Frétt

Harpa Grímsdóttir | 28.04.2005 | 09:36Um hættumat og varnir fyrir Holtahverfi

Harpa Grímsdóttir.
Harpa Grímsdóttir.
Að undanförnu hefur ýmislegt verið sagt og ritað um fyrirhugaðar snjóflóðavarnir í Kubba ofan Holtahverfis. Í því samhengi vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum varðandi hættumatið fyrir Holtahverfi. Í frétt á bb.is er haft eftir Sigurði Sveinssyni að forsendur hættumatsins í Holtahverfi séu rangar. Sigurður kveðst ekki muna eftir flóði sem sagnir eru um að hafi fallið á þriðja áratugi síðustu aldar og efast um tilvist þess.

Hættumatið byggir á mörgum samverkandi þáttum og tekið er tillit til þess að sagnir um þetta snjóflóð eru óljósar. Aftur á móti hefur reynslan verið sú að vert sé að taka mark á öllum sögnum um snjóflóð, jafnvel þegar meirihluti fólks í samfélaginu virðist fullviss um að aldrei hafi fallið snjóflóð á viðkomandi stað (og að það geti aldrei gerst).

Undir Kubba er þekkt flóðasaga. Á 7. áratugi síðustu aldar féll flóð sem náði inn á tún við Góustaði og braut tvo girðingarstaura. Árið 1981 féllu flóð úr Bröttuhlíð og eitt þeirra náði að efstu húsum í Holtahverfi. Þann 4. janúar 1984 olli snjóflóð tjóni á húsinu Kjarrholt 4. Flóðið tók einnig bifreið á Holtabraut, ofan við Kjarrholt 2, flutti með sér 30-40 m leið og skemmdi hana talsvert. Fleiri snjóflóð hafa fallið niður í brekkurætur.

Talsvert upptakasvæði er í Kubba ofan Holtahverfis, og húsin standa mjög nærri fjallshlíðinni. Öll reiknilíkön benda til þess að ef sæmilegur snjófleki fer af stað þá getur flóðið náð inn í hverfið, eins og hefur sýnt sig í raunveruleikanum. Aftur á móti er snjósöfnun í upptakasvæðið ekki mjög algeng þar sem það er áveðurs í megin úrkomuáttum að vetri. Við sérstakar aðstæður getur þó safnast þar talsverður snjór og hefur snjódýpt verið mæld í Kubba frá haustinu 1996 á vegum Veðurstofunnar.

Af þessu má sjá að C svæðið í snjóflóðahættumati Holtahverfis væri til staðar jafnvel þótt ekki væru sagnir um snjóflóðið á þriðja áratugi síðustu aldar. Viðkomandi sveitarfélagi ber að grípa til ráðstafanna þegar íbúðarhús í þéttbýli lenda á C svæði. Þess vegna er alveg ljóst að þarna verður annað hvort að byggja varnir eða kaupa upp hús.

Stundum heyrast þær raddir að fólk vilji treysta á eftirlit og rýmingar frekar en að fara út í varnarframkvæmdir. Það er hins vegar hvergi, svo ég viti til, talið ásættanlegt í heiminum að nota eftirlit og rýmingar sem varanlega lausn í þéttbýli. Slíkum aðferðum er beitt á vegi og stundum staði þar sem fólk dvelur tímabundið, en er ekki fullnægjandi lausn til frambúðar í þéttbýli þar sem snjóflóðahætta er veruleg. Óvissa er alltaf töluverð í eftirliti, jafnvel þótt því hafi fleygt mjög fram á Íslandi síðustu 10 árin, og einnig er mikil ábyrgð lögð á herðar einstaklinga.

Ég vil hvetja Vestfirðinga til þess að halda áfram að horfast í augu við snjóflóðahættuna og taka á henni. Ekki ætti að vera nauðsynlegt að bíða eftir því að manntjón verði áður en brugðist er við. Fallin snjóflóð sem ekki ollu skemmdum geta litið sakleysislega út, en oft er það tilviljun ein sem ræður því hvort flóð rennur 50 m lengra eða styttra. Á síðustu öld voru gerð mistök í skipulagi víða um land þegar hús voru reist of nálægt fjallshlíðum þar sem jafnvel var þekkt snjóflóðasaga. Þetta voru ekki mistök einstaklinga heldur samfélagsins í heild og við erum að súpa seyðið af því í dag. Ég vil minna á að árlegar dánarlíkur einstaklinga af völdum snjóflóða í húsum á ytri mörkum C svæðis eru metnar tvisvar til þrisvar sinnum meiri en árlegar dánarlíkur barna af öllum orsökum, og það eru ekki aðstæður sem venjulegar fjölskyldur vilja búa við til frambúðar.

Áhætta af völdum snjóflóða á vissum svæðum í Holtahverfi er óviðunandi og við því þarf að bregðast, þótt slæmt sé að raska jafn fögru umhverfi og við búum í á Ísafirði. Aftur á móti er sjálfsagt og nauðsynlegt að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af jafn miklum framkvæmdum og fyrirhugaðar snjóflóðavarnir eru. Umhverfismatsferlið gefur almenningi kost á að hafa þar áhrif.

Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli