Frétt

| 14.04.2000 | 10:48Slæm samviska rekstrarstjóra

Jónas Ólafsson.
Jónas Ólafsson.
Jónas Ólafsson, fyrrum sveitarstjóri á Þingeyri hafði samband við blaðið vegna fréttar hér á vefnum í gær þar sem rætt var við Guðmund Kristjánsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði um snjómokstur á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Jónas óskaði eftir því að eftirfarandi kæmi fram:
,,Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði veit nákvæmlega um hvað er verið að tala þegar sagt er um þá yfirmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði að þeir svari með útúrsnúningi, gríni og oft á tíðum dónaskap og Guðmundur veit manna best hvaða persóna fer þar fremst í flokki. Guðmundur fer með staðlausa stafi þar sem hann segir að það sé vani að opna Hrafnseyrarheiðina vel eftir miðjan apríl. Hún hefur oft verið opnuð fyrr og hægt er að fá það staðfest.

Ég held að Guðmundur ætti að kynna sér hjá ökumanni snjóbílsins og íbúunum sem nota þessa þjónustu við hvaða vandamál er að eiga nú eftir að snjór minnkaði, en bílstjórinn tjáði mér að hann ætti orðið í vandræðum Arnarfjarðar megin. Hér er því ekki verið að tala um háheiðina.

Um þá fullyrðingu að snjórinn sé enn mjög frosinn er ekki hægt annað en að brosa því þá er þetta eini snjórinn á landinu sem virðist vera til trafala fyrir þau tæki sem ætluð eru til moksturs í dag. Má í því sambandi nefna að búið er að opna Hellisheiði eystri fyrir um það bil viku og liggur hún í 700 metra hæð og var snjórinn þar ekki til vandræða. Fróðlegt er að bera saman viðhorf austfirskra vegagerðarmanna til þessara mála, en þeir svöruðu því til þegar þeir opnuðu Hellisheiði eystri, að það væri ekki nema sjálfsagt að opna heiðina sem fyrst og létta fólkinu lífið sem býr við þessar aðstæður.

Í geðvonsku sinni kemur Guðmundur upp um sig og sín viðhorf og nefnir einmitt það sem ég var að kvarta um þegar hann segir: ,,Það er vaninn að opna þessa leið ekki fyrr en vel eftir miðjan apríl, - en það er ekkert á dagskrá strax."

Það virðist engu máli skipta hvort tíð er góð, hvort snjór er lítill eða ekki. Það skal bara ekki opnað fyrr en yfirmönnum Vegagerðarinnar á Ísafirði þóknast. Hvort þetta geti hugsanlega komið einhverjum að gagni eða létt íbúunum lífið hér vestra, skiptir þessa menn engu máli.

Kjarninn í þessu máli er sá að Vegagerðin breyti viðhorfi sínu gagnvart íbúum þessa svæðis og fari að vinna með þeim en ekki á móti. Vegagerðin er þjónustufyrirtæki og það hlýtur að vera metnaðarmál þeirra sem þar ráða ríkjum að þjónusta þá sem best. Vanti snjómokstursreglur fyrir þetta svæði, þá hljóta yfirmenn Vegagerðarinnar að beita sér fyrir því í samráði við þá aðila er það varða. Treysti þeir sér ekki til þess eiga þeir að snúa sér að einhverju öðru."
Jónas Ólafsson.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli