Frétt

mbl.is | 29.04.2005 | 08:02Fækka legudögum og spara peninga með einbýli

Eingöngu einbýli verða á legudeildum nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og á þar að vera hægt að sinna sjúklingi allan dvalartíma hans á sjúkrahúsinu. Lífvísindasetur Háskóla Íslands, aukin áhersla á göngu- og dagdeildir, einn bráðakjarni þar sem öll bráðastarfsemi sjúkrahússins verður til húsa eru meðal áherslna í samkeppnisgögnum fyrir nýjan spítala, sem heilbrigðisráðherra afhenti sjö hönnunarhópum, sem taka þátt í skipulagssamkeppni svæðisins, í gær. Gangi framkvæmdaáætlun eftir verður hægt að gangsetja skurðgröfurnar og hefjast handa við byggingu sumarið 2008.

Nýjar hugmyndir um hönnun spítala verða hafðar að leiðarljósi við bygginguna. Þær byggjast á rannsóknum sem sýna að með einbýlum megi lágmarka flutning sjúklinga innan sjúkrahúsa og þar með draga úr kostnaði, minnka sýkingarhættu til muna og fækka legudögum.

"Þetta krefst nýrrar hugsunar og nýrra vinnuaðferða," segir Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri LSH. "Sennilega þarf að taka tillit til þessarar nýju hugmyndafræði við menntun heilbrigðisstarfsmanna. Með tímanum mun eignarhaldshugsunin, "þetta er deildin mín", víkja vegna þess að hugmyndin er sú að sjúklingurinn leggist inn á einbýli, sem verða þannig útbúin að ekki þarf að flytja sjúklinginn meðan á legunni stendur. Gert verður ráð fyrir að hægt verði að sinna öllum þörfum sjúklinganna upp að gjörgæslu, í hverju einasta herbergi. En það mun taka tíma að innleiða þessa nýju hugsun, það er margra ára vinna."

Hvorki er gert ráð fyrir að langtímaendurhæfing, sem er að Grensási, né langtímameðferð geðsjúkra, sem nú er á Kleppsspítala, flytjist. Öldrunarstarfsemin verður áfram á Landakoti. Hins vegar flytur öll starfsemi LSH, sem nú er í Fossvogi, á Hringbraut og einnig barna- og unglingageðdeildin, sem er nú á Dalbraut.

Einu skilyrðin, sem sett eru varðandi eldra húsnæði á byggingarlóðinni, er að gamli Kennaraskólinn, sem er friðaður, verði ekki rifinn og að gamli Landspítalinn, sem Guðjón Samúelsson teiknaði, standi óhaggaður og fái að njóta sín.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli