sem gæti skollið á þessa staði ef gos yrði í Mýrdalsjökli. Haft er eftir jarðeðlisfræðingi að Selfoss sé byggður á sprungusvæði og gæti sokkið með manni og mús ef snarpur jarðskjálfti riði yfir og sprungur myndu opnast eða gleikka. Sama er að segja um Hellu og Hvolsvöll eins og sannaðist í síðasta skjálfta og Vík í Mýrdal er einn hættulegasti staður á landinu. Ekki þýðir að tala um Vestmannaeyjar þar sem gos gæti hafist undir löppunum á manni hvenær sem er og svo er Reykjavík byggð á eldvirkasta svæði landsins. Ég vona að ég veki ekki ótta hjá neinum sem býr á þessum stöðum. Ég er ekki að skálda þetta upp, þetta eru allt hættur sem hinir margnefndu „sérfræðingar" hafa varað við og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.

Að lokum

Í fyrsta lagi skora ég enn og aftur á sem flesta velunnara Ísafjarðar að koma í veg fyrir þessi áform. Sama er mér hvaða aðferð verði notuð til þess en þetta má ekki ske. Ég skora einnig á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að stoppa þessa vitfirringu, það er í hennar valdi, og veita aldrei samþykki sitt fyrir framkvæmdinni né neinni annarri í þessu líki. Ef hún gerir það ekki mun hennar skömm verða uppi meðan land byggist og hennar verða minnst sem þeirrar bæjarstjórnar sem eyðilagði umhverfi Ísafjarðar fyrir peninga.

Við sérfræðingana vil ég segja þetta: Notið ekki Ísafjörð sem tilraunadýr. Við munum aldrei líða það. Náttúrufegurð Ísafjarðar er slík að ekki má fórna henni til þess að eitthvert austurríkst reiknilíkan geti sannað gildi sitt. Játið mistökin og vitleysuna, biðjið íbúa Ísafjarðar afsökunar og hættið við þetta. Þá yrðuð þið menn að meiri.

5. maí 2005.
Jón Fanndal.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli