Frétt

| 16.09.2001 | 13:38"Ert´ekki Stónsari!?"

,,það var hann Gunni Þórðar, Gunni í Trúbrot sem hafði samband við mig," segir Helgi brosandi og segir frá aðdraganda þess að hann var fenginn til að klæðast vörum Mick Jagger í Stones-sýningunni bráðkomandi. Mbl.is greindi frá.
"Hann spurði mig hvort ég væri til í að syngja Stones og ég hef alltaf verið hrifinn af þeirri sveit. Stones hafa alltaf verið nálægt mér. Í mér býr Stones! Þannig að ég þurfti ekkert að hugsa mig mikið um."

Helgi hefur rennt sér í gegnum nokkra Stones-slagara á ferlinum og er því heldur en ekki tilbúinn í stuðið.

"En til að gera langa sögu stutta," segir Helgi og lítur kímileitur upp. "Þá ákvað ég einfaldlega að slá til."

Á Broadway hafa verið sýningar tileinkaðar Queen, Shadows og Bee Gees m.a. Var þetta ekki bara tímaspursmál með rokkhetjurnar öldnu?

"Svona sýningar tíðkast mikið erlendis og það er mikill markaður fyrir þessu," segir Helgi. "En fyrir mig felst skemmtunin aðallega í því að fá að upplifa alla þessa tónlist "lifandi". Þar fæ ég mína útrás."

Að velja lög á Stones-sýningu hlýtur að hafa verið martröð. Ferillinn spannar næstum fjóra áratugi og nóg er til af smellum. Á sýningunni verða um 20 lög, allt sígild lög úr smiðju glimmertvíburanna.

"Það verður alveg rosalega mikið af fólki sem á eftir að verða fyrir vonbrigðum þar sem það fær ekki sitt lag," segir Helgi. "Þetta er svo mikið. Ég renndi yfir lagalista og merkti við sjálfsögð lög. Áður en ég vissi var ég kominn með fimmtíu lög og ferillinn ekki nema hálfnaður!"

Reynt verður að stikla á stóru í gegnum feril Stones á sýningunni. Helgi segir þó að ekki verði farið mikið fram yfir 1980.

"Þarna verða ballöður eins og "Angie" og "Ruby Tuesday"," segir hann. "Svo eru hundarnir þarna auðvitað, "Jumpin' Jack..." og "Honky Tonk..."."

"Aðalmálið er að flytja tónlistina og reyna að ná fram stemningu og andrúmsloftinu sem hún býr yfir," útskýrir Helgi. "Svo verða þarna auðvitað dansarar og bakraddasöngvarar auk þess sem það verður eitthvað óvænt fyrir augað. Þetta er auðvitað skemmtun en fyrst og fremst verður það tónlistin sem talar."
Það er meistari Gunnar Þórðarson sem stýrir henni með styrkri hendi og Helgi lætur vel af samstarfinu.

"Gunni er helv... skemmtilegur. Hann er vandvirkur og mikill stuðbolti." Helgi neitar því þó að Gunni ætli að trylla lýðinn sem Keith Richards.

"Nei, það held ég nú ekki. Öll sú byrði lendir nú á mér (hlær). En ætlunin er ekki sú að reyna að líkja eftir hljómsveitinni Rolling Stones á sviði. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst tónlistin."

Helgi lítur skyndilega til mín og spyr: "Þú ert Stónsari?". Ég muldra eitthvað fyrir munni mér, humma og jamma (Ókei, ég viðurkenni það. Ég er Bítill! Sorrí Helgi.). En nú tekur Helgi sig til og setur sig í stellingar aðdáandans.

"Þú átt að byrja á þríleiknum. Beggars Banquet, Let It Bleed og Exile On Main Street," segir Helgi ákveðinn. "Þá er þetta komið sko."

Helgi er kominn á flug. "Það er mjög gaman að pæla í Stones. Þetta band er skemmtilega óheflað, skítugt og laust í reipunum. En samt læsist þetta allt einhvern veginn saman. Það er alltaf þessi ögrun í gangi."

En nú eru Stones búnir að hjakka áfram að því er virðist endalaust. Er ekki kominn tími á þessa kalla?

"Þetta er svolítið snúin spurning," segir Helgi og er hugsi. "Það getur auðvitað verið þreytt ef menn eru endalaust að hjakka í sama farinu. Og þeir koma ekki til með að finna upp eitthvað hjól núna. En ég held hins vegar að þeir hafi rosalega gaman af þessu. Og það náttúrulega er mjög mikils virði. Maður hugsar bara um þessa gömlu djass- og blúsleikara. Það er rosalega gaman að sjá t.d. John Lee Hooker með gömlu stemmurnar sem svínvirka ennþá. Og hann hefur spilað þetta í fimmtíu ár. En í hverri nótu er einhver svakaleg tilfinning. Ástríðan er enn til staðar. Á maður ekki að líta þetta sömu augum?"

Sýningin hefst eins og áður segir næsta föstudag. Húsið opnar kl. 19.00 fyrir matargesti en sýningin sjálf hefst kl. 22.00. Stónsarar - teljið niður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli