Frétt

Stakkur 12. tbl. 2005 | 23.03.2005 | 11:58Jarðgöng til Héðinsfjarðar - báðar leiðir

Boðskapurinn er klár. Samgönguráðherra hefur boðað gerð jarðganga til og frá Héðinsfirði eftir 18 mánuði. Haustið 2006 mun hann sprengja fyrstu hleðsluna ef allt gengur eftir. Siglfirðingar fagna, enda um að ræða framkvæmd sem fyrst og fremst gagnast þeim og leggur sig á 5 milljón krónur á hvert mannsbarn. Hver fjögurra manna fjölskylda á Siglufirði fær því framlag úr sameiginlegum sjóði landsmanna sem nemur tuttugu milljónum króna. Samgönguráðherra segir að svona megi ekki setja dæmið upp. Gott og vel. Við sölu ríkisbankanna var þetta skiptimynt og tíundað hve miklu skipti að tengja byggðir við vestanverðan Eyjafjörð, aðallega vegna þess að mörkum kjördæma hefði verið breytt. Við getum fagnað Vestfirðingar. Næstu göng verða til Arnarfjarðar, en þau má einnig aka þaðan til Dýrafjarðar. Hverju skila öll þessi göng? Fjölgar íbúum? Nei þeim fækkar stöðugt og nægir að líta til Ísafjarðarbæjar. Lífið er þó þægilegra.

Lesandi góður! Vafalaust hefur þú skoðun á gerð jarðganga. Sennilega telja flestir lesendur BB að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu nauðsyn. Þá er spurt hvað munu þau færa okkur? Mun opinberu fé á Vestfjörðum verða betur varið, skattfénu sem slitið er af íbúum hér, verða þeir hamingjusamari? Þessari spurningu verður erfitt að svara. En líkast til er ekki við því að búast og nægir að benda á tregðu sveitarfélaganna í Ísafjarðarsýslum til að sameinast og skipuleggja svæðið sem eina heild, menningarlega, þjóðhagslega og til betri nýtingar opinbers fjár. Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Bolungarvík munu berjast fyrir núverandi tilveru sinni upp á líf og dauða, án tillits til þess að allt er að breytast í þessu þjóðfélagi, sem nú situr Ísland. Um leið og fjölförnustu þjóðvegir sitja á hakanum og fólk kemst ekki um þjóðvegi í Reykjavík og nágrenni án áfalla og stundum ekki slysalaust blasa við jarðgöng um allt Ísland. Þau gleðja marga, en er endilega víst að takmörkuðu skattfé Íslendinga, og reyndar útlendinga sem hér starfa, sé best varið með þessum hætti?

Rannsaka þarf áhrif jarðganga á íbúafjölda þeirra landshluta, sem þeirra njóta. Hefur íbúum íbúum Vestfjarða fjölgað vegna tilkomu jarðganga úr Skutulsfirði til annars vegar til Önundarfjarðar og hins vegar til Súgandafjarðar? Engin dulin meining býr undir.

Sú áleitna spurning vaknar með hvaða hætti opinberu fé er best varið til þess að bæta líf Íslendinga, þar á meðal okkar Vestfirðinga. Auðvitað eru Vestfjarðagöngin til þess fallin að gera líf okkar þægilegra og auðveldara, en halda þau í unga fólkið, hefur efnahagur batnað og atvinna aukist? Okkur ber skylda til að huga að öllum þáttum sem verða til að bæta hag íbúa Íslands.

Hvað er það sem allir eru að sækja til Héðinsfjarðar? spurði barnið. Hamingju kannski? Já hvað erum við að sækja fyrir opinbert fé?

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli