Frétt

| 21.09.2001 | 16:05Brennisteinssúr reykur en ekki „bara vatnsgufa“ eins og sagt hefur verið

Séð frá Suðurtanga á Skutulsfjarðareyri inn til Engidals, Kubba og Holtahverfis snemma í dag. Reykjarmóðan liggur eins og gráblá slæða í kyrrðinni.
Séð frá Suðurtanga á Skutulsfjarðareyri inn til Engidals, Kubba og Holtahverfis snemma í dag. Reykjarmóðan liggur eins og gráblá slæða í kyrrðinni.
„Nei, ég myndi orða það svo að þetta sé skaðlítið. Ég þori hreinlega ekki að segja að þetta sé skaðlaust“, segir Hermann Þórðarson, efnaverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun, aðspurður um reykjarmistrið frá Sorpbrennslunni Funa í Engidal við Skutulsfjörð sem legið hefur í lofti í kyrrðinni í gær og dag. Hermann var í dag ásamt öðrum sérfræðingi frá Iðntæknistofnun við árlegar mælingar og sýnatökur í Funa á vegum Hollustuverndar ríkisins. Að áliti Hermanns er hér að líkindum m.a. um brennisteinssúrt gas að ræða sem veldur hinum bláa lit á reyknum. Þessar upplýsingar sérfræðingsins koma verulega á óvart.
Á liðnum árum hafa þau svör jafnan verið gefin, þegar spurt hefur verið um blágrátt reykjarmistrið frá Funa, sem í kyrru veðri liggur yfir Engidal og teygir sig út með Kirkjubólshlíð og yfir í Holtahverfi, að þetta sé „bara vatnsgufa“. Hermann segir svo ekki vera. „Nei, þetta alls ekki bara vatnsgufa. Þetta er vatnshreinsaður reykur. Með þeim hætti hreinsast ágætlega úr honum ryk og ýmis efni þó að ekki hreinsist úr honum allar gastegundir“, segir hann.

Hermann segir að stöðin sé í sjálfu sér mjög góð en staðarvalið hafi aftur á móti verið óheppilegt. „Þetta er prýðileg stöð og hefur gegnum tíðina uppfyllt mjög vel gildandi útblástursmengunarkröfur enda er hún með vothreinsibúnað. Ég held að segja megi að þetta sé besta stöð á landinu hvað það varðar. Hér í stöðinni er líka mikill vilji til að hafa hlutina í sem allra bestu lagi. Hins vegar er hún ekki vel staðsett. Hún er hér inni í djúpum dal og landslagið er þannig að hitahvörf eru að líkindum tiltölulega algeng hér fyrir ofan. Þau leggjast eins og lok hérna yfir og koma í veg fyrir lóðrétt loftskipti. Þó að reykurinn sé prýðilega hreinn, þá fer hann einfaldlega ekki. Ég býst þó við að þetta sjáist meira en það er í raun“, segir hann.

„Væntanlega er hér um einhvers konar úðamyndun að ræða. Þetta er auðvitað súr reykur en frá allri brennslu af þessu tagi og sérstaklega frá olíubrennslu kemur brennisteinssúr reykur. Ég hygg að þessi blámi sem við sjáum sé þannig til kominn að brennisteinssýran myndi örsmáa og stöðuga dropa stöðuga í loftinu sem eru svo fínir að þetta er nánast eins og gas. Þetta er mín ágiskun varðandi þennan bláa reyk sem safnast hér fyrir þegar loftið er svona kyrrt“, segir Hermann Þórðarson.

Varðandi frárennsli frá vothreinsibúnaðinum segir Hermann að stöðin uppfylli þokkalega gildandi kröfur. Hann segir hins vegar að í starfsleyfi Funa séu mengunarmörk strangari en t.d. reglur sem Evrópusambandið setur. Hermann telur að þessi mörk séu of ströng og ástæða sé til að endurskoða þau og miða frekar við gildandi Evrópustaðla.

Sérfræðingar Iðntæknistofnunar, sem annast mælingar og sýnatökur í Funa á vegum Hollustuverndar ríkisins, eru óháðir og óvilhallir rannsóknamenn. Hlutverk þeirra er að afla hlutlausra upplýsinga um ástandið.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli