Frétt

| 18.09.2001 | 08:40Ætlað það hlutverk að binda skriður

Lúpínubreiður eru víða í bröttum skriðum á Óshlíð og sums staðar eru líka nokkrir myndarlegir brúskar komnir í vegkantana.
Lúpínubreiður eru víða í bröttum skriðum á Óshlíð og sums staðar eru líka nokkrir myndarlegir brúskar komnir í vegkantana.
Margir sem leið eiga um Óshlíð og Bolungarvík hafa tekið eftir hve ört sá erlendi gestur, úlfablómið eða lúpínan, hefur dreift sér um hlíðar og gil allra síðustu misseri. Í sumar var lúpínan mjög áberandi og virðist breiða úr sér með veldisvexti. Misjafnt er álit manna á þessari aðkomujurt en dugleg er hún. Hvort sú fróma lúpína þrengir að og kæfir þann gróður sem hér hefur haldist í þúsundir ára áður en hún stakk sér niður er hins vegar álitamál. Ýmsir telja að svo sé og sjá rautt þegar bláar breiður lúpínunnar eru annars vegar.
Aðrir telja hana gagnlega og góða viðbót við gróðurþekju landsins, eða réttara sagt, hina gróðurlausu þekju landsins. Hvað sem því líður, þá virðist lúpínan una sæl í Óshlíðinni og auka búsvæði sitt á hverju ári. Víðar hér vestra eru komnar breiður af þessari jurt, svo sem í hlíðinni ofan Bolungarvíkurkaupstaðar og í Eyrarhlíð ofan gamla bæjarins á Ísafirði.

Varðandi upphaf lúpínunnar á Óshlíðinni var leitað til Vegagerðarinnar eftir upplýsingum. Þar varð fyrir svörum Gísli Eiríksson umdæmisstjóri og lýsti verknaðinum á hendur þeim vegagerðarmönnum. Það mun hafa verið árið 1993 sem lúpínufræjum frá Landgræðslunni var fyrst sáð í Óshlíðina til jarðvegsbindingar. Áður hafði verið reynt að gróðursetja lúpínurætur frá Sólheimum en það heppnaðist ekki. Að tveim árum liðnum var staðan metin og þótti sáningin hafa skilað nægilegum árangri til að aftur var farið af stað árið 1996 og sáð á ný. Síðan hefur lúpínan vaxið og dafnað á eigin vegum. Ekki sagði Gísli að þeir vegagerðarmenn væntu mikils af þessari tilraun varðandi grjóthrun í bröttum hlíðum vegarins milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, en of snemmt væri þó að afskrifa gagnsemi hennar.

Hitt er víst að sæði þeirra vegagerðarmanna hefur borið ríkulegan ávöxt í grýttum jarðvegi Óshlíðarinnar. Ekki er vonlaust að þessi duglega jurt nái að binda brattar skriður Óshlíðar til einhvers gagns. Það virðist að minnsta kosti þeim sem hafa fylgst með viðgangi úlfablómsins á því sumri sem er að kveðja. Jurtin myndar víða breiður og runna sem reyndar hafa verið og eru enn hvanngrænir en alls ekki bláir, en sá er einkennislitur lúpínunnar þegar hún blómgast.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli