Frétt

Jón Bjarnason | 19.04.2005 | 15:48Þjóðaratkvæðagreiðsla um Landssímann

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Fyrirhuguð sala Landssímans er afar umdeild í þjóðfélaginu svo vægt sé til orða tekið. Skoðanakannanir hafa hvað eftir annað sýnt að meirihluti landsmanna er andvígur sölu Símans með grunnnetinu. Þannig lýsti 61% svarenda andstöðu við söluna í Gallup-könnun í mars árið 2002. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í febrúar 2005 kváðust rúm 70% þeirra sem afstöðu tóku andvíg sölu grunnnetsins. Ekki var mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvort það var búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni; 68% höfuðborgarbúa voru andvíg sölunni en 75% landsbyggðarfólks. Í Þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var í mars 2005, var meirihluti aðspurðra andvígur sölu fyrirtækisins og 76% á móti því að selja grunnfjarskiptakerfi Símans.

Verður þjóðin að kaupa Símann af sjálfri sér?

Þær miklu undirtektir sem hugmyndin um að stofna stórt almenningshlutafélag til að kaupa ráðandi hlut í Símanum hefur fengið, undirstrika gremju fólks í garð ríkisstjórnarinnar vegna sölunnar. Ekki verður betur séð en að fólki þyki skömminni skárra að kaupa fyrirtækið af sjálfu sér en að sjá á eftir því í hendur einkavina ríkisstjórnarinnar sem fengið hafa að maka krókinn í einkavæðingu og sölu almannaeigna á síðustu árum.

Síðast þegar var gerð tilraun til að selja Símann var lögð áhersla á það að bjóða almenningi og starfsfólki dágóðan hlut á viðráðanlegum kjörum áður en farið væri að selja stærri hluti til fjárfesta og fyrirtækja. Rökin voru þau að ekki þætti rétt að kapphlaup svokallaðra kjölfestufjárfesta, sem þá áttu að bítast um 25% hlut, væri notað til að skrúfa upp það kaupverð sem almenningi væri boðið. Þá mótmælti almenningur sölu Símans og keypti ekki hlutabréf. Nú á að fara þá leið sem sömu mönnum þótti ótæk fyrir fáum árum og aftur mótmælir þjóðin og vill heldur kaupa Símann af sjálfri sér en fórna honum til óskyldra eins og ríkisstjórnin ætlar sér..

Samkeppnishæfni landsbyggðarinnar í húfi

Sala Símans yrði stærsta einstaka einkavæðing sem orðið hefur í almannaþjónustu á Íslandi. Hún er að öllum líkindum óafturkræf og setur framtíð fjarskiptaþjónustu á stórum svæðum landsins í mikla óvissu. Við landsmönnum blasir samruni fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla hér á landi þar sem arðsemiskrafan ein ræður för. Hefðbundin fjarskiptaþjónusta við almenning í hinum dreifðu byggðum verður ekki forgangsmál hjá slíkum samsteypum. Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvernig fara skuli með grunnfjarskiptakerfi Símans, svokallað grunnnet, sem ætlunin er að selja með fyrirtækinu. Hver trúir því að ríkið muni til langframa styrkja "óarðbæra" fjarskiptaþjónustu í dreifbýli.?

Landsmenn hafi sjálfir síðasta orðið

Ærnar ástæður eru til að frekari framvinda máls¬ins verði ráðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem allir landsmenn geti tekið þátt í. Landssíminn er að nær öllu leyti í sameign allra landsmanna þar eð hið opinbera fer með 98% hlutafjár í fyrirtækinu. Síminn skilar milljarða króna arði árlega. Það þætti vitlaus bóndi sem seldi bestu mjólkurkúna úr fjósinu. Enn er vel hægt að blása söluna af.

Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og ríkisstjórnin verði bundin af niðurstöðunni. Þannig má tryggja að vilji landsmanna komi afdráttarlaust fram og ráði raunverulega för þegar kemur að því að ákveða hvað gera skuli við Landssímann.

Jón Bjarnason. Höf. er alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli