Frétt

Stakkur 15. tbl. 2005 | 13.04.2005 | 10:00Þverun Vestfjarða

Samgönguráðherra hefur fært Vestfirðingum hver gleðitíðindin á fætur öðrum varðandi úrbætur og framfarir í samgöngum. Nægir að nefna fregnir af þverun þriggja fjarða í austanverðri Barðastrandarsýslu og loforð um göng undir fjöllin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verður að veruleika. Nú liggja allar leiðir til Héðinsfjarðar. Göng verða gerð úr norðri til Héðinsfjarðar, frá Siglufirði, og sömuleiðis úr suðri, frá Ólafsfirði. En ráðherrann lofaði því að þeim gröfnum lægju leiðir til Dýrafjarðar, að minnsta kosti úr suðri. Áður féllu öllu vötn til Dýrafjarðar, en nú opnast leið þaðan í suður skyldi maður ætla. Ein stefnubreyting hefur þó orðið hjá ríkisstjórninni, því engin býr í Héðinsfirði og byggð þar mun því ekki leggjast af eða íbúum fækka, eins og því miður virðist raunin með tilkomu jarðaganga sem lyfta eiga byggðum í grennd þeirra.

Samt gætir mikillar óánægju með framkvæmdir að vegagerð á Vestfjörðum. Leið ehf. hefur lýst óánægju sinni með að ekki skuli hafa verið tekið tillit til vegar á Ströndum til Breiðafjarðar, um Arnkötludal. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður tekur undir þá óánægju. Þó er verið að hefja undirbúning að framkvæmdum við þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi. En sú framkvæmd er þáttur í stórri framkvæmdaáætlun um miklar bætur þjóðvegar nr. 61 um Ísafjarðardjúp, Steingrímsfjarðarheiði og suður Strandasýslu til að tengja norðurhluta Vestfjarða við þjóðveg númer eitt. Vestfirðir hafa aldrei verið þægir yfirferðar. Firðir og fjöll gerðu að verkum að sjóleiðin varð flutningaleið og svo gengu menn fjöll og firnindi til að komast milli bæja. Nú hefur mikið verið gert til þess að bæta samgöngur suður, og að sjálfsögðu þaðan til okkar. Nýgerðir vegir í Djúpinu eru með því besta sem sést utan þjóðvegar númer eitt.
Þó sagði reyndar fyrrverandi sýslumaður á Ísafirði og nú á Selfossi í sjónvarpi um daginn að þjóðvegurinn um Hellisheiði væri verri en sveitavegir úti á landi. Hann ætti að þekkja til eftir nærri tvo áratugi á Vestfjörðum. Auðvitað er það svo að við viljum enn betri vegi á Vestfjörðum og þykir stundum ganga hægt. Á það hefur verið bent hér á undanförnum árum að vegir hafa batnað mikið og menn telja ekki eftir sér að skreppa til höfuðborgarinnar akandi. Að vísu má búast við því að með auknum þungaflutningum með stórum vörubifreiðum versni vegir mjög hratt og viðhald verði snöggtum dýrara og verra þegar fram í sækir.

En með stórframkvæmdir, jarðgöng og þverum fjögurra fjarða framundan er ef til vill ekki yfir svo miklu að kvarta. Við viljum meira og fljótar. Erum við tilbúin að borga meira fyrir það? Allt sem gert er kostar peninga og þeir verða að koma einhvers staðar að. Kannski eru Vestfirðingar bara þverir þrátt fyrir alla þverunina.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli