Frétt

bb.is | 30.03.2005 | 13:11Súðavíkurhreppur telur ekki ástæðu til að skipta sér af búskap á Birnustöðum

Frá Ísafjarðardjúpi.
Frá Ísafjarðardjúpi.
Yfirdýralæknir vill að Súðavíkurhreppur ráði tilsjónarmann með sauðfé á Birnustöðum en sveitarfélagið telur það ekki í sínum verkahring. Einnig telur yfirdýralæknir að með búskap á jörðinni sé verið að brjóta ákvæði uppkaupasamnings sem gerður var á sínum tíma. Sveitarfélagið telur sig ekki aðila að þeim samningi og því geti það ekki brugðist við í málinu. Eigandi Birnustaða segist þreyttur á sífelldum rógburði nágranna síns og að ekkert sé athugavert við sauðfé sitt. Forsaga málsins er sú að Rafn Pálsson rafvirki á Ísafirði eignaðist jörðina fyrir nokkrum árum og hefur síðan stundað þar lítils háttar fjárbúskap til eigin nota. Hefur hann sinnt fénu frá Ísafirði en þaðan er ríflega 100 kílómetra leið. Enginn er búsettur á bænum sjálfum að öðru leyti en því að Rafn hefur dvalið þar um helgar og um nokkurra mánaða skeið á hverju ári.

Á fundi landbúnaðarnefndar Súðavíkurhrepps á dögunum var tekið fyrir erindi frá Sigurði Sigurðssyni yfirdýralækni á Keldum vegna fjárbúskapar á Birnustöðum í Laugardal. Gerir hann athugasemd við að eftirlit með fénu sé ófullnægjandi og að Súðavíkurhreppi beri að ráða tilsjónarmann. Einnig telur Sigurður að með búskap á Birnustöðum sé verið að brjóta ákvæði uppkaupasamnings milli ríkis og jarðareiganda sem fjallar um fjölda búfjár á jörðinni.

Í bókun landbúnaðarnefndar Súðavíkurhrepps kemur fram að nefndin telji það ekki hlutverk sveitarfélagsins að tilgreina tilsjónarmann með fjárbúskap á Birnustöðum. Það sé hlutverk umráðamanns búfjár á jörðinni og vitnar nefndin í því sambandi í lög um búfjárhald þar sem fram kemur að séu: „gripir í hagagöngu, á eyðijörðum eða landspildum þar sem ekki er föst búseta skal umráðamaður búfjár ætíð tilgreina tilsjónarmann“.

Þá bókaði nefndin að hún telji það ekki hlutverk sveitarfélagsins að bregðast við sé talið að ákvæði uppkaupasamnings milli fyrrverandi landeiganda og ríkisins séu brotin þar sem sveitarfélagið sé ekki aðili að samningnum. Nefndin telur þó skýrt að þrátt fyrir að eigendaskipti hafi farið fram á jörðinni sé það hlutverk núverandi eiganda að fylgja eftir ákvæðum samningsins þar sem þau eru þinglýstar kvaðir á jörðinni. Því til stuðnings bendir nefndin á ákvæði reglugerðar um kaup ríkisins á greiðslumarki sauðfjár þar sem segir: ,,Seljendur greiðslumarks skulu undirgangast kvöð um að framleiða ekki sauðfjárafurðir til ársloka 2007. Þeim er þó heimilt að halda allt að 10 vetrarfóðraðar kindur enda séu afurðir þeirra til eigin nota.“

Rafn Pálsson eigandi Birnustaða segist undanfarin ára hafa haldið nokkrar kindur á Birnustöðum. „Þessu áhugamáli mínu hef ég sinnt frá Ísafirði enda hafa orðið miklar framfarir í samgöngum á undanförnum árum. Ég fer þarna inn eftir þrisvar í viku auk þess sem ég dvel þarna nokkra mánuði á ári. Að auki er mér til aðstoðar bóndi í nágrenninu sem sinnir fénu þá sjaldan að ég kemst ekki til þess. Sauðfé mitt ef mjög vel alið og það hefur verið staðfest með athugunum dýralæknis. Hins vegar hefur einn af mínum nágrönnum alla tíð haft allt á hornum sér vegna þessara skjáta minna og hefur ítrekað dreift rógi um ástand þeirra. Því miður hefur yfirdýralæknir lagt trúnað við þessar sögur og sent þetta erindi til Súðavíkurhrepps. Ég vona að úr því að hann sendi þetta með formlegum hætti þá komi hið sanna í ljós og þessum rógburði linni“, segir Rafn.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli