Frétt

Stakkur 16. tbl. 2005 | 20.04.2005 | 10:23Menntaskólinn og samgönguáætlun

Enn er deilt um stjórnun í Menntaskólanum. Hermann Níelsson hefur bæst í hóp þeirra sem sjá ástæðu til að vekja athygli á stjórnun skólameistara og gerir athugasemdir. Hermann bendir á rangfærslur stjórnenda varðandi réttindi kennara við Menntaskólann á Ísafirði fyrr og nú. Stjórn skólans ber siðferðileg skylda til þess að leggja staðreyndir fyrir almenning, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka á Íslandi öllu, því málið er komið fyrir augu alþjóðar og er ekki einkamál skólans og Ísfirðinga lengur, enda birti Hermann grein sína bæði hér á BB vefnum og í Morgunblaðinu á sunnudaginn var.

Sú umræða sem orðin er um málefni Menntaskólans á Ísafirði sýnist honum ekki til framdráttar og er miður ef hún hefur neikvæð áhrif á sókn í skólann. Fáum velunnurum skólans er skemmt. Einkar brýnt að lagfæra ástand sem nú er orðið að máli allra helstu fjölmiðla landsins, engum til gagns. Vinda þarf bráðan bug að því að koma málum í það horf að skólinn hljóti ekki frekari vansa af.

Annað mál sem hlotið hefur nokkra umræðu eru samgöngumál. Þeir sem fara fyrir okkur sauðsvörtum almúganum á Vestfjörðum, sem er minnkandi hópur, því miður, setja út á frumvarp að samgönguáætlun, er Alþingi fjallar nú um. Allt of lítið er gert. Vegir eru vondir vegir, jarðgöng of fá og röng röðun framkvæmda. Ekkert er nógu vel gert. Aukin heldur eru það ekki réttu jarðgöngin sem eru í frumvarpinu. Sveitarstjórnir í Bolungarvík, Súðavík og Ísafjarðarbæ vilja jarðgöng frá Bolungarvík til Ísafjarðar og Súðavíkur fremur en jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem þó hljóta að vera algert skilyrði fyrir því að Ísafjörður verði kjarni fyrir íbúa Vestfjarða. Enn formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ekki hafi verið hvikað frá samgönguáætlun þess.

Samgönguráðherra situr undir harðri og skiljanlegri gagnrýni margra, þar á meðal bræðranna og alþingismannanna Kristins H. Gunnarssonar hér, og Gunnars I. Birgissonar fyrir sunnan vegna frumvarps að áætlun í samgöngumálum. Héðinsfjarðargöng eru slæm fjárfesting. Kristinn vill göng frá Siglufirði í Fljót í Skagafirði. Gunnar tekur sama streng varðandi fáránlega ráðstöfun fjár og vill fé til vegabóta á Suðvesturhorni landsins. Margir telja of mikið fé fara til okkar kjördæmis. Vel er í lagt miðað við önnur kjördæmi. Einmitt þess vegna furða margir sig á málflutningi sveitarstjórnarmanna á norðurhluta Vestfjarða og kalla ábyrgðarlausan.

Ljóst er að samstöðu er þörf í skóla og samgöngumálum. Þeir sem á halda verða að skilja of skynja að illa fer ef fram heldur sem síðustu vikur, engum til gagns. Skorað er á stjórnendur Menntaskólans að snúa við blaði og hefja til vegs og virðingar vinnubrögð sem efla skólann. Sveitarstjórnarmenn eiga að stilla saman strengina og slá á gagnrýni.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli