Frétt

bb.is | 20.04.2005 | 13:19Heimildir til um að fimm sinnum hafi fallið flóð úr Kubba á síðustu öld

Svona gætu snjóflóðavarnir í Kubba litið út.
Svona gætu snjóflóðavarnir í Kubba litið út.
Frétt bb.is um fyrirhugaðar snjóflóðavarnir ofan Holtahverfis í Skutulsfirði hefur vakið mikla athygli. Flestum virðist koma á óvart stærð og umfang framkvæmdanna. Þá virðist mörgum hafa komið það í opna skjöldu að jafn stór hluti Holtahverfis og raun ber vitni skuli vera á snjóflóðahættusvæði. Snjóflóðavarnirnar sem nú eru í undirbúningi eru hannaðar í framhaldi af hættumati sem umhverfisráðherra staðfesti árið 2003. Í greinargerð sem starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands unnu á árinu 2003 er fjallað um snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal og skýrslan í raun annáll snjóflóða á svæðinu. Samkvæmt þessari skýrslu eru skráð fimm snjóflóð á síðustu öld úr Kubba.

Það fyrsta sem skrá er féll úr Bröttuhlíð „líklega á 3. áratugnum" eins og segir í skýrslunni. Flóðið er skráð áratugum seinna eftir frásögn eins af íbúum Góustaða. Segir í skýrslunni að flóðið hafi fallið niður að hlöðnum garði á túni Góustaða. Ekki er ljóst hvort heimildamaðurinn kom að flóðinu sjálfur en haft er eftir honum að flóðið hafi verið mjög þunnt og jafnvel hafi verið um kóf að ræða. Samkvæmt skýrslunni eru útlínur flóðsins mjög óvissar.

Næsta skráða flóð er talið hafa fallið úr Kubba snemma á sjöunda áratugnum. Það flóð er talið hafa fallið úr Bröttuhlíð beint upp af Góustöðum. Segir að tunga flóðsins hafi náð inn á tún við Góustaði og brotið þar tvo girðingarstaura. Útlínur flóðsins eru ónákvæmar að því er fram kemur í skýrslunni.

Þann 16. febrúar 1981 eru talin hafa fallið fjögur flóð úr Kubbanum og mun eitt þeirra hafa fallið niður að efstu húsum samkvæmt frásögn vitnis. Ekki varð tjón af völdum þess. Útlínur flóðsins eru ónákvæmar.

Þann 4. janúar 1984 féll þurrt flekahlaup úr Bröttuhlíð upp af Kjarrholti 2 og 4 í Holtahverfi. Flóðið braut hurð á húsinu að Kjarrholti 4, rann inn í svefnherbergi og gang og olli tjóni á innanstokksmunum. Það tók einnig bifreið á Holtabraut, ofan við Kjarrholt 2, flutti með sér 30-40 metra og skemmdi hana talsvert. Breidd tungu flóðsins var 75 metrar og dýpt þess 2,5 metrar. Flóð þetta féll eftir mikla snjókomu í suðlægum áttum og þegar það féll var vindur úr SV og 4 stiga frost. Útlínur þessa flóðs eru nákvæmar í skýrslum.

Fimmta og síðasta flóðið sem til eru skráðar heimildir fyrir úr Kubbanum féll 8. mars árið 1997 úr Bröttuhlíð og stöðvaðist 10 metra fyrir ofan girðingu sem í hlíðinni er. Flóðið var um 30 metra breitt og um 80 cm. að þykkt. Tvö önnur smærri flóð féllu þennan dag. Áður en þetta flóð féll hafði verið hvöss SV átt með talsverðri snjókomu og skafrenningi og 5 stiga frosti. Aðfararnótt 8. hlýnaði og fór að rigna. Útlínur þessa flóðs eru nákvæmar í skýrslum.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli