Frétt

| 12.04.2000 | 13:59Vatneyrardómur Hæstaréttar

Genginn er tímamótadómur í Hæstarétti og hætt við því, að Dóri Hermanns og síðasti Stakkur séu heldur daprir. Ekki skal spáð í afstöðu Hornstrendinganna. Í sinni einföldustu mynd segir dómurinn að núverandi stjórnun sé í fínu lagi. Það er þó niðurstaða, þótt tveir af sjö dómurum hafi álitið og dæmt að sýkna bæri ákærðu. Hinir fimm sakfelldu, einn þó með þeim hætti að hann vildi ekki láta ákærðu taka út neina refsingu.

Hæstiréttur klofnaði í þrennt í afstöðu sinni. En meirihlutinn áleit lögin um fiskveiðistjórnunina hafa verið brotin með þeim hætti, að ákærðu hefðu ekki haft veiðiheimildir þegar þeir reru til fiskjar. Þeir hefðu átt þess kost að afla sér þeirra með kaupum. Þar með er komin staðfesting æðsta dómstóls þjóðarinnar á því réttarástandi, að sameign þjóðarinnar er engan vegin slík sameign að allir Íslendingar eigi kvótann saman. Sumir eiga hann frekar en aðrir og geta selt hann og leigt hverjum sem hafa vill, það er að segja þeim er borgar upp sett verð.

Almenningur gæti skilið þetta sjónarmið ef þeir sem eignuðust kvótann, það er að segja einkarétt til veiða á fyrirfram ákveðnu magni, hefðu greitt fyrir hann eitthvert verð í árdaga kvótakerfisins. Svo var ekki. Þó gátu þeir selt hann og leigt hæstbjóðanda, án þess að hafa greitt beinlínis fyrir réttinn til að eiga óveiddan fisk í sjó. Kaupandinn varð þó að borga uppsettan prís fyrir.

Við þessari niðurstöðu er ekkert að segja annað en þetta: Hagur landsbyggðarinnar mun ekki vænkast. Að öllu öðru óbreyttu mun hann versna. Þó er vísað til þess í forsendum meirihluta Hæstaréttar að kvótakerfið hafi verið sett á til að tryggja búsetu á landsbyggðinni. Allir menn eru barn síns tíma. Dómarar, jafnvel í Hæstarétti, falla þar undir. Ekki er verið að gagnrýna þá hér, hvorki þá sem skipuðu sér í meirihlutann né í minnihlutann. Einungis er verið að minna á þá staðreynd að ,,nútímamönnum? tekst alla jafna illa upp við spádóma. Framtíðin á eftir að líta til ársins 2000 og draga sínar ályktanir, sem kynnu að koma illa við okkur nútímamenn.

Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort hugtakið sameign hafi virkilega ekki verið hærra metið á Vesturlöndum en í gömlu Sovétlýðveldunum, sem nú eru liðin undir lok, réttilega að mati margra, jafnvel hörðustu komma fyrri tíðar. Vissulega eru þjóðhagslegar forsendur fyrir allri lagasetningu. Lög sem á þeim forsendum byggjast eru oft auk þess í samræmi við réttlætiskennd almennings, ef hægt er að gefa sér að slík kennd þrífist og sé í samræmi við að einhvers konar sameiginlegar hugmyndir þjóðfélagsþegnanna. Næstu dagar og vikur verða þrungin alvöruþungri umræðu um gildi laga og hugtaka eins og sameignar og hverjir njóta. Niðurstöðunni verður ekki breytt hérlendis á næstunni. Áratugir munu líða.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli