Frétt

mbl.is | 19.04.2005 | 15:28FT: Fiskileið ef Frakkar hafna

Breska dagblaðið Financial Times gerir því skóna í dag í ritstjórnargrein, að fari svo að Frakkar felli nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og allt bendir nú til, mætti hugsanlega bjarga Evrópusamrunanum með því að bjóða Íslendingum hagstæða aðildarsamninga þar sem komið verði til móts við þarfir Íslands vegna sjávarútvegs. Undir yfirskriftinni: Fishy plan for French No (Fiskileið ef Frakkar hafna), segir blaðið, að Evrópusinnar leiti nú að útgönguleið fari svo að Frakkar hafni stjórnarskrá ESB. Ein hugmynd sé sú, að smygla nokkrum af mikilvægustu atriðunum í stjórnarskránni - svo sem að Þjóðverjar fái aukið atkvæðavægi - inn í aðildarsamning næst þegar Evrópusambandið verði stækkað en slíkir samningar fá um leið lagasess í sambandinu öllu.

Vandamálið sé að vöxtur ESB hafi stöðvast í bili. Skrifað verði undir aðilarsamninga við Búlgara og Rúmena 25. apríl, áður en Frakkar ganga að kjörborðinu. Síðan sé ekki líklegt að fjölgi í sambandinu fyrr en Króatía bætist við, en það gerist í fyrsta lagi árið 2009.

En þá beinist athyglin að Íslandi, sem ekki hafi til þessa viljað ganga í Evrópusambandið vegna þess að fórnarkostnaðurinn við að afsala sér stjórn á fiskveiðum hafi verið talinn of mikill. Nú séu stjórnvöld í Reykjavík hins vegar farin að huga af alvöru að aðild og íslensk sendinefnd muni væntanlega innan skamms eiga viðræður við Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn ESB.

FT segir að engin vandamál væru því samfara innan ESB að veita Íslandi aðild, einkum þegar landið sé borið saman við aðrar áhugasamar þjóðir á borð við Albaníu og Bosníu.

„En væri Reykjavík reiðubúin að taka stökkið? Hugsanlega, ef Brussel gerði Íslendingum tilboð, sem þeir geta ekki hafnað, til að leysa stjórnarskrárkreppu Evrópusambandsins. Íslensku fiskarnir gætu því verið óhultir talsvert lengur," segir blaðið síðan.

Fram kom í fréttum Útvarpsins í dag, að Evrópustefnunefndin undir forustu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, fari innan skamms til Brussel til að afla upplýsinga um kosti og galla aðildar Íslands að sambandinu, mögulegan kostnað aðildar auk upplýsinga um framkvæmd EES-samningsins. Í ferð sinni ætli nefndin að hitta sem flesta áhrifamenn innan sambandsins en sendiráð Íslands í Brussel skipuleggur dagskrá heimsóknarinnar.

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli