Frétt

bb.is | 12.04.2005 | 15:00Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins telur að breyta eigi framkvæmdaröð

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðvesturkjördæmis telur að gerð vegar um Arnkötludal eigi að koma á undan þverum Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi. Sú framkvæmd komi fleiri íbúum til góða. Hann segir óánægju með vegaáætlun ekki koma á óvart en bendir á að þingmönnum annarra kjördæma þyki fjárveitingar til kjördæmis samgönguráðherra of miklar. Sem kunnugt er lagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fram Samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008. Ekki verður sagt annað en að sá hluti áætlunarinnar sem fjallar um vegamál hafi fallið í grýttan jarðveg á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á öllum svæðum í kjördæminu hafa látið í ljós megna óánægju með áætlunina. Virðist sú óánægja vera mun meiri en heyrist af frá öðrum landshlutum. Einar Kristinn segir að það komi útaf fyrir sig ekki á óvart að óánægja geri vart við sig því nú horfi menn á niðurskorna samgönguáætlun frá því sem kynnt var upphaflega.

„Þetta er niðurskurður um 1,8 milljarð króna og því ekki óeðlilegt að óánægja geri vart við sig. Hitt má líka nefna að við gerð samgönguáætlunar varð ég var við gagnrýni þar sem menn töldu samgönguráðherra vera of harðdrægan í fjárveitingum til okkar kjördæmis“, segir Einar Kristinn.

„Það er rétt að það koma miklir fjármunir til samgönguframkvæmda í kjördæminu en þar verða menn að hafa í huga að við höfum verið töluvert á eftir öðrum landshlutum hvað ástand vega varðar og því ekki óeðlilegt að fjárveitingar verði hærri nú. Engu að síður er þetta niðurskorin áætlun og slíkt vekur sjaldnast ánægju. Það sem ég vil hins vegar einnig nefna í þessu sambandi er spurningin um forgangsröðun framkvæmda á þann veg að þær komi sem flestum til góða á hverjum tíma og sem fyrst. Það er megingalli tillögunnar sem nú liggur fyrir um vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Fjárveitingar hennar tel ég að mætti nota á annan hátt þannig að þær skili framförum fyrr til fleiri íbúa en nú er gert ráð fyrir.“

Aðspurður hvort hann eigi þar við að lagning vegar um Arnkötludal eigi að koma á undan þverum Mjóafjarðar segir Einar Kristinn svo vera. „Ég tel að með því að fara fyrst í gerð vegar um Arnkötludal megi ná þeim áfanga að koma Strandasýslu á bundið slitlag til höfuðborgarsvæðisins á tveimur árum og á tveimur árum megi líka koma íbúum á norðanverðum Vestfjörðum á bundið slitlag til höfuðborgarsvæðisins megin hluta ársins að undanskildum 25 kílómetrum í Ísafjarðardjúpi. Þannig styttum við leiðina til höfuðborgarsvæðisins um 40 km og þessi framkvæmd er sú arðbærasta sem völ er á í þessum landshluta að sinni. Það er því ekki eingöngu spurningin um upphæð fjárveitinga heldur einnig og ekki síður framkvæmdaröðina“, segir Einar Kristinn.

Einar Kristinn er sem kunnugt er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort þingflokkar stjórnarflokkanna hafi nú þegar samþykkt áætlunina eins og hún hefur verið kynnt segir hann að þingflokkarnir hafa samþykkt hana fyrir sitt leiti en Alþingi eigi lokaorðið. „Það má líka nefna að það hefur ávallt verið þannig að framkvæmdaröðin hefur verið ákveðin í samkomulagi innan þingmannahóps hvers kjördæmis. Þannig var það í gamla Vestfjarðakjördæminu og ég vona að það verði einnig þannig í Norðvesturkjördæmi. Markmið þingmanna eru yfirleitt þau sömu þrátt fyrir að menn greini stundum á um leiðir.“

Af framansögðu má ráða að grundvallarágreiningur á milli Einars Kristins og samgönguráðherra varði framkvæmdaröð þeirrar áætlunar sem lögð hefur verið fram. Aðspurður hvort hann muni beita sér fyrir breytingum á framkvæmdaröðinni áður en áætlunin verður afgreidd frá Alþingi segir Einar Kristinn: „Ég mun auðvitað halda fram mínum skoðunum sem ég hef lengi talað fyrir. Það er mitt mat sem þingmaður Vestfirðinga til margra ára að lagning vegar um Arnkötludal sé líklegust til þess að skila mestum árangri á skemmstum tíma og þá skoðun mun ég áfram láta í ljós.“

Eins og fram hefur komið er þungi þeirra framkvæmda sem fyrirhugaður er samkvæmt áðurnefndri áætlun á árunum 2007 og 2008 eða eftir næstu þingkosningar. Aðspurður hvort það sé ekki gagnrýnivert segir Einar Kristinn að talið hafi verið rétt að skera niður tímabundið framkvæmdir vegna þeirra miklu framkvæmda sem eru í landinu. „Það er umdeilanlegt atriði en engu að síður er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna og ég ber ábyrgð á þeirri ákvörðun eins og aðrir þingmenn stjórnarliðsins. Við megum heldur ekki gleyma því þegar rætt er um vegaáætlun að það er gríðarleg þörf á framkvæmdum í Austur-Barðastrandarsýslu og þar vantar fjármuni til þess að hægt sé að halda vel á spöðunum þar. Við hljótum einnig að horfa til þeirrar staðreyndar þegar við fjöllum um þessa áætlun á næstu vikum“, segir Einar Kristinn Guðfinnsson.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli