Frétt

Jón Fanndal Þórðarson | 22.04.2005 | 13:38Stöðvið ósómann í fæðingu

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.
Halló, halló Ísfirðingar, innfæddir, aðfluttir, burtfluttir, allir velunnarar Ísafjarðar. Þetta er neyðarkall, um að bregðast við nú þegar, vegna fyrirhugaðrar misþyrmingar á Kubbnum og öllu umhverfi okkar ástdæla bæjar, sem nú er yfirvofandi. Bregðist nú skjótt við og stöðvið ósómann í fæðingu. Það er komið nóg af þessari vitleysu. Þeim sem ekki er kunnugt um hvað er í vændum er bent á að lesa BB sem kom út í gær 20. apríl. Þar má sjá hvað stendur til.

Það hefur verið unnið að því öllum árum með ýmsum lagasetningum og fleiru að gera okkur Vestfirðingum ókleift að búa hér. Með tilkomu kvótalaganna er okkur meinað að veiða fisk svo nokkru nemi, lífsbjörgin tekin frá okkur, frystihúsin sem eitt sinn voru glæslegustu fiskvinnsluhús á landinu eru úrelt og hent eins og hverju öðru drasli. Þegar ekki dugði til að flæma okkur í burt að setja á okkur kvótalög og önnur ólög þá er gripið til jarðýtunnar og annarra stórtækra vinnuvéla til að eyðileggja umhverfið. Þá hefur okkur verið hótað, að notað yrði sprengiefni ef allt annað þrýtur. Það á sem sagt að flæma okkur í burt eins og melrakka úr greni. Vestfirðingar eru þrjóskir og hafa ávallt risið upp aftur þó að á móti hafi blásið um skeið. Það munum við líka gera nú og verður tíminn að leiða í ljós hvað þau ár verða mörg. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri ógn en það eru reiknilíkanssérfræðingarnir með austurríska tilrauna -líkanið inn á skrifstofu í Reykjavík. Þar eru örlög okkar ráðin, jafnt á þessum sviðum sem öðrum.

Bæjarstjórnin hefur ekki enn látið álit sitt í ljós á þessari framkvæmd en mun væntanlega gera það á næstunni. Ég ætla rétt að vona að þeir fái ekki glýju í augun yfir þessum hálfa milljarði sem framkvæmdin er talin kosta og er kostuð 90% af Ofanflóðasjóði en ef að líkum lætur verður 7-8 hundruð miljónir og er þá stuðst við fyrri reynslu af áætlunum. Ég vona að þeir fórni ekki umhverfinu fyrir þá upphæð. Sagt hefur verið að ekkert borgarhlið sé það þröngt að asni klyfjaður gulli komist ekki inn um það. Vonandi sannast það ekki hér.

Við sem gagnrýnum þessa og þvílíkar framkvæmdir erum jafnan spurð: „Ætlar þú eða þið að bera ábyrgð á fólkinu.“ Ég kasta þessari spurningu til baka. Ætlið þið sérfræðingarnir að gera það og er ykkur treystandi til þess, jafnvel með austurríkst tilrauna -reiknilíkan í höndunum? Ísafjörður er einn af fegurstu bæjum landsins í faðmi fjalla blárra. Umhverfi Ísafjarðar er með því fegursta sem gerist. Ísafjörður er sá staður á landinu sem mér þykir vænst um. Líðum ekki að honum verði fórnað af tilfinningalausum umhverfissóðum.

Jón Fanndal.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli