Frétt

| 13.04.2000 | 10:22,,Vísa orðum Jónasar Ólafssonar aftur til föðurhúsanna"

,,Þessi orð lýsa Jónasi best. Hann hefur ekki haft samband við mig og ég veit ekki til þess að hann hafi talað við aðra hér innanhúss. Aðrir sem svara í síma hér er prúðir og kurteisir og því vísa ég þessu því aftur til föðurhúsanna," sagði Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði í samtali við blaðið, aðspurður um þau orð Jónasar Ólafssonar, fyrrum sveitarstjóra á Þingeyri í DV í gær þess efnis að það þýði ekkert að hafa samband við Vegagerðina því þar sé svarað með útúrsnúningum og gert grín að mönnum.
,,Ástæðan fyrir því að mokstur er ekki hafinn á heiðunum er sú að vetrinum er ekki lokið. Síðustu ár hefur þessi leið aldrei verið opnuð fyrr en vel eftir miðjan apríl. Í ár er mun minna af snjó vestan til í Kinninni á Hrafnseyrarheiði en heldur meira hérna megin. Þá má geta þess að snjórinn er enn mjög frosinn og því er erfiðara um vik fyrir snjóblásarana að vinna verkið. Það er ekki mikill snjór á Dynjandisheiðinni ef frá eru taldir þessir 4-5 skaflar sem alltaf myndast þar. Það tekur um fimm daga að opna báðar heiðarnar en það er ekkert á dagskrá strax. Málið er samt reglulega í skoðun," sagði Guðmundur.

Í viðtalinu við DV sagði Jónas: ,,Þjónustuleysið er algjört og það má nefna að nú hefur verið blíðviðri svo dögum skiptir en það er engin hreyfing á heiðinni. Íbúar í Mjólká verða sjálfir að moka Hrafnseyrarheiði til að komast þaðan með snjóbíl yfir til okkar. Vandinn er sá að nú er að verða ófært fyrir snjóbíl upp vegna þess hve snjórinn hefur bráðnað."

,,Það er lygi að það sé að verða ófært fyrir snjóbílinn. Ég var þarna í 5-6 klukkustundir á þriðjudaginn og það hefur ekkert bráðnað síðan þá. Við sinnum þessu verki eins vel og við getum sem og innan okkar ramma því þessi leið er ekki á snjómokstursáætlun. Þá má benda á, að því ég veit best veit fær Ísafjarðarbær styrk til að reka snjóbílinn," sagði Guðmundur.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli