Frétt

Heiðar Lár Halldórsson – frelsi.is | 31.03.2005 | 09:54Reykjavíkurflugvöllur, fyrir hverja?

Skortur á lóðum undir íbúðarhúsnæði er að verða vaxandi vandamál í Reykjavík. Þá hefur eftirspurn eftir lóðum í höfuðborginni aukist gríðarlega og til þess að anna henni hafa borgaryfirvöld, af mikilli stórmennsku, ákveðið að úthluta 30 lóðum í Lambaseli í Breiðholti! Það þarf nú engan sérstakan þjóðfélagsrýni til þess að átta sig á að þessi lóðaúthlutun dugir skammt svo borgaryfirvöld hafa tilkynnt væntanlegar lóðaúthlutanir í Úlfarsfelli síðar á árinu. Vandinn er bara sá að þær lóðir eru staðsettar víðsfjarri borginni sjálfri, eins og önnur úthverfi Reykjavíkur sem myndast hafa undanfarin ár. Úr þeim er styttra til Bláfjalla en niður á Bæjarins Bestu. Á sama tíma búa borgarbúar við flugrekstur í hjarta Reykjavíkur með tilheyrandi hljóðmengun og öðrum óþægindum.

Á svæði flugvallarins er pláss fyrir 20.000 manna íbúðabyggð sem vafalaust myndi þétta byggð og auka borgarabrag Reykjavíkur. Þá hafa verkalýðsfélög bent á að ávinningur styttri vinnutíma hefur verið að tapast í Reykjavík vegna aukins ferðatíma á milli vinnustaðar og heimilis. Þétting byggðar í Reykjavík myndi vafalaust minnka umferðarþunga innan borgarinnar og draga úr flöskuhálsum á helstu umferðaræðum innan höfuðborgarsvæðisins.

Borgaryfirvöld höfðu komið auga á kosti Vatnsmýrarinnar undir íbúabyggð og voru staðráðin í að færa innanlandsflugið um set. En í anda staðfestu og ákveðni R – listans þá létu þau ,,landsbyggðapólitík” örfárra þingmanna og samgönguráðherra breyta þeirri stefnu sinni eftir lítilfjörlegar umræður undanfarna mánuði. Rök umræddra aðila fyrir veru flugvallarins í Vatnsmýrinni eru fyrst og fremst:

Eðlileg þjónusta við landsbyggðina
Verið að fórna verðmætum sem farið hafa í að byggja upp Reykjavíkurflugvöll
Staðsetning flugvallar vegna sjúkraflugs
Störf sem bundin hafa verið við innanlandsflug tapast

Það er ekki erfitt að sjá að þessi rök halda engu vatni. Í fyrsta lagi þá telst það ekki til eðlilegrar þjónustu við þá sem kjósa að fljúga á milli staða að hafa flugvöll inní miðbæ Reykjavíkur þeim til handa. Í öðru lagi er ekki að sjá að mikil verðmæti hafi farið í uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar sem er vafalaust einn ljótasti og lítilfjörlegasti flugvöllur í Evrópu! Í þriðja lagi þá eru sjúkraflutningar til höfuðborgarinnar miklu betur settir í formi þyrluflugs, sem ekki þarfnast mikilla flugmannvirkja. Í fjórða lagi þá tapast engin störf, þau færast einungis til annars sveitafélags auk þess sem mörg önnur störf munu skapast í Vatnsmýrinni við og eftir byggingu svona stórs hverfis.

Hvað á þá að gera við flugvöllinn?

Svarið við þeirri spurningu er augljóst. Í Keflavík er alþjóðlegur flugvöllur og þar er bæði þekking og geta til þess að taka við innanlandsflugi Íslendinga þar sem Suðurnesjamenn búa við áralanga reynslu af flugrekstri.

Sameiginlegur innanlands- og aljóðaflugvöllur yrði mikil virðisaukning í þjónustu við erlenda ferðamenn sem kjósa að fljúga áfram til annarra landshluta eftir lendingu í Keflavík. Að sama skapi eru margir ferðamenn sem nýta sér innanlandsflug á leið sinni af landi brott, án viðkomu í Reykjavík. Áðurnefndir ,,landsbyggðapólitíkusar” hafa bent á þann tíma sem tekur að keyra frá Reykjavík til Keflavíkur. Til fróðleiks fyrir þá þingmenn og ráðherra vil ég benda á að það tekur 30 - 40 mínútur að aka milli þessara byggðakjarna og að kalla það langa vegalengd getur vart talist annað en smáborgarháttur. Búið er að tvöfalda þessa akstursleið að hluta,og stefnt er að því að þeirri tvöföldun verði lokið innan skamms. Sú framkvæmd mun gera þennan akstur þægilegri, auk þess sem staðsetning flugvallarins í Keflavík myndi auka nýtingu á þeirri fjárfestingu til muna.

Þá munu verulegir fjármunir sparast vegna samlegðaráhrifa við samnýtingu alþjóða- og innanlandsflugvallar. Í því ljósi verður bygging nýs flugvallar í úthverfi Reykjavíkur að teljast glórulaus sóun á skattfé landsmanna.

Ég hvet því borgaryfirvöld, ,,landsbyggðapólitíkusa”, samgönguráðherra og ekki síst Suðurnesjamenn til þess að sameinast um þá ábyrgu, sanngjörnu og arðbæru áætlun að færa innanlandsflugið úr miðborginni og til Keflavíkurflugvallar.

Heiðar Lár Halldórsson

Höfundur er viðskiptafræðinemi og formaður Sjálfstæðisfélagsins Miðgarðs á Bifröst.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli