Frétt

| 18.09.2001 | 16:03Heimskra manna ráð

Nú hefur George Bush lýst yfir stríði við hryðjuverkamenn og hyggst beita hervaldi til þess að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk. Það hefur aldrei fyrr gerst að þjóð hafi lýst yfir stríði gegn óvini sem hvorki hefur skýra ásjónu né fastan samastað. Þetta gefur forsetanum óneitanlega mjög frjálsar hendur sem er talsvert áhyggjuefni. Eins og staðan er í dag lítur líka út fyrir að forsetinn ætli að velja heimskulegustu leiðina sem hægt er að fara – að hefna.
Vissulega er Osama bin Laden úrþvætti sem ber ekki nokkra virðingu fyrir lífi og limum saklausra borgara hvort sem þeir eru kristnir eða múslimar. Hann er í raun glæpamaður og á hljóta meðferð sem slíkur. Hann stefnir hins vegar að því leynt og ljóst að koma á stríði milli vesturlanda og arabaheimsins og hefur sagt opinberlega að slíkt stríð sé nauðsynlegt og óumflýjanlegt. Með því að standa fyrir hryðjuverkum á vesturlöndum hefur han öðlast virðingu öfgamanna í arabaheiminum en sömu menn fyrirlíta Bandaríkin meira en allt annað og fagna því áreiðanlega þeirri þróun sem nú er í gangi. Þessir íslömsku öfgamenn telja að Bandaríkin hafi svívrit araba á uundanförnum áratugum með ýmsum hætti s.s. með stuðningi við Ísrael, stuldi á olíuauði, stuðningi við spilltar ríkisstjórnir og hernaðaraðgerðum í Kuwait og hersetu í Saudi Arabíu. Frá þeirra sjónarhóli eru það Bandaríkjamenn sem hafa framið hryðjuverk gegn þeim og í sumum tilfellum má það til sanns vegar færa.

Ef George Bush mun beita herstyrk sínum til þess að ráðast gegn einhverju ríki eða ríkjum múslima er hann að hella ólíu á eld sem erfitt getur reynst að slökkva. Að beita öfgum gegn öfgum er líklega besta uppskriftin að því að Osama bin Laden fái stríðsvilja sínum framgengt. Nú virðist allt stefna í að ráðist verði á Afghanistan, eitt stríðshrjáðasta og fátækasta ríki veraldar. Landið er að mestu í rúst eftir áratugi af stríði og óngarstjórnum og þeir einu sem hafa einhverjar bjargir eru þeir öfgamenn sem þar ráða ríkjum. Árás á Afghanistan mun því einungis leiða til frekari þjáninga almennra borgara. Jafnvel þó að bandaríska hernum takist það ætlunarverk sitt að myrða Osama bin Laden mun það litlu breyta í hinu stóra samhengi. Þeir munu verða margir sem vilja feta í fótspor hans og líklega eru margir á góðri leið nú þegar. Það eina sem dugar gegn Osama bin Laden er að draga hann fyrir dóm og láta réttvísina um að ákveða örlög hans. Allar aðrar aðferðir munu leiða til hörmunga.

Hugmyndin um stríð án landamæra er í mínum huga alveg galin, jafnvel enn verri en hugmyndin um stríð almennt. Bandaríkjaforseti segist vera í stríði við hryðjuverkamenn en því miður virðist hann frekar vera á leið í stríð gegn ákveðinni trú eða menningu. Með því að setja samasem merki milli múslima og hryðjuverkamanna er verið að ávísa á heimshörmingar sem eru meiri og stærri en við höfum þekkt, að minsta kosti frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk. Það er að vísu bara á Íslandi sem menn tala um fyrri og síðari heimsstyrjöld því erlendis er alltaf talað um heimsstyrjöld númer eitt og númer tvö. Það er gert ráð fyrir að þær geti orðið fleiri.

Við aðstæður sem þessar er nauðsynlegt að beita ítrustu visku og skynsemi. Reiði Bandaríkjanna er skiljanleg í ljósi þess harmleiks sem þeir urðu fyrir. Það eru hins vegar heimskra manna ráð að gjalda auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það mun ekki bæta skaða þeirra sem misstu ástvini í Bandaríkjnum á nokkrun hátt að útdeila blóði saklausra borgara í arabaheiminum. Þó að allir geti verið sammála um það að berjast gegn hryðjuverkamönnum er alveg bráðnausynlegt að menn beiti ekki svo sterkum meðulum að heimsfriði verði stefnt í voða. Í dag búum við yfir meiri þekingu og yfirsýn en nokkurn tíma áður í sögunni, og við þekkjum líka söguna sjálfa. Þessi reynsla og þekking á að segja okkur það að atburðirnir í New York og Washington eru ekki einangraðir atburðir án aðdraganda til komnir vegna illsku eins manns.. Hryðjuverkin byrjuðu ekki þar og orsakirnar eiga sér langa sögu. Í dag stöndum við frammi fyrir því að velja okkur leið inn í framtíðina. Svo virðist sem forseti Bandaríkjanna ætli að sýna þá forheimsku að velja leiðina sem sagan segir okkur að muni leiða til mestra hörnunga fyrir alemnning um allan heim. Þekkingu og mannviti skal fórnað fyrir lægri eðlishvatir. Make no mistake about that.

Hreinn Hreinsson

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli