Frétt

| 21.09.2001 | 18:13Sýknaður af ákæru fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur sendibíls

Einar Ásgeir Ásgeirsson, eigandi og verslunarstjóri í Kjöti og fiski á Patreksfirði, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af ákæru fyrir akstur án bílbeltis. Sýslumaðurinn á Patreksfirði bauð Einari að ljúka málinu með greiðslu sektar en hann hafnaði því. Einar var beltislaus við akstur á sendibifreið verslunarinnar og taldi að undanþáguákvæði ætti við í þessu tilviki. Ákæruvaldið höfðaði opinbert mál og krafðist þess að hann yrði dæmdur til refsingar. Héraðsdómur Vestfjarða féllst á sjónarmið Einars. Dómurinn fer hér á eftir í heild:
Ár 2001, föstudaginn 21. september, er dómþing Héraðsdóms Vestfjarða sett í dómsal að Hafnarstræti 1, Ísafirði og háð þar af Erlingi Sigtryggssyni, dómstjóra.

Fyrir er tekið:
Mál nr. S-95/2001:
Ákæruvaldið gegn Einari Ásgeiri Ásgeirssyni.

Er nú kveðinn upp í málinu svohljóðandi

dómur:

Mál þetta, sem var dómtekið 12. september sl., að undangengnum munnlegum málflutningi, hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði höfðað hér fyrir dómi 9. apríl 2001, með ákæru á hendur Einari Ásgeiri Ásgeirssyni, kt. 030669-5099, Aðalstræti 23, Patreksfirði,

„fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. nóvember 1999 ekið bifreiðinni RY 998, án þess að nota öryggisbelti, frá versluninni Geirseyrarbúð við Aðalstræti 73, Patreksfirði, áleiðis norður Aðalstræti, þangað til bifreiðin var stöðvuð á móts við hús nr. 51 við Aðalstræti. Telst þetta varða við 1. mgr. 71. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærður verði dæmdur til refsingar.“

Lögreglan á Patreksfirði stöðvaði för ákærða þann 8. nóvember 1999, kl. 15:00 á móts við hús númer 51 við Aðalstræti. Ákærði notaði þá ekki öryggisbelti við akstur. Skýrði hann lögreglu frá því að hann teldi sig ekki þurfa að nota slíkt belti, þar sem hann væri á sendibifreið. Hann kvaðst vera að koma frá Geirseyrarbúð við Aðalstræti 73 á leið í verslunina Kjöt og fisk við Strandgötu 5. Sýslumaðurinn á Patreksfirði bauð ákærða að ljúka málinu með greiðslu sektar, en því neitaði ákærði.

Samkvæmt 1. mgr. 71. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 20. gr. laga nr. 44/1993, skal hver sá sem notar sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti, nota beltið þegar bifreiðin er á ferð. Samkvæmt 4. mgr. sömu gr. getur dómsmálaráðherra sett reglur um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað við sérstakan akstur. Samkvæmt a. lið 2. gr. reglugerðar nr. 204/1993 um undanþágu frá notkun öryggisbeltis, er ekki skylt að nota öryggisbelti við akstur í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og hlutaðeigandi þarf að fara úr og í bifreiðina með stuttu millibili.

Ákærði ók í umrætt sinn bifreiðinni RY 889, sendibifreið af Toyota gerð, í eigu Kjöts og fisks ehf. á Patreksfirði. Er ekki öðru haldið fram í málinu en að það hafi verið liður í atvinnu ákærða að aka bifreiðinni.

Hámarkshraði á Aðalstræti á Patreksfirði er 35 km./klst. Reglugerðin greinir ekki frá því hvað teljist lítill hraði samkvæmt ákvæði hennar. Dómurinn telur 35 km/klst. almennt vera lítinn aksturshraða á bifreiðum.

Ákærði kveðst hafa verið að koma frá því að flytja vörur í Geirseyrarbúð og verið á leið þaðan að verslun Kjöts og fisks við Strandgötu. Samkvæmt ágiskun Sveins Ólafssonar lögreglumanns hér fyrir dómi er vegalengdin milli þessara staða innan við einn kílómetra. Ekki liggur fyrir mæling á vegalengdinni, en þegar litið er til álits Sveins, sem er afar vel kunnugur staðháttum og eftir mati dómsins á því hvað almennt teljist stutt millibil í ferðalagi á bifreið þar sem hraði er jafnan lítill, þurfti ákærði að fara í og úr bifreiðinni með stuttu millibili í þetta sinn, en ekki er greint í nefndri reglugerð hvað þar sé átt við með stuttu millibili.

Samkvæmt ofansögðu verður að líta svo á að undanþága reglugerðarinnar hafi átt við um akstur ákærða í þetta sinn. Verður hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Þorbjörns Árnasonar, hdl., 100.000 kr.

Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri.

Dómsorð:

Ákærði, Einar Ásgeir Ásgeirsson, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Þorbjörns Árnasonar, hdl., 100.000 kr.

Erlingur Sigtryggsson

Dómurinn er kveðinn upp að dómfellda fjarstöddum. Verjanda hans var gert aðvart. Fyrir ákæruvaldið sækir þing Un

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli