Frétt

Helga Kristín Auðunsdóttir | 07.04.2005 | 09:29Leyfum léttvínssölu í matvöruverslunum

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem finnst gott að fá mér léttvínsglas öðru hvoru, jafnvel á virkum degi. Þetta finnst mér eðlilegt, þó ég viti að neysla áfengis er best í hófi. Ég tengi þó ekki léttvín við neitt slæmt. Ég set léttvín í samhengi við góðan mat, ljúfa tónlist, bækur, afslöppun og rómantík. Þó virðist þetta hegðunarmynstur mitt ekki vera öllum að skapi. Sumir af eldri kynslóðinni reka upp stór augu þegar ég bíð þeim upp á rauðvín á þriðjudagskvöldi, roðna svolítið og lauma að mér “það er ekki einu sinni helgi”.

Þessi hugsunarháttur virðist ráða ríkjum þegar kemur að áfengisstefnu hins opinbera. Þar er öll neysla áfengis álitin slæm. Þetta er viðhorf sem við getum ekki verið sammála. Við getum ekki verið sammála því að heildarmagn seldra áfengislítra á ári sé einhver mælikvarði á áfengisvandamál.

Frá því að sala á bjór var gefin frjáls árið 1989 hefur neyslumynstur Íslendinga á áfengi batnað. Neysla áfengis hefur færst frá sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Áður fyrr ráku menn upp stór augu ef opnuð var vínflaska með mat, en í dag er léttvín mörgum nauðsynlegur þáttur að njóta með góðri máltíð. Rannsóknir hafa einnig sýnt aukna hófdrykkju hér á landi. Hið aukna frjálsræði með komu bjórsins hefur fært okkur heilbrigðari áfengismenningu. Það er aðalatriðið. Gleymum því ekki að á Íslandi var mikil andstaða við að aflétta því fráleita banni á sínum tíma.

Gjarnan gleymist þegar rætt er um áfengisdrykkju að neysla léttvíns og bjórs í hóflegu magni getur haft góð áhrif á heilsufar. Hófleg víndrykkja getur m.a. dregið úr öldrunareinkennum, bætt lungnastarfsemi, bætt æðakerfi aldraða og styrkt bein, Hófleg neysla dregur einnig úr líkum á hjartasjúkdómum, magasári, krabbameini og blóðtappa.

Þessi þankagangur hefur leitt til þess að forvarnir snúast aðallega um að sannfæra ungt fólki um að drekka alls ekki því áfengið er svo mikið böl. Sjaldan er gerð minnsta tilraun til að gera greinarmun á heilbrigðri og óheilbrigðri áfengisneyslu. Ungu fólki er því ekki kennt hvernig ber að meðhöndla áfengi á eðlilegan hátt. Foreldrar veigra sér jafnframt við að kenna unglingum að fara með áfengi, með því væru þau að ýta undir neyslu. Þetta viðhorf er skaðlegt. Til að fólk fari hóflega með vín, er lausnin ekki að takmarka aðgang að áfenginu, heldur að ýta undir heilbrigðar neysluvenjur. Það er ekkert sniðugt að drekka áfengi ef aðilar vita ekki hvernig skal neyta þess í hófi.

Lausnin er ekki að takmarka aðgang að áfengi, hafa vöruverð sem hæst eða benda einungis á skaðsemi áfengisdrykkju. Heldur þarf að efla fræðslu og stuðla þannig að bættu neyslumunstri. Eins og Ronald Reagan komst að orði. “Ríkisvaldið er til þess að vernda okkur fyrir hverju öðru, ekki fyrir okkur sjálfum.”

Óhófleg áfengisneysla hefur skaðað marga, hér sem annars staðar. Þau höft sem sett eru á sölu þess eru hins vegar ekki að draga úr þessum vandamálum heldur að gera þau verri. Á Íslandi er algengt að ungt fólk kaupi sér léttvín og bjór eftir áfengisprósentu - því hærri, því betra. Þessi hegðun er einhver besta sönnun þess að áfengisstefnan á Íslandi er á villigötum.

Það er kominn tími til að léttvín og bjór verði seld í matvörubúðum og áfengisgjaldið verði lækkað. Við hvetjum þingmenn til að setja þetta mál á dagskrá. Það er kominn tími til að gera breytingar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli