Frétt

mbl.is | 01.05.2005 | 10:18Chelsea Englandsmeistari eftir 50 ára bið

Jose Mourinho gerði Chelsea að Englandsmeistörum á fyrsta starfsári sínu hjá félaginu.
Jose Mourinho gerði Chelsea að Englandsmeistörum á fyrsta starfsári sínu hjá félaginu.
Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar Englandsmeistaratitli í ensku úrvalsdeildinni. En lið hans Chelsea sigraði Bolton á útivelli 2:0 með mörkum frá Frank Lampard. Þetta er annar sigur Chelsea í efstu deild frá upphafi en sá fyrri var fyrir hálfri öld.

Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea en fór af velli rétt undir lok leiksins. Með sigrinum er Chelsea með 88 stig, 14 stigum meira en Arsenal sem er í öðru sæti deildarinnar, en Arsenal á fjóra leiki eftir í deildinni og getur með því að sigra í þeim öllum náði 86 stigum.

Eiður Smári fékk mikið lófatak er hann fór af velli enda lék hann með Bolton í ensku úrvalsdeildinni áður en hann var keyptur til Chelsea.

José Mourinho knattspyrnustjóri liðsins hefur landað tveimur titlum á sínu fyrsta ári sínu í starfi en liðið lagði Liverpool 3:2 í úrslitaleik deildabikarkeppninnar og fagnaði Englandsmeistaratitlinum í dag. Hinsvegar getur portúgalski knattspyrnustjórinn enn varið titil sinn frá því fyrra er hann stýrði Porto til sigurs í Meistaradeild Evrópu. En Chelsea gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool í fyrri undanúrslitaleiknum en síðari leikurinn fer fram Anfield í Liverpool.

"Það er söguleg stund að stýra Chelsea til sigurs í ensku deildinni eftir 50 ára bið. Eftir 50 ár verða þeir sem skipuðu liðið og starfsmenn þess enn í sögubókunum og það mun engin gleyma þessum titli og þessum degi. Fyrir félagið og framtíð þess er þessi titill stórkostlegur, og félagið er einnig annað árið í röð í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Framtíðin er björt," sagði José Mourinho eftir leikinn en undir hans stjórn fékk liðið aðeins 13 mörk á sig í deildinni og hefur aðeins tapað einum leik af þeim 34 sem liðið hefur leikið.

Chelsea er aðeins fjórða liðið sem fagnar sigri í ensku úrvalsdeildinni frá því að deildin var sett á laggirnar árið 1993, en Manchester United er með sjö titla frá árinu 1993, Arsenal er með þrjá titla og Blackburn sigraði árið 1995 í deildinni.

2005: Chelsea
2004: Arsenal
2003: Manchester United
2002: Arsenal
2001: Manchester United
2000: Manchester United
1999: Manchester United
1998: Arsenal
1997: Manchester United
1996: Manchester United
1995: Blackburn Rovers
1994: Manchester United
1993: Manchester United

Chelsea varð Evrópumeistari bikarhafa: 1971 og 1998.
Enskur bikarmeistari:1970, 1997 og 2000.
Deildabikarmeistari: 1965, 1998 og 2005

Chelsea á þrjá leiki eftir í deildinni. Gegn Charlton Athletic á heimavelli þann 7. maí, gegn Manchester United á Old Trafford í Manchester þann 10. maí og gegn Newcastle United þann 15. maí í Newcastle.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli