Frétt

mbl.is | 02.05.2005 | 08:04Idol-stjarnan Heiða kom inn á síðustu stundu og söng til sigurs: Glæður eftir Trausta Bjarnason í fyrsta sæti

Hápunktur Sæluviku Skagfirðinga var að vanda síðastliðið föstudagskvöld þegar dægurlagakeppni Sauðárkróks fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og var troðfullt út úr dyrum. Það var síðasta lagið sem flutt var er reyndist sigurlagið, Glæður, í frábærum flutningi Idol-stjörnunnar Heiðu. Höfundar þess kalla sig Brand en höfundur lags er Trausti Bjarnason og textans Ragnheiður Bjarnadóttir frá Reykjavík. Í prentaðri kynningu kom fram að söngvari lagsins væri Guðrún Árný Karlsdóttir, en hún forfallaðist og kom Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idol-keppninni, að mánu með mjög skömmum fyrirvara og flutti þetta ágæta lag til sigurs.

Trausti Bjarnason, höfundur verðlaunalagsins, sagðist koma frá Reykjavík, en þau Ragnheiður, höfundur texta, væru Vestfirðingar í húð og hár og var hann að vonum ánægður að leikslokum með veglega ávísun í verðlaun auk annarra smærri viðurkenninga. Sagði Trausti að þetta hefði verið mjög ánægjulegt kvöld, hann sagðist vissulega hafa verið nokkuð í því að semja lög en þetta væri í fyrsta sinn sem hann tæki þátt í keppni sem þessari. Hann sagði aðbúnað og umgjörð alla um keppnina frábæra og taldi að vart yrði á betra kosið. Vissulega hefði staðan verið í nokkru uppnámi þegar flytjandinn Guðrún Árný hefði forfallast vegna barnsburðar allnokkru fyrr en gert var ráð fyrir, en með aðstoð Heiðu, sem kom til liðs við þau Ragnheiði með mjög skömmum fyrirvara, hafi þetta gengið upp.

Trausti sagði ljóst að lögin hefðu öll verið góð og því hörð keppni, en þetta yrði sér ánægjuleg hvatning til frekari tónsmíða og hugsanlegrar útgáfu.

Í öðru sætinu var lagið Lófaeiður eftir Sigurpál Aðalsteinsson og Magnús Þór Sigmundsson í flutningi Helgu Möller, og í þriðja sæti lagið Kominn aftur, en lag og texti er eftir Stein Kárason en flytjandi var Kristján Gíslason.

Undanfarinn áratug hefur Kvenfélag Sauðárkróks haldið þessa hátíð, en nú töldu þær kvenfélagskonur að keppnin væri orðin föst í sessi og því eðlilegt að þær eftirlétu öðrum að halda merkinu á lofti. Fjórir athafnamenn á Sauðárkróki, þeir Sigurpáll Aðalsteinsson, Kristján Kristjánsson, Ellert H. Jóhannsson og Magnús Svavarsson, tóku þá við keflinu og er ljóst að ekkert verður gefið eftir, því að keppnin var ein sú glæsilegasta fram til þessa, lögin tíu sem komust í úrslitakeppnina hvert öðru betra, flutningur söngvara og hljóðfæraleikara ágætur og áheyrendur aldrei fleiri.

Hljómsveitin Spútnik lék undir í flutningi allra laganna, en auk þess komu auka hljóðfæraleikarar og dansarar við sögu í flutningi nokkurra af lögunum.

Kynnar voru þeir Gunnar Rögnvaldsson og Jón Hallur Ingólfsson og einnig voru þeir með skemmtiatriði á meðan beðið var eftir niðurstöðum talningar, en dómnefnd var að störfum og var vægi hennar sextíu hlutar á móti fjörutíu í atkvæðum gesta.

Að lokinni keppni var dansleikur í Íþróttahúsinu þar sem hljómsveitirnar Von og Hljómsveit Geirmundar skemmtu gestum.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli