Frétt

| 21.09.2001 | 10:45„Brimróður“ í blæjalogni á sléttum sjó

Síðustu áratökin hjá Ólínum og sveit Svanhildar Garðarsdóttur. Kajakmaðurinn á myndinni virðist hafa átt árum fjör að launa þegar kvenþjóðin kom brunandi.
Síðustu áratökin hjá Ólínum og sveit Svanhildar Garðarsdóttur. Kajakmaðurinn á myndinni virðist hafa átt árum fjör að launa þegar kvenþjóðin kom brunandi.
Í kvennaflokki í kappróðri Menntaskólans á Ísafirði á Pollinum í logninu í gær sigraði áhöfn sem nefndi sig Ólínurnar. Þar var um kennara að ræða en formaður á bátnum var Ólína Þorvarðardóttir, sem einnig situr við stýrið á skólanum sjálfum. Afar mjótt var á munum og tvær áhafnir stúlkna voru aðeins tveimur sekúndum og tveimur og hálfri sekúndu lengur en Ólínurnar að róa spölinn úr bótinni við bensínstöðina og inn að skóla. Fimm áhafnir kepptu í róðrinum; auk kvenkennaranna voru fjórar áhafnir nemenda, tvær af hvoru kyni. Karlasveitin sem sigraði (hún nefndist reyndar Sigursveitin) var aðeins með sekúndubroti betri tíma en áhöfn Ólínu.
Á dögum Þuríðar formanns, sem reri tugi vertíða við Suðurland, hefði það verið saga til næsta bæjar að kvenfólk væri í meirihluta í verinu. Hvað sem því líður, þá reru hásetar beggja kynja knálega í gær en þó sýnu síst önnur karlasveitin. Skýringin virðist nærtæk: Þetta var sveit vélstjórnarnema og líklega búast þeir ekki við að þurfa að nota árarnar mikið... Kennarasveit kvennanna vakti einkum athygli fyrir það hversu samtaka hásetarnir voru enda var stjórnin markviss af hálfu formannsins.

Keppt var á þeim tveimur sexæringum sem til reiðu eru til þeirra hluta. Tvær kvennasveitir kepptu sín í milli og karlasveitirnar tvær. Til þess að kvennasveitin sem stóð á stöku þyrfti ekki að róa ein, þá reri karlasveit með henni og veitti ræðurunum keppni og hvatningu.

Áður en lagt var í róðurinn las Ólína formaður sjóferðabæn að hætti feðranna. Enda var keppni þessi ekki einungis til gamans heldur einnig til þess að efla tengslin við liðna tíma og horfna atvinnuhætti íslensku þjóðarinnar. Reyndar var ekki venja manna á fyrri tíð að róa að jafnaði eins ákaflega og gert var í gær heldur einungis í brimróðrinum svonefnda. Sennilega hefði fólki liðinna alda þótt einkennilegt hátterni að róa lífróður eða brimróður í blæjalogni eins og gert var á Ísafirði í gær.

Kvennasveitina sem sigraði, Ólínurnar, skipuðu Ólína Þorvarðardóttir formaður og hásetarnir Agnes Karlsdóttir, Friðgerður Ómarsdóttir (faðir hennar er reyndar formaður á togaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS), Guðlaug Sverrisdóttir, Helga Bára Bragadóttir, Ingibjörg Ingadóttir og Sveinfríður Högnadóttir. Varamaður var Guðný Ísleifsdóttir, sem tók þátt í æfingum og var tilbúin að hlaupa í skarðið ef einhver hefði forfallast.

Úrslit í kvennaflokki:

1. Ólínurnar – 1 mín. 46,2 sek.
2. Sveit Söru Sturludóttur (Thundergirls) – 1 mín. 48,2 sek.
3. Sveit Svanhildar Garðarsdóttur – 1 mín. 48,7 sek.

Úrslit í karlaflokki:

1. Sigursveitin (formaður Rakel Guðbjörg Magnúsdóttir) – 1 mín. 45,9 sek.
2. Sveit vélstjórnarnema (formaður Orri Hjaltason) – 1 mín. 58,2 sek.

Það skal tekið fram, að allir hásetar (ræðarar) í „Sigursveitinni“ voru karlar og forystumaður þeirra var Sigurður Nathan Jóhannesson. Þeir fengu hins vegar stúlku til að stýra bátnum, eins og heimilt var. Þeir töldu, og árangurinn staðfesti það, að heillavænlegt væri að hafa eitthvað sérlega fallegt til að horfa á við róðurinn.

Að kappróðri loknum sýndu nemendur í kajakáfanga Menntaskólans á Ísafirði listir sínar. Kennslu í þessari sérstæðu námsgrein (a.m.k. í íslenskum menntaskóla) hafa með höndum þeir Halldór Sveinbjörnsson og Hermann Níelsson.

Sjá einnig:
Skrudda (t.h. á forsíðunni) - Sex-æringur.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli