Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 28.04.2005 | 09:18Inn í Evrópusambandið - með samþykkt Alþingis 26. apríl 2005

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Getur Alþingi tekið ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið með því einu að samþykkja lög þar um? Til þessa hef ég ekki verið í vafa um að svo væri ekki. En svo er ekki lengur, nú er ég í vafa. Breytum spurningunni aðeins: Getur Alþingi með löggjöf tekið upp ákvæði Rómarsáttmálans eitt af öðru og framselt vald úr landi ? Nú eru komin fram þingmál, sem byggjast á rökum sem mér sýnist að leiði til þess að spurningunni verði svarað játandi, ef mönnum sýnist svo.

Þegar Alþingi samþykkti EES – samninginn og gerði að lögum var stigið skref í þá átt að framselja vald úr landi, sérstaklega dómsvald. Þá var því haldið fram að það bryti ekki í bága við stjórnarskrána þar sem framsalið væri afmarkað og takmarkað. Í tveimur þingmálum er nú þessi röksemd teygð lengra, það er í frumvarpi til nýrra samkeppnislaga og í tillögu að þingsályktun sem ber hið langa nafn: um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES- nefndarinnar og samninga EFTA ríkjanna um framkvæmd samkeppnisreglna EES – samningsins. Í raun er um sama málið að ræða, annað er til að fá samþykkti Alþingis fyrir staðfestingu ríkisstjórnarinnar á sameiginlegum samkeppnisreglum innan EES og hitt setur samkeppnisákvæðin nýju í íslensk lög.

Nýmælin er að finna í 27. grein frv. og eru svohljóðandi: „Þegar dómstóll fjallar um samninga, ákvarðanir eða aðgerðir skv. 53. og 54. gr. EES- samningsins í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar tekið ákvörðun í má úrlausn hans ekki brjóta í bága við þá ákvörðun.“

Ekkert fyllilega sambærilegt ákvæði er að finna í íslenskum lögum og lengra er gengið en áður að takmarka dómsvald íslenskra dómstóla og binda hendur þeirra með formlegum hætti við úrlausn máls. Þetta telur ríkisstjórnin að samrýmist íslensku stjórnarskránni og teflir fram álitsgerð Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors. Hann rekur m.a. rökin fyrir því að talið var að Alþingi hefði heimild til þess að fullgilda og lögfesta EES samninginn. Þar er þessi málsgrein: „Sú aðferð sem notuð var á Íslandi er á því byggð að ganga eigi út frá því að handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds hafi að ákveðnu marki og að vissum skilyrðum uppfylltum heimild til að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar þannig að ekki þrengi að pólitísku svigrúmi þeirra til að gera þjóðréttarsamninga til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins og íslenskra þegna sem best í samstarfi og samningum við aðrar þjóðir. Þannig er í grundvallaratriðum ekkert rangt við þá aðferð við framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem farin var þegar EES-samningurinn var lögfestur og hún löghelguð í áframhaldandi stjórnarframkvæmd. Aðferðin tók mið af stöðu íslenskra stjórnmála og hún var skynsamleg og haganleg. Þessi leið er að sjálfsögðu fær og hún samræmist viðurkenndum aðferðum í réttarríki, óháð því hvaða aðferðir eru notaðar í öðrum ríkjum.“

Þarna er byggt á því að alþingismenn og ráðherrar geti túlkað ákvæði stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að í stjórnarskránni séu engin ákvæði sem heimili framsal valds og engin dómur liggi fyrir sem staðfesti þessa heimild.

Þetta byggir Davíð Þór á því eftirfarandi: „Að lokum er nauðsynlegt að árétta enn og aftur að forsendan fyrir því að 27. gr. frumvarpsins standist gagnvart stjórnarskrá er að fallist sé á að í íslenskum rétti gildi venjuhelguð regla um að hinn almenni löggjafi hafi heimild til að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli til alþjóðastofnana, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, án sérstakrar heimildar til þess í stjórnarskránni. Enn fremur verður að leggja áherslu á að ekki hefur með beinum hætti reynt á gildi þessarar reglur fyrir dómstólum. Alþingi, sem æðsti handhafi löggjafarvalds og valdamesta stofnun ríkisins, hefur byggt á slíkri reglu í framkvæmd. Það er einnig á ábyrgð Alþingis að áskilja sér svigrúm til að móta inntak þessarar reglu nánar í framkvæmd og beita henni í því tilviki sem hér um ræðir, m.a. með það að markmiði að stuðla því að íslenska ríkið geti verið virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi.“

Þessi rök Davíðs þýða í raun að Alþingi geti sett þau lög sem mönnum sýnist að nauðsynleg séu hverju sinni. Þá spyr ég: Geta menn ekki gengið alla leið og tekið upp í reynd öll ákvæðin sem felast í aðild að Evrópusambandinu? Svar Davíðs Þórs er að mínu mati skýrt, já menn geta það. Þá er það næsta spurning: Er það raunhæft að menn muni gera slíkt? Svarið verður aftur, já, þingmálið sem liggur fyrir Alþingi er stjórnarfrumvarp, þess vegna er það raunhæft að menn muni stíga fleiri skref á eftir þessu og skilgreina hvert og eitt þannig að það sé takmarkað og afmarkað ekki of langt gengið og að lokum enda inni í Evrópusambandinu. Niðurstaðan: Engin breyting á stjórnarskránni til þess að heimilda framsals valdþáttanna til stofnana Evrópusambandsins og engin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild. Er þetta íslenska leiðin?

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli