Frétt

bb.is | 15.04.2005 | 09:00„Verið að murka lífið úr íbúum með frestun framkvæmda“

Magnús Reynir Guðmundsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, fulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, segir að ákvarðanir stjórnvalda að undanförnu í málefnum Vestfjarða sýni að hugur fylgi ekki máli. Hann segir málflutning stjórnvalda í málefnum fjórðungsins vera blekkingarvef og að íbúar séu dregnir á asnaeyrunum í hverju málinu á fætur öðru. Hann segir þingmenn stjórnarflokkanna ekki sýnilega í seinni tíð og segir framkomu stjórnarflokkanna sérstaklega dapurlega í garð þess fólks sem vinnur á þeirra vegum heima í héraði. Magnús segir tímasetningu framkvæmda í vegaáætlun mjög gagnrýniverða. „Eins og fram hefur komið er stærsti hluti fjárveitinganna eftir næstu þingkosningar. Við vitum nú að það er ekki hátt gengi á loforðum ríkisstjórnarinnar innan kjörtímabilsins þannig að gengi loforða hennar sem ná yfir á næsta kjörtímabil er ekki hægt að meta hátt“, segir Magnús.

Á dögunum ákvað sjávarútvegsráðherra að flytja á fjórða tug starfa frá Reykjavík til landsbyggðarinnar. Ekkert þessara starfa flyst til Ísafjarðar þrátt fyrir að á Ísafirði sé starfandi útibú Fiskistofu og þá stefnu stjórnvalda að byggja Ísafjörð upp sem einn af byggðakjörnum landsbyggðarinnar. Þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur vakið mjög blendin viðbrögð sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum. Þá var einnig á dögunum lögð fram Samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008. Hún hefur hlotið mjög neikvæð viðbrögð á Vestfjörðum og þá sérstaklega hjá sveitarstjórnarmönnum. Hefur hún m.a. verið gagnrýnd opinberlega af sveitarstjórnarmönnum í ríkisstjórnarflokkunum.

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra segist ekki vera hissa en hann sé reiður vegna áðurnefndra ákvarðanna stjórnvalda. „Þessar ákvarðanir sýna mjög vel að hugur fylgir ekki máli í garð okkar hér fyrir vestan. Þeirra málflutningur undanfarin ár hefur verið einn blekkingarvefur og fólk hér um slóðir hefur verið dregið á asnaeyrunum. Það er bókstaflega verið að murka lífið úr íbúum með því að draga sífellt eðlilegar framkvæmdir í samgöngumálum. Eftir að sjóflutningar lögðust að mestu af fara okkar flutningar fram á vegum sem varla bera fólksbíla og þar sem fólksbílar geta varla mæst hvað þá heldur stórir flutningabílar“, segir Magnús Reynir.

Hann segist mjög hissa á framkomu ráðamanna í garð sinna flokksmanna heima í héraði. „Ég get ekki annað en kallað þá framkomu níðingsskap gagnvart fólkinu sem vinnur á þeirra vegum í sveitarstjórnum hér vestra. Það fólk er að gera sér vonir en síðan er ráðist á það með þeim hætti sem síðustu ákvarðanir bera vitni um. Hámarkið í þeim níðingsskap var flutningur starfa Fiskistofu á landsbyggðina. Menn hafa talið fólki trú um að hér eigi að byggja upp byggðakjarna m.a. með flutningi opinberra starfa. Þegar kemur að framkvæmdinni er eitthvað allt annað upp á teningnum. Ég vorkenni fulltrúum þessara flokka í sveitarstjórnum hér um slóðir alveg óskaplega. Það á enginn skilið þá framkomu sem þessu fólki er sýnd með svona ákvörðunum“, segir Magnús Reynir.

Magnús Reynir segir greinilegt að tími hinna sterku þingmanna frá Vestfjörðum sé liðinn. „Mér virðist stjórnvöld haga sér þannig gagnvart þingmönnum héðan að lítið mark sé tekið á skoðunum þeirra. Síðan koma menn hér annað slagið og bjóða til veislu til þess að slá á reiðina. Þetta er afar dapurleg þróun. Mér er næst að halda að stefnt sé að því að verði þjóðgarður og þeir sem hér verða búsettir áfram verði hér eingöngu til þess að sýna ferðamönnum svæðið. Það virðist vera það eina sem að kemst í dag hjá ráðamönnum“, segir Magnús Reynir Guðmundsson.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli