Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 04.05.2005 | 14:59Straumhvörf í íslenskum stjórnmálum

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Ákvörðun þingmanna Framsóknarflokksins um upplýsingagjöf þeirra til almennings mun valda straumhvörfum. Til þessa hefur verið litið svo á að þingmaður sé aldrei vanhæfur í störfum sínum, utan þess að í þingsköpum er þingmanni meinað að greiða atkvæði um fjárveitingu til sjálfs sín. Rökin fyrir þessari afstöðu eru einkum að þingmaður sækir umboð sitt til almennings með Alþingiskosingum. Nú hafa þingmenn Framsóknarflokksins ákveðið í því skyni að auka gagnsæi í íslenskum stjórnmálum að upplýsa um þau tengsl sem hugsanlega geta haft áhrif á störf þingmanna. Veittar eru upplýsingar um eign þingmanns og eftir atvikum maka hans í atvinnufyrirtækjum, aðild að atvinnustarfsemi, önnur störf, boðsferðir og gjafir.

Ákvörðun þingmanna Framsóknarflokksins er grundvölluð á því að um árekstra geti verið að ræða í störfum þingmanns milli hans hagsmuna og almannahagsmuna og það er stefnubreytingin. Upplýsingar eru veittar til þess að skýra stöðu þingmanns. Að settum þessum reglum verður það í valdi hvers þingmanns hvort hann telji aðstöðu sína í máli slíka að hagsmunir hans geri hann ótrúverðugan og þá hvernig hann bregst við slíkri aðstöðu. En almenningur hefur upplýsingarnar og mun að sjálfsögðu leggja sitt mat á aðstöðuna og þingmaðurinn og flokkur hans hlýtur að taka mið af því. Að því mun koma að bent verður á tiltekin tengsl og sagt að þau séu óeðlileg og þá verða menn að svara því hvernig á að bregðast við, á þingmaðurinn að víkja í því máli? Framhaldið hlýtur að verða að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi setji reglur eða löggjöf um hæfi og vanhæfi alþingismanna þar sem þessari spurningu verður svarað. Það er óhjákvæmilegt og felst í viðurkenningunni á upplýsingagjöfnni.

Frumkvæðið nauðsynlegt

Frumkvæði framsóknarmanna í þessu máli er lykilatriðið. Án þess hefði ekkert gerst. Sumir flokkar hafa lengi talað um að setja þurfi reglur en það hefur látið á sér standa að hefja verkið þar sem auðveldast er, í eigin garði. Nú munu flokkarnir eða þingmenn þeirra koma hver af öðrum og veita opinberlega sambærilegar upplýsingar og framsóknarþingmenn hafa veitt. Það má rifja upp af þessu tilefni að Framsóknarmaðurinn Þórarinn Þórarinsson varð fyrstur til þess að hreyfa því á Alþingi að setja reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda, þegar hann flutti þingsályktunartillögu um málið ásamt fleirum veturinn 1969 -70.

Áfram frumkvæði framsóknar

Nauðsynlegt er að framsóknarflokkurinn haldi frumkvæðinu. Næsta skref gæti verið að setja reglur um störf ráðherra flokksins. Þau eru annars eðlis en alþingismanna, ráðherrar fara með framkvæmdavald. Um þá gilda stjórnsýslulög, en þó ekki að öllu leyti. Stjórnsýslulög gilda ekki t.d. um setningu reglugerða eða annarra stjórnvaldsfyrirmæla og auk þess hygg ég að þau lög gildi ekki um ýmis störf ráðherra sem ekki beint heyra undir ráðuneyti hans. T.d. störf í ráðherrahópi sem á að leiða tiltekið mál til lykta eða ná pólitískri niðurstöðu. Ég tel eðlilegt að huga að reglum um slík störf, sem flokkurinn eða þingflokkurinn setti sér og hafa sama tilgang og reglur þær sem þingmenn hafa sett sér.

Sama gildir um fjármál flokkanna. Það mun lítið sem ekkert gerast í því að veita almenningi upplýsingar um þau mál nema tekið sé frumkvæði. Framsóknarflokkurinn á að mínu mati að gera það og upplýsa um fjármál sín. Byrja á því að veita upplýsingar um heildarkostnað og fjármögnun við kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Traust almennings á stjórnmálaflokkunum og stjórnmálamönnunum er skv. könnunum ekki mikið og engir eiga eins mikið undir því að endurheimta það traust og stjórnmálamennirnir sjálfir. Það fer vel á því að elsti starfandi flokkur landsins, Framsóknarflokkurinn, fari þar í forystu.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli