Frétt

bb.is | 01.04.2005 | 11:31„Sanngjarnara að Djúpgöng verði á undan“

Horft vestur yfir norðanvert Ísafjarðardjúp.
Horft vestur yfir norðanvert Ísafjarðardjúp.
Pálína Vagnsdóttir, einn af frumkvöðlum undirskriftarsöfnunar til stuðnings jarðgangagerð við Djúp, segir sanngjarnara út frá mannfjölda að göng við Djúp komi á undan göngum milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða. Hún er ánægð með yfirlýsingu sveitarstjórnarmanna á norðanverðum Vestfjörðum um nauðsyn jarðganga við Djúp og segir að stórauka þurfi fjárveitingar til samgöngumála á Íslandi. Yfirlýsing Einars Péturssonar bæjarstjóra í Bolungarvík um að gerð jarðganga milli þéttbýlisstaða við Djúp eigi að hefjast á undan gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar hafa vakið athygli. Yfirlýsing hans kemur í kjölfar sameiginlegrar samþykktar sveitarstjórnarmanna á norðanverðum Vestfjörðum um nauðsyn jarðgangagerðar við Djúp. Yfirlýsing Einars gengur þvert á áður mótaða stefnu samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem samþykkt var á síðasta ári. Má í raun segja að samþykkt sveitarstjórnarmanna á norðanverðum Vestfjörðum sé það líka.

Sem kunnugt er hefur að undanförnu staðið yfir undirskriftarsöfnun til stuðnings gerð jarðganga við Djúp. Pálína Vagnsdóttir í Bolungarvík, einn af frumkvöðlum þeirrar söfnunar, segist mjög ánægð með samþykkt sveitarstjórnarmannanna. „Þessi samþykkt var fyllilega tímabær og er mjög góður stuðningur við okkar sjónarmið“, segir Pálína. Aðspurð um yfirlýsingu Einars Péturssonar segir Pálína að krafan um jarðgöng við Djúp hafi ekki verið sett fram til höfuðs hugsanlegum jarðgöngum á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða. „Það er okkar skoðun að stórauka þurfi fjárveitingar til samgöngumála á Íslandi. Mjög víða er verið að berjast fyrir bættum samgöngum og ég get alveg unnt örðu fólki þess að fá bættar samgöngur því þær eru grunnur að svo mörgum framförum í okkar daglega lífi.“

Aðspurð hvort ekki sé óhjákvæmilegt að hugmyndir manna um jarðgöng við Djúp raski áætlunum um gerð annarra jarðganga á Vestfjörðum segir Pálína svo auðvitað vera þar sem fjármunir til samgöngumála séu mjög takmarkaðir. „Ég leyni ekki þeirri skoðun minni að mér finnst sanngjarnara að göngin við Djúp komi á undan öðrum göngum á Vestfjörðum standi valið á milli þeirra kosta. Því er ekki að neita að hér eru íbúar mun fleiri og gerð ganga hér hefði því í för með sér framfarir hjá mun fleirum en göng á milli norður- og suðursvæðisins. Það eru svo margir þættir í okkar samfélagi sem standa og falla með bættum samgöngum að við verðum að horfa til íbúafjölda þegar við tökum ákvörðun um næstu skref í þessum málum“, segir Pálína Vagnsdóttir.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli