Frétt

bb.is | 14.04.2005 | 09:42Breytingar á íbúðum aldraðra vekja óánægju

Árborg í Bolungarvík.
Árborg í Bolungarvík.
Breyting einstaklingsíbúða í hjónaíbúðir í Árborg í Bolungarvík hefur dregið dilk á eftir sér í bæjarstjórn og húsnæðisnefnd bæjarins. Bæjarfulltrúi minnihlutans telur breytingarnar ekki fullnægjandi og leigu fyrir hinar breyttu íbúðir alltof háa. Húsnæðisnefnd bæjarins telur málið ekki á sinni könnu lengur þar sem breytingar íbúðanna hafi orðið viðameiri en nefndin lagði til. Forsaga málsins er sú að um nokkurt skeið hafa einstaklingsíbúðir í Árborg íbúðum aldraðra í Bolungarvík staðið auðar. Á sama tíma hefur skort hjónaíbúðir í húsinu. Fyrir nokkru var óskað heimildar húsnæðisnefndar til þess að sameina tvær einstaklingsíbúðir þannig að þær nýttust hjónum. Á fundi húsnæðisnefndar þann 21. febrúar var beiðni um slíkt samþykkt og lagði nefndin til að sett yrði hurð á milli tveggja einstaklingsíbúða en aðrar breytingar yrðu ekki gerðar á íbúðunum. Var sú tillaga samþykkt í bæjarstjórn.

Málið virðist síðan hafa tekið nokkrum breytingum og á bæjarráðsfundi þann 22. mars kynnti Finnbogi Bjarnason f.h. F.B. festingar ehf. hugmyndir að frekari breytingum íbúðanna. Bæjarráð vísaði hugmyndunum til húsnæðisnefndar. Á fundi húsnæðisnefndar þann 31. mars var málið tekið fyrir en nefndin vísaði málinu að nýju til bæjarstjórnar „því nefndin telur að málið sé ekki lengur á borði nefndarinnar þar sem bæjaryfirvöld hafi verið að vinna að annarri útfærslu á breytingum á íbúðunum en nefndin lagði til“, eins og segir í bókun. Jafnframt lagði nefndin til að miðað við þær breytingar sem ákveðnar hefðu verið skyldi leiga fyrir íbúðirnar verða 50 þúsund krónur á mánuði. Jafnfram bókaði nefndin að ef gerðar yrðu frekari breytingar á íbúðunum þá verði leigan aldrei lægri en 55 þúsund krónur á mánuði.

Bæjarráð tók tillögur húsnæðisnefndar til umfjöllunar á fundi sínum í síðustu viku. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að leiga fyrir umræddar íbúðir verði 55 þúsund krónur á mánuði ef frekari breytingar verða samþykktar af bæjarstjórn og óskir leigjenda liggi fyrir þar um. Í bókun bæjarráðs kemur fram að fermetraverð í núverandi einstaklings- og hjónaíbúðum sé 605,40 krónur en í þessum nýju hjónaíbúðum verði fermetraverðið 562,40 krónur.

Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi minnihluta bæjarstjórnar lýsti furðu sinni og vonbrigðum með tillögur húsnæðisnefndar vegna breytinganna og húsaleigu. Því til skýringar lét hún m.a. bóka: „Bæjarstjórn tók nýlega ákvörðun um að tengja tvær einstaklingsíbúðir í Árborg í eina á sem hagkvæmastan hátt til að koma húsnæðinu í leigu, enda hafa sex einstaklingsíbúðir staðið þar auðar um margra ára skeið. Leiða má getum að því að það sé vegna þess að eldra fólki í Bolungarvík hefur ekki þótt þær ákjósanlegur kostur vegna smæðar. Í tillögum sem bæjarstjórn samþykkti kom fram að ekki yrði hreyft við annarri íbúðinni heldur aðeins opnað á milli íbúðanna og búnir til milliveggir í hinni til þess að sá möguleiki væri til staðar að útbúa þær að nýju sem einstaklingsíbúðir.

Nú þegar þessi framkvæmd hefur farið fram er ljóst að allar líkur eru á því að ekki verði til baka snúið. Þá er ljóst að það eldhús sem í íbúðinni er, er í engu samræmi við íbúðina sjálfa enda miðað við einstakling til lágmarksnotkunar. Í því tilliti skal vísa á að eldhús í þeim hjónaíbúðum sem í húsinu eru, eru jafnvel stærri heldur en það sem undirrituð hefur lagt til að verði sett í þessa nýju íbúð. Húsnæðisnefnd tjáir sig ekki um málið heldur vísar ákvörðun um frekari breytingar til bæjarstjórnar. Heildarkostnaður við þessar breytingar þ.e. allar breytingar er áætlaður rúmlega ein og hálf milljón króna. Húsnæðisnefnd leggur til að húsaleiga fyrir íbúðirnar verði kr. 55.000,-. Grundvöllur þess leiguverðs telur nefndin vera að farið verði í að setja í íbúðina viðunandi eldhús. Þessu mótmæli ég harðlega enda er þetta hæsta húsaleiga sem bæjaryfirvöld setja á húsnæði í sinni eigu og alls ekki við hæfi að það sé sett á eldri borgara hér í bæ. Húsaleiga fyrir einstaklingsíbúð er nú 29.603 kr. Húsaleiga fyrir hjónaíbúð er 37.535 kr.“

Málið kemur til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli