Frétt

bb.is | 03.05.2005 | 06:40Gerð altaristöflu í Ísafjarðarkirkju í undirbúningi

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja.
Sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju undirbýr nú gerð altaristöflu fyrir Ísafjarðarkirkju. Sérstök valnefnd sem sett hefur verið á fót hefur valið fjóra listamenn sem skila eiga hugmyndum sínum í haust. Nefndin áætlar að ljúka störfum 1. nóvember en ekki er ljóst hvenær búast má við að altaristafla verði komin í kirkjuna.

Í ár eru liðin tíu ár frá því að Ísafjarðarkirkja var vígð. Í henni hefur þó ekki enn verið komið fyrir altaristöflu og segir Magnús Erlingsson sóknarprestur að frá byggingu kirkjunnar hafi arkitekt hennar og heimamenn á Ísafirði látið sig dreyma um að fá glæsilega altaristöflu á hinn stóra kórvegg kirkjunnar. Fyrir skömmu var ákveðið að vinna að málinu og var í kjölfarið skipuð sérstök valnefnd. Í nefndinni eru Helga Friðriksdóttir, Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt kirkjunnar, Kristján G. Jóakimsson, Jón Sigurpálsson og Magnús Erlingsson. Nefndin tók þá ákvörðun að velja fjóra listamenn sem boðið var að senda inn tillögur. Verða nöfn þeirra kunngjörð á uppstigningardag.

Magnús segir gerð altaristöflu mikið vandaverk því vekja þurfi hjá hinum almenna kirkjugesti hugrenningar um lífið og Guð, hvað það er að lifa hér á jörðu fyrir augliti Guðs. Hann segir að altaristafla megi ekki vera of yfirþyrmandi eða uppfull af óróleika þannig að hún taki athygli frá helgihaldi en hins vegar megi hún vera bæði í senn ögrandi og margræð þannig að hún gefi tilefni til túlkunar.

Valnefndin ákvað að biðja listamennina að gera tillögur út frá tveimur grunnstefum, vatninu og ljósinu. Magnús segir bæði stefin biblíuleg auk þess að eiga sterka skírskotun í daglegt líf Vestfirðinga og sögu þeirra.

Listmennirnir eiga að skila inn tillögum sínum fyrir 1. október í haust og skulu þeir gera grein fyrir hugmyndum sínum bæði í orðum og á myndrænan hátt til dæmis í formi teikninga eða módels. Magnús segir að gerð skuli nákvæm grein fyrir því hvernig viðkomandi ætlar sér að vinna verkið, hvaða efnivið hann hyggst nota og svo framvegis. Kostnaðaráætlun þurfi einnig að fylgja með þar sem gerð er grein fyrir öllum helstu kostnaðarliðum allt þar til verkið er frágengið. Valnefnd stefnir á að ljúka störfum 1. nóvember 2005.

Að sögn Magnúsar mun sóknarnefnd greiða listamönnunum sem taka þátt í samkeppninni 300.000 krónur fyrir vinnu sína og framlagðar hugmyndir. Enn fremur greiðir sóknarnefndin flugfar fyrir viðkomandi listamann milli Ísafjarðar og Reykjavíkur en æskilegt er að þátttakendur hafi skoðað Ísafjarðarkirkju áður en þeir vinna sínar tillögur. Þá áskilur sóknarnefndin sér rétt til að ganga til samninga við þann listamann, sem hún kýs, eða hafna hugmyndum þeirra allra.

Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið efnt til opinnar samkeppni um verkið segir Magnús það hafa verið af fjárhagslegum ástæðum. Opin samkeppni sé mjög dýr í framkvæmd. Hann segir að nefndin hefði einnig hafa getað valið einn listamann til verksins en niðurstaðan hafi orðið sú að velja fjóra. Magnús segir með öllu óvíst hvenær hægt verði að koma nýrri altaristöflu fyrir í kirkjunni. Það muni að sjálfsögðu fara eftir því hvaða verk verður valið og hversu fjárfrekt verkefnið verður. Hann segir að verkið muni að sjálfsögðu ráðast af þeim fjármunum sem tekst að afla til verksins. Þó verði ekki unnið að uppsetningu slíks verks nema utan þriggja hátíða kirkjunnar, þ.e.a.s. frá 17. júní til loka nóvember. Hvort að það takist strax á næsta ári sé of snemmt að spá um í dag.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli