Frétt

mbl.is | 01.04.2005 | 08:09Ríflega helmingur Eyfirðinga er hlynntur álveri

Ríflega helmingur íbúa Akureyrar og Eyjafjarðar, 51,6%, er hlynntur því að álver rísi í næsta nágrenni bæjarins. Rúmlega þriðjungur þeirra, 35,2%, er hins vegar andvígur slíkum hugmyndum og 13,2% kváðust hvorki fylgjandi né andvíg. Þetta er niðurstaða könnunar IMG Gallup sem gerð var fyrir iðnaðarráðuneytið og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti á fjölmennum fundi um stóriðju á Akureyri í gærkvöld. "Þessar niðurstöður komu mér dálítið á óvart, ég taldi að viðhorf til álvers í Eyjafirði væri orðið jákvæðara," sagði Valgerður. Könnunin var gerð dagana 17. til 27. febrúar, úrtakið var 2.400 manns á aldrinum 16 til 75 ára á Norðurlandi, slembiúrtak úr þjóðskrá og svarhlutfallið var 71,7%.

Heldur fleiri Eyfirðingar, eða 65,7%, kváðust hlynntir því að álver risi á Norðurlandi, annars staðar en í Eyjafirði, en 21,9% voru andvíg og 12,4% tóku ekki afstöðu til þess. Valgerður sagðist ekki vilja bera saman Norður- og Austurland í þessu sambandi, fyrir austan hefði aðdragandi verið langur og lengst af einkenndist sagan af vonbrigðum. Fram kom á fundinum að þrír staðir koma til greina undir hugsanlegt álver á Norðurlandi, Dysnes í Eyjafirði, Bakki við Húsavík og Skollanes í mynni Hjaltadals í Skagafirði.

Ráðherra sagði að á vegum ráðuneytisins hefði verið unnið að því að fá heimamenn, Eyfirðinga, Þingeyinga og Skagfirðinga til að vinna að undirbúningi, "en því er ekki að leyna að það hefur ekki gengið sérstaklega vel að ná fram samstöðu um að fara þannig í málið, en ég ætla ekki að útiloka að samstaða náist. Það skiptir miklu máli að samstaða náist um þetta mál á Norðurlandi".

Valgerður sagðist bjartsýn á að álver risi í fjórðungnum, margir fjárfestar væru virkilega áhugasamir, "það er allt annað andrúmsloft varðandi þessi mál núna en var fyrir 5 árum", sagði hún. Hún sagði það líka sína tilfinningu að þegar fólk áttaði sig á þeim breytingum sem álver hefði í för með sér yrðu fleiri jákvæðari gagnvart því en nú virðist raunin.

Fram kom í máli Ásgeirs Magnússonar, forstöðumanns Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, að forsvarsmenn fjölda fyrirtækja hefðu hist á fundi og undirbúið stofnun félags sem tryggja á að álver rísi í Eyjafirði og óskaði hann eftir stuðningi ráðherra við að koma málum í höfn. Vildi hann vita hvað félagið gæti gert til að tryggja að næsta stóriðja yrði í Eyjafirði. Valgerður sagði það einungis myndu rugla umræðuna ef hún gæfi út yfirlýsingar um að sér hugnaðist einn staður öðrum fremur. "Ég vona bara að heimamenn vilji vinna náið með ráðuneytinu að lausn þessa máls."

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli