Frétt

bb.is | 20.04.2005 | 16:20Stoðvirkin verja Kjarrholtið en garðurinn fjölbýlishúsin

Af orðum Hallgríms má ráða að garðurinn liggi enn nær fjölbýlishúsunum en sýnt er á meðfylgjandi mynd.
Af orðum Hallgríms má ráða að garðurinn liggi enn nær fjölbýlishúsunum en sýnt er á meðfylgjandi mynd.
Sá mikli snjóflóðavarnargarður sem fyrirhugað er að byggja ofan Holtahverfis ver ekki þau hús sem snjóflóð hafa fallið á. Það eiga stoðvirki að gera sem reist verða í Bröttuhlíð. Hönnuður mannvirkjanna segir þau hönnuð í samræmi við þær forsendur sem sérfræðingar Veðurstofu Íslands gefa sér. Snjóflóðagarðurinn mun ná inná lóðina við fjölbýlishúsið við Stórholt 7 og af frambrún hans eru aðeins 50-60 metrar að húsinu. Eins og kom fram í frétt bb.is í gær hafa verið lögð fram drög að matsáætlun fyrir snjóflóðavarnir ofan Holtahverfis. Varnirnar felast í því að reist verða svokölluð stoðmannvirki í Bröttuhlíð í Kubbanum og neðan hans verður reistur mikill þvergarður sem ætlað er að verja byggð fyrir snjóflóðum. Eins og fram kom í frétt bb.is í morgun eru til heimildir um að snjóflóð hafi fallið fimm sinnum úr fjallinu að því svæði þar sem nú er byggð. Einu sinni hefur fallið flóð á tvö hús við Kjarrholt.

Það vekur því óneitanlega athygli að sá mikli varnargarður sem reisa á í Holtahverfi skuli ekki vera fyrir ofan þau hús heldur er hann ofan við fjölbýlishúsin við Stórholt. Hallgrímur D. Indriðason jarðfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen er einn af hönnuðum varnarmannvirkjanna. Hann segir að stoðvirkjunum sem reist verða í Bröttuhlíð sé ætlað að verja byggð í Kjarrholti. „Stoðvirki eru allsstaðar reist þar sem þeim verður við komið. Það var hægt í Bröttuhlíð og því var sú leið farin. Það var hins vegar ekki fært fyrir ofan fjölbýlishúsin í Stórholti og því varð niðurstaðan að byggja þar varnargarð“, segir Hallgrímur.

Frá því að matsskýrsla sú sem vísað var til í frétt bb.is varð til hefur varnargarðurinn tekið nokkrum breytingum. Hæð hans nú er 18 metrar í stað þeirra 19 sem nefndir eru í fréttinni. Þá er nú reiknað með að í garðinn þurfi 90.000 rúmmetra en áður var talið að þyrfti 170.000 rúmmetra.

Hallgrímur segir að hönnuðum hafi verið mikill vandi á höndum við hönnun garðsins vegna þess hversu nálægt hann þurfti að fara fjölbýlishúsunum. „Við höfum þurft að fara nær þeim en við höfum gert áður“, segir Hallgrímur. Sem dæmi má nefna að tunga garðsins fer inná lóðina við Stórholt 7 og að lóðinni við Stórholt 9. „Þessi staðreynd skapar vandamál sem leysa verður í samráði við íbúa húsanna“. Annað dæmi um nálægð garðsins er að þegar staðið er á frambrún hans þ.e. efst á honum eru aðeins 50 metrar í Stórholt 7.

Eins og fram kom eru aðeins heimildir fyrir fimm snjóflóðum úr Kubbanum og tvö þeirra sem stærst virðast eru aðeins til samkvæmt heimildum. Hin flóðin hafa verið tiltölulega lítil. Aðspurður hvort hugsanlegt sé að mannvirkin séu of stór segir Hallgrímur að þau séu hönnuð samkvæmt hættumati því sem hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar og Veðurstofa Íslands samþykktu á sínum tíma. „Það eru sérfræðingar Veðurstofu Íslands sem ákveða þær forsendur sem við hönnum mannvirkin eftir. Við teljum þau fyllilega í samræmi við þær forsendur“.

Í ljósi þess hversu fá flóð hafa fallið á þessu svæði og hversu sjaldgæf þau veður eru sem skapa hættu vaknar sú spurning hvort ekki sé vænlegra að rýma hús á þessu svæði í þau fáu skipti frekar en að leggja í þann gríðarlega kostnað sem fylgir þessum framkvæmdum auk þeirra umhverfisáhrifa sem af þeim verða. Hallgrímur segir að samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum þá sé ekki nægileg vörn að beita rýmingum. „Það er lögð sú skylda á herðar stjórnvalda að verja byggð með varnarvirkjum eða uppkaupum. Rýmingar eru inni í þeirri mynd og því verður í þessu tilfelli að reisa þau mannvirki sem nú hafa verið hönnuð“ segir Hallgrímur.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli