Frétt

Leiðari 17. tbl. 2005 | 27.04.2005 | 11:06Eitt ár enn

Hver man ekki eftir svörtu skýrslunum í sögu fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum? Í hvert sinn sem þær voru kunngerðar hrukku menn óþyrmilega við. Ráðamenn gripu til viðlagsins –eitt ár enn- og síðan var haldið áfram á sömu braut. En hver er svo árangurinn eftir liðlega tveggja áratuga fiskveiðistjórnunarkerfi, sem bjarga átti fiskistofnunum? Síðustu fréttir: Þrír lélegir þorskárgangar blasa við. Neyðarfundar krafist í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

Árið 2002 krafðist Fjórðungssamband Vestfirðinga tafarlausrar rannsóknar á því, hvað hafi farið úrskeiðis í fiskveiðistjórnuninni eða hvort niðurstöður fiskifræðinga um ástand helstu fiskistofna hefðu verið rangar í gegnum árin. Þingið taldi verndun fiskistofna hafa algerlega mistekist og benti á að árangursleysið í þeim efnum hefði dregið mátt úr sjávarbyggðum, fólk hefði flosnað upp og eignir þess orðið verðlausar. Lokahnykkurinn í ályktun Fjórðungssambandsins var að íbúaþróun á Vestfjörðum hefði verið í beinu samhengi við þróunina í sjávarútveginum. Í nóvember 2003 spurði BB hvað gert hefði verið til að fá svör við kröfunni um ,,tafarlausa rannsókn“? Fátt hefur orðið um svör. Allt bendir því til að samþykkt Fjórðungsþingsins frá 2002 rykfalli áfram og valdi ekki svefnleysi.

Í gegnum árin hefur BB í skrifum sínum um fiskveiðistjórnun bent á mismunandi áhrif veiðarfæra á lífríki hafsins og í því sambandi gagnrýnt tæpitungulaust aðförina að krókaveiðum, vistvænustu veiðiaðferðinni sem völ er á. BB þykir því rétt að benda á athyglisvert fréttaviðtal Jóhanns Haukssonar, blaðamanns á Fréttablaðinu, við Jónas Bjarnason, efnaverkfræðing, sem um langt skeið hefur helgað fiskifræðinni starfskrafta sína, en þar segir Jónas m.a.: ,,Mér sýnist ákjósanlegt að fara að dæmi Færeyinga og veiða sem mest á króka.“

Í lok viðtalsins segir Jónas: ,,Það er ekki hægt að hafa fullkomið frelsi til veiðiaðferða um leið og úthlutað er veiðiréttindum. Með öðrum orðum þarf að afnema algert frelsi útgerðarmanna til að beita þeim veiðarfærum sem þeir vilja. Tilskilja verður veiðiréttindi við veiðarfæri. Og ekki nóg með það. Eins líklegt er að beita verði hliðstæðum reglum varðandi mismunandi veiðislóðir eða hafsvæði. Þannig getum við ef til vill bjargað þorskinum frá þeim hættum sem að honum steðja.“

Spurningin er: Veður leitað í smiðju nýrra lagahöfunda eða eigum við von á að enn einu sinni verði gripið til fiskveiðistjórnunarviðlagsins -eitt ár enn- til að breiða yfir svörtu skýrsluna um dapurlegt ástand fiskistofna þriggja af fjórum síðustu almanaksárum?
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli