Frétt

bb.is | 07.04.2005 | 15:42Rekstur Gamla apóteksins í þrot og óvíst um þátt Ísafjarðarbæjar í rekstrinum

Gamla apótekið á Ísafirði.
Gamla apótekið á Ísafirði.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að Ísafjarðarbær taki við rekstri Gamla apóteksins á Ísafirði til reynslu fram til 1. júní 2005 og á þeim tíma verði mörkuð framtíðarstefna hússins. Framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga lagðist gegn samþykktinni. Þrátt fyrir að engin formleg samþykkt hafi verið gerð um yfirtöku á rekstri bæjarins hefur bærinn í raun rekið húsið frá 1. febrúar. Formaður stjórnar Gamla apóteksins segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með undirtektir Ísafjarðarbæjar um að taka að sér rekstur hússins því slík hús séu nú rekin víða um land af sveitarfélögum. Formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar Ísafjarðarbæjar segir starfsemi Gamla apóteksins geta fallið mjög vel að starfi Félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði.

Það var fyrir fimm árum sem rekstur Gamla apóteksins hófst. Reksturinn miðast að því að vera kaffi- og menningarhús ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum. Hefur þar sérstaklega verið horft til fólks á aldrinum 16-20 ára. Í húsinu hefur verið í boði margs konar afþreying og fjölbreytileg aðstaða til ýmiskonar starfa ungs fólks. Upphaf starfseminnar má rekja til Rauða krossins sem hafði það á stefnuskránni að koma á fót forvarnarstarfi meðal unglinga eldri en 16 ára. Að undirbúningi Gamla apóteksins komu auk Rauða krossins forvarnarhópurinn VÁVEST og Hollvættir Menntaskólans á Ísafirði. Var stjórn Gamla apóteksins skipuð fólki úr þessum félögum. Hana hafa skipað frá upphafi Sigríður Magnúsdóttir, Hlynur Snorrason og Ólafur Örn Ólafsson.

Frá upphafi hefur það verið helsta starf stjórnarinnar að tryggja rekstur hússins til framtíðar og hafa sjónir manna að mestu beinst að ríkinu og Ísafjarðarbæ. Ýmis ráðuneyti hafa stutt starfsemina tímabundið en ekki hefur verið ljáð máls á framtíðarstuðningi við reksturinn. Húsið hefur notið stuðnings frá félagasamtökum, fyrirtækjum og sveitarfélögum auk ríkisins. Mestur hefur stuðningurinn verið frá Rauða krossinum. Í upphafi síðasta árs þegar sýnt þótti að ekki yrði um frekari stuðning að ræða frá ríkisvaldinu taldi stjórn hússins sýnt að stefndi í lokun ef Ísafjarðarbær kæmi ekki að rekstrinum með varanlegum hætti. Síðla vetrar hófust viðræður stjórnar hússins við þrjá fulltrúa bæjarins um framtíð rekstrarins. Af hálfu bæjarins komu að viðræðunum Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Bryndís Friðgeirsdóttir bæjarfulltrúi og Jón Björnsson forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar.

Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar hússins segir að þegar viðræður hófust við fulltrúa bæjarins hafi stefnt í að reksturinn kæmist í þrot á vormánuðum. „Það versta í þessum rekstri er þegar loka þarf að loka. Það var skilningur okkar í stjórninni meðan á viðræðum stóð að Ísafjarðarbær kæmi að rekstri hússins og töldum við okkur vera með stuðning þaðan til að halda áfram. Síðan hefur lítið áunnist í viðræðum okkar við bæinn og á þessu tæpa ári sem liðið er höfum við safnað talsverðum skuldum. Í byrjun febrúar kom síðan starfsmaður bæjarins til starfa í húsinu án þess að samningur væri frágenginn við okkur. Síðan höfum við lítið af málinu heyrt en fréttum af samþykkt íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir skömmu“, segir Sigríður.

Hún segir rekstur Gamla apóteksins hafa gengið mjög vel, þ.e.a.s. þau markmið sem sett voru hvað varðar starfsemi þess hafi náðst vonum framar. „Starfsemi hússins varð í raun mun meiri en við þorðum að vona enda varð starfsemi þess fyrirmynd að slíku starfi víða um land. Sveitarfélög hafa mjög víða verið að setja á fót rekstur af þessu tagi og miða við þá reynslu sem hér hefur skapast. Því hefur það valdið okkur töluverðum vonbrigðum hversu langan tíma hefur tekið að fá endanlega ákvörðun frá Ísafjarðarbæ. Við sem að þessu stöndum höfum í 5 ár lagt ómælda vinnu í að sanna tilverurétt þessarar starfsemi og því töldum við að okkur yrði betur tekið hjá Ísafjarðarbæ.“

Á fundum íþrótta- og æskulýðsráðs hefur málið verið rætt öðru hverju undanfarna mánuði. Hefur mátt greina pirring nefndarinnar með gang málsins. Á fundi þann 19.febrúar var eftirfarandi bókað: „Nefndin lýsir furðu sinni yfir því að hafa ekki komið að þeirri vinnu sem fram hefur farið um aðkomu Ísafjarðarbæjar að rekstri GA. Nefndin er jákvæð gagnvart þeim hugmyndum sem fram hafa komið um tilraunarekstur til hálfs árs. Nefndin óskar eftir fundi með vinnuhópi GA.“

Á fundi nefndarinnar þann 21. mars mætti síðan Jón Björnsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sem lýsti þeirri skoðun sinni að brýnt væri að taka ákvörðun um hvort Ísafjarðarbær tæki við rekstrinum eða ekki. Í framhaldinu var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Ísafjarðarbær taki við rekstri Gamla apóteksins til reynslu fram til 1. júní 2005. Sá tími verði nýttur til þess að marka framtíðarstefnu Gamla apóteksins. Að þeim tíma liðnum verði tekin ákvörðun um það hvort Ísafjarðarbær taki við rekstrinum til frambúðar. Á þessum tíma verði starfsemin hluti af rekstri félagsmiðstöðvarinnar.“

Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga lét bóka að sambandið legðist eindregið gegn því að Ísafjarðarbær taki yfir rekstur GA „enda eigi slík starfsemi að vera rekin á grundvelli grasrótarstarfs en ekki á vegum sveitarfélags eða annarra opinberra aðila“, eins og segir í bókun Gunnars.

Bryndís Birgisdóttir formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar Ísafjarðarbæjar segir að nefndin hafi af einhverjum ástæðum ekki verið upplýst nægilega um stöðu málsins á hverju tíma. Hún segir það skoðun nefndarinnar að starfsemi Gamla apóteksins falli mjög vel að starfi Félagsmiðstöðvarinnar og því sé ekkert því til fyrirstöðu að taka reksturinn yfir enda hafi nefndin gert ráð fyrir því í sínum fjárhagsáætlunum. Því hafi nefndinni þótt rétt á síðasta fundi sínum að taka af skarið og samþykkja þá tillögu sem áður er getið um.

Sigríður segir að stjórn hússins hafi að undanförnu aflað fjár til þess að greiða niður þær skuldir sem söfnuðust á rekstrinum þann tíma sem viðræður við Ísafjarðarbæ stóðu. Hún segir að í dag skuldi Gamla apótekið svipaða upphæð og fá má fyrir það innbú sem í húsinu er og vonast hún til þess að með samningi við Ísafjarðarbæ muni bærinn kaupa það innbú.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mun fjalla um tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar á fundi sínum í dag.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli