Frétt

Stakkur 17. tbl. 2005 | 27.04.2005 | 11:08Snjóflóðavarnir í Holtahverfi

Snjóflóðin eru stór þáttur í lífi okkar Vestfirðinga eins og glöggt sannast á Ísafirði nú á vordögum. Mörgum bregður við framkvæmdir upp á hálfan milljarð, þótt hlutur bæjarins verði aðeins 50 milljónir, sem reyndar er dágóð upphæð fyrir Ísafjarðarbæ. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið heldur umfang snjóflóðavarnargarðsins sem ætlað er að verja blokkir í Holtahverfi og telja sumir að sérfræðingar séu á villigötum, en þeir eru reyndar aðeins að sinna skyldu samkvæmt lögum um ofanflóð og varnir gegn þeim, það er að segja flóðunum, ekki lögunum. Siggi á Góustöðum, sá ágæti maður, telur þá ekki vera að gera réttu hlutina. Hann telur að ekki falli þarna snjóflóð og dæmi munu vera um tiltölulega fá skráð snjóflóð. En þá ber að varast að draga of fljótfærnislegar ályktanir.

Nægir að líta til sorpbrennslustöðvarinnar Funa í Engidal, sem fengið hefur á sig snjóflóð og vildu sumir eldri menn meina að það hefði verið vitað mál að svo kynni að fara. Sama var uppi á teningnum á Flateyri. Eftir stóra snjóflóðið í október 1995 fóru að rifjast upp gamlar sögur um flóð sem náð hefðu niður að Tjörninni, sem var þar sem Tjarnargatan er nú. Eldri menn mundu að börn höfðu verið vöruð við að vera þar að leik við ákveðnar veðurfarsaðstæður. Sama mun hafa komið í ljós í Súðavík eftir stóra janúarflóðið 1995, þótt í minna mæli hafi verið. Skráningu hefur oft verið ábótavant í gegnum tíðina og það getur villt um fyrir mönnum. Einmitt þess vegna eiga sérfræðingar að ræða við þá sem telja sig vita eitthvað um gang snjóflóða í Holtahverfi. Enginn skaðast af því og ekki er skylda til að fara eftir því heldur, þótt frásagnir geti varpað skýrara ljósi á það sem við er að fást í þessum efnum.

Með sama hætti er gott að láta ekki sólina og vorið villa sér sýn. Þær fórnir sem Vestfirðingar hafa fært vegna snjóflóða er allt of stórar svo lítið verð gert úr lagaskyldu til að verja byggðir með öllum tiltækum ráðum, þótt dýr kunni að reynast. Rétt kann þó að vera að staldra við í sumar og rannsaka málavexti betur með samtölum við menn. En þessar umræður draga athyglina að alvöru málsins og því hve mikilvægt er að skrá vel atburði, svo ekki þurfi að hafa mikið fyrir því að rifja upp staðreyndir. En hversu einkennilega sem það kann að hljóma þá verða atburðir oft ekki staðreyndir nema að vera skráðir í samtíma sínum. Ef beðið er of lengi litast skráningin enn frekar af persónulegri upplifun þeirra sem hlut áttu að málum.

Það er hafið yfir allan skynsamlega vafa að sé byggð undir snjóflóðahættu skal verja hana. Það segja lögin. Víst mun því garðurinn rísa, en tökum umræðuna öllum til gagns.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli